Víðförli - 15.08.1989, Side 19

Víðförli - 15.08.1989, Side 19
þessi mál mest allra. Mikilvægt lagafrumvarp Annað aðalmálið sem kemur til umfjöllunar á þessari Presta- stefnu er frumvarp til laga um skipan prestakalla og prófasts- dæma og um starfsmenn Þjóð- ✓ kirkju Islands. Hér er um stórt mál að ræða fyrir kirkjuna og er mikilvægt að samstaða náist um meginatriði frumvarpsins bæði innan kirkj- unnar og þegar málið kemur til umfjöllunar á Alþingi. Frumvarpið fjallar um stjómskipun kirkjunnar, þ.á.m. um biskupsembættið sem er elsta embætti landsins. Það fjallar um skiptingu landsins í prestaköll og prófastsdæmi svo og um starfs- menn Þjóðkirkjunnar. Upphaflega vom samin tvö fmmvörp um þetta efni. Fyrst skal nefna fmmvarp til laga um starfsmenn Þjóðkirkju Islands. Það fmmvarp var lagt fram á Alþingi á árinu 1986 til kynning- ar. í frumvarpinu voru ákvæði sem mættu nokkurri andstöðu. Einkum vom það ákvæði um skiptingu landsins í 3 biskups- dæmi og ákveðin atriði er varða eignarréttarlega stöðu prestssetra ásamt þeim kostnaðarauka sem fylgdi fmmvarpinu. Á síðastliðnu hausti skilaði nefnd áliti ásamt tillögum að fmmvarpi til laga um skipan pres- takalla og prófastsdæma. Að nokkm fjölluðu bæði þessi fmmvörp um sama efni. Eftir athugun á frumvörpunum ákvað ég í október sl. að skipa nefnd er var falið að kanna möguleika á að sameina umrædd frumvörp í einn lagabálk. Nefndin vann verk sitt á skömmum tíma. Hún lagði til að frumvörpin yrðu sameinuð. Jafnframt gerði hún nokkrar breytingar á áðurnefndu fmm- varpi til laga um starfsmenn Þjóðkirkju Islands einkum varðandi hin umdeildu atriði. Þannig var fmmvarpið lagt fyrir síðasta kirkjuþing. Embætti vígslubiskupa efld í umfjöllun um þetta mál á síðastliðnu hausti lýsti ég þeirri skoðun minni að ég væri andvígur því að skipta landinu í þrjú biskupsdæmi en jafnframt kvaðst ég vera fús til þess að stuðla að því að málið kæmist úr þeirri sjálfheldu sem það virtist vera komið í. Umrætt frumvarp gerir ráð fyrir að landið verði eitt biskupsdæmi en embætti vígslu- biskupanna verði efld vemlega. Ég vænti þess að unnt verði að ná samstöðu um þessa stefnu frumvarpsins. Þessi leið lokar á engan hátt möguleikum til frekari breytinga síðar ef það er talið æskilegt í ljósi reynslunnar. Niðurstaða tímabær Breyting á prestakallaskipan- inni er viðkvæmt mál, einkum ef fækka á prestaköllum. Ekki verður þó hjá því komist að líta raunhæfum augum á þróun þjóðfélagsmála og taka mið af breyttum aðstæðum, búsetu- röskun og bættum samgöngum sxðustu ára. Ég tel að nefnd sú er fjallaði um prestakallaskipunina haFi í tillögum sínum tekið í vem- legum atriðum tillit til sjónarmiða dreifbýlisins. Ég er samþykkur meginstefnu frumvarpsins. Einstök atriði geta þó orkað tvímælis. Ég nefni t.d. að ég tel vafasamt að binda alfarið búsetu presta í lögum eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Það er oft óskynsamlegt. að binda margvísleg atriði í lögum er breytast með nýjum aðstæðum. Það skerðir oft nauðsynlegt sjálfstæði, ekki síst þegar kirkjan á í hlut. Stofnanir hennar verða að hafa visst svigrúm í samvinnu við iíkisvaldið. Ég tel nauðsynlegt að leggja umrætt fmmvarp fram nú í haust að lokinni umfjöllun er það hlýtur innan kirkjunnar. Áður en geng- ið er endanlega frá frumvarpinu hef ég í hyggju að fela kirkju- laganefnd að yfirfara það. Á síðastliðnu Alþingi var lagt fram fmmvarp til laga um hel- gidagafrið. Málið hlaut ekki af- greiðslu. Fmmvarpið mun verða endurflutt nú í haust. Einnig má vænta þess að fmmvarp til laga um kirkjugarða verði lagt ffam á Alþingi í haust. Pétri biskupi þakkað og Olafi biskupi fagnað Senn lætur herra Pétur Sigur- geirsson af starfi sem biskup / / Islands. Egvilnotaþettatækifæri og þakka honum góð samskipti þann tíma sem ég hef verið kirkjumálaráðherra og jafnframt vil ég óska honum og fjölskyldu hans gæfu og gengis í framtíðinni. Ég vil bjóða nýskipaðan biskup, herra Ólaf Skúlason, velkominn til starfa og óska honum velfamaðar í starfi. Ég vil að lokum þakka ykkur öllum gott samstarf og fómfús störf í þágu þjóðfélagsins. Þótt eðli starfanna breytist ávallt með þjóðfélagsbreytingum er mikil- vægi þeirra meira en oftast áður. Við horfumst á hveijum degi í augu við ný vandamál sem við stöndum ráðþrota frammi fyrir. Þegar menn standa ráðþrota er hjálpina helst að fá í kristilegu starfi og ræktun andlegra verðmæta. Með það að leiðarljósi ætti enginn að þurfa að efast um mikilvægi öflugrar og sjálf- stæðrar kirkju. 19

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.