Víðförli - 15.08.1989, Qupperneq 20

Víðförli - 15.08.1989, Qupperneq 20
¥ “Friöur meö réttlæti” - hugleiöing af evrópsku kirkjuþingi “Friður með réttlæti”, þessi orð blöstu hvarvetna við í Basel og það var eins og borgin öll væri undirlögð þeim anda sem að baki slíkum orðum býr. Ég sat í spor- vagninum og starði hrifin á fomar byggingar, glæsta kirkjutuma og lífleg torg. “Ertu á leið á ráð- stefnuna”, spurði vingjamlegur Baselbúi á miðjum aldri. Ég kinkaði kolli og horfði hugfangin upp eftir ánni Rín, sem nú blasti við. “Okkur Baselbúum þykir vænt um að geta haldið þessa ráðstefnu”, sagðihann. “Þáfinnst okkur við bæta fyrir það tjón sem við unnum lífríki þessa fljóts þegar efnaslysið varð fyrir ✓ nokkrum ámm.” Eg mundi eftir fréttum af því. Eiturefni frá verksmiðju í Basel flæddi út í ána og deyddi allt líf í henni. Þá töldu sérfræðingar að það tæki ána tíu ár að jafna sig, en viðmælandi minn sagði aðþegarværu komnir fiskar í ána. í hópi kaþólskra og orthodox systkina Sporvagninn renndi að fánum skreyttu torgi, umluktu háum húsum. Þetta var Messeplatz, og þangað var för minni heitið. Þar var að hefjast ráðstefna Kirkna- sambands Evrópu, nokkurs konar Evrópudeildar Alkirkjuráðsins og það sem gerði ráðstefnuna allsérstæða var að rómversk kaþólska kirkjan í Evrópu tók þátt íhenni. Yfirskrifthennarerffek- ar erfitt að þýða orðrétt, en hún hljómaði eitthvað á þessa leið: “Friður með réttlæti og verndun náttúrunnar” (Peace with Justice and Integrity of the Creation). Þetta efni hefur verið ofarlega á baugi í Evrópu um árabil. Þrír * fulltrúar fóru frá Islandi, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, séra Gunnar Kristjánsson og undir- rituð. Marglit kirkja I Basel var einn aðal- fundastaður, en í rauninni var ráðstefnan haldin út um alla borg. Þetta var nefnilega ekki bara 600 manna ráðstefna með fundar- höldum og fyrirlestrum, heldur mót, þar sem ótal félög og kirkjudeildir kynntu sig og málstað sinn og vöktu athygli á málefnum þeirra sem minna mega sín; flóttamönnum, fátækum og minnihlutahópum. Konur höfðu sérstakan bát niður við Rín þar sem þær kynntu baráttu sína fyrir jafnrétti innan kirkjunnar og þar var iðulega þröngt á þingi. Þessi fjölbreytni fannst mér stórkostleg - ég hafði líkast til ekki gert mér grein fyrir því hvað kirkjan teygir arma sína víða - ég vissi ekki að hún væri svona margbreytileg. Friðarhópurinn frá Wartburg Fyrir utan kirkjuna hitti ég fólk frá Wartburg. Það gekk með röndótta klúta um hálsinn og átti þátt í að bera stóran kross um í fjöldagöngum. “Við köllum okkur friðarhópinn frá Wartburg og störfum íkirkjunni þar”, sagði einn þeirra. “ Við erum búin að vinna með þetta þema í ár og þessi ráðstefna er eiginlega hápunkt- urinn. Hvað hafið þið helst rætt í þinni kirkju, varðandi þetta þema?” Mér varð svarafátt. Adda Steina Björnsdóttir. Fáir úr þessum hóp voru fulltrúar sem tóku þátt í ráðstefnunni. Flestír tílheyrðu þeim stóra hópi, sem kominn var til þess að fylgjast með mótinu, skoða hvað aðrir svipaðir hópar höfðu fram að færa, koma skilboðum sínum á ífamfæri og hafa það skemmtilegt. Þessi hópur var einn ótal margra grasrótarhópa (basis hópa, sem lesa Biblíuna út frá ákveðnu þema, og starfa síðan í samræmi við það), sem komu á ráðstefnuna og stóðu meðal annars fyrir sýningarbásunum og hvers kyns uppákomum um allan bæ. Þessir hópar eru mér minnistæðastir frá dvölinni í Basel. Akefð og krafti þeirra svipaði til hugmynda minnaum á frumkirkjuna. Þetta fólk var brennandi í andanum og virtist lifa samkvæmt sann- færingu sinni. Orð eru til alls fyrst í stórum fundarsal við Messe- plats voru haldnir fyrirlestrar og síðan skiptu þátttakendur sér í litla hópa þar sem frekari umræður fóru fram. Umræðuhópamir höfðu að auki ákveðið efni sem átti að EG VISSI EKKI AÐ KIRKJAN VÆRI SVONA MARGBREYTILEG r— 20

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.