Bæjarins besta - 05.05.1999, Qupperneq 11
Byggðastefnan í reynd
Ég fór á framboðsfund á
sunnudagskvöldið. Þar var
m.a. forsætisráðherra bæði
með tölu og einnig var fund-
argestum gefið tækifæri til að
koma með fyrirspurnir til fsrh.
og frambjóðenda Sjálfstæðis-
flokksins.Tækifærið upplagt.
hugsaði ég að reyna að hafa
jákvæð áhrif og lauma að
þessum mönnum og fá jafn-
framt fram hjá þeim viðbrögð
við hugmynd minni um að
flytja Landhelgisgæsluna
vestur. Davíð er jú búinn að
vera yfirmaður Byggðastofn-
unar, byggðamálaráðherra ef
rnenn vilja kalla það svo, sl.
átta ár og hlýtur að hafa áhuga
á málefninu sem slíkur. Fyrir-
spurn mín hljóðaði nokkuð á
þessa leið:
„Nýlega var sjósett nýtt haf-
rannsóknaskip í Perú og eitt
það fyrsta sem ég tók eftir á
mynd af skipsskrokknum var
að málaðir höfðu verið um-
dæmisstafirnir RE á síðuna.
Nú langar mig að vita hvernig
forsætisráðherra líst á að nýtt
varðskip Islendinga verði með
heimahöfn á Vestfjörðum?
Eða enn betur, ef að svona
erfiðlega gengur að flytja rík-
isstofnanir út á land, af hverju
að taka þá ekki hreyfanlegustu
ríkisstofnun á Islandi og flytja
vestur á fírði? Hér höfum við
í fyrsta lagi gjöfulustu fiski-
miðin, nóg af höfnum, tvo
flugvelli á tveimur veðra-
svæðum, stórt flugskýli, tvö
raunar í eigu ríkissjóðs tilbúin,
myndarlegt húsnæði á Norð-
urtanga og ekkert að vanbún-
aði. Við höfum allt sem til
þarf til að hýsa þessa stofnun.
Þar að auki vilja Reykvíkingar
ólmir losna við flugumferð á
Reykjavíkurflugvelli. Hvern-
ig líst þér á þetta?”
Skemmst er frá því að segja
að forsætisráðherra leist ekki
á hugmyndina. Hann byrjaði
á að hissa sig á Hæstarétti á
að hafa dæmt stjórnina fyrir
að flytja Landmælingar og
taldi frekari flutning ríkis-
stofnana út á land vera útilok-
aðan. Einnig að skip eins og
nýja hafrannsóknarskipið og
varðskip ættu að sjálfsögðu
heimahöfn þar sem aðalað-
setur viðkomandi stofnunar
væri.
Er eitthvað að hjá forsætis-
ráðherra? - Hér er verið að
benda á að ein lausn byggða-
vandans er að flytja opinber
störf út á land og ef Davíð
getur ekki siglt skipum Land-
helgisgæslu eða Hafrann-
sóknastofnunar út á land,
hvers er hann þá megnugur? -
Er ekki bara dagljóst öllum
Vestfirðingum að oddamaður
sjálfstæðismanna er Reykvík-
ingur í húð og hár og hefur
Björn Davíðsson
kerfisstjóri hjá
Snerpu ehf., skrifar
nákvæmlega engan áhuga á
lausnum okkar Vestfirðinga,
vegna þess að ekkert má
hreyfa af opinberum störfum
frá Reykjavík? Þetta er sú
stefna sem flokkurinn í heild
hefur staðið fyrir. Er það þetta
sem við Vestfirðingar viljum
kjósa yfir okkur?
Er þetta byggðamálaráð-
herraefni Vestfirðinga á næsta
kjörtímabili? Munið orð for-
sætisráðherra. Kjörkassinn er
þannig í laginu að þegar þú
ert búinn að láta ofan í hann
atkvæðið, er alveg djöfullegt
að ná því upp aftur. Ef þú
hefur hugsað þér að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn í komandi
kosningum, hugsaðu þig þá
vel um. Ertu að kjósa yfir þig
holdi klætt Reykjavíkurvaldið
sem byggðamálaráðherra?
Ég vel samfylkinguna - XS.
Björn Davíðsson.
Atvinna
Óskum að ráða nú þegar mann vanan
flökunarvélum.
Upplýsingar í síma 450 4606.
Hraðfrystihúsið hf. Hnífsdal.
mmn-wsimi
Framtíð nýrrar sókn-
ar með Frjálslyndum
Niðurstöður fyrstu skoð-
anakönnunar liggja nú fyrir.
Tölurnar segja sína sögu. En
þetta er bara fyrsti þáttur, bar-
áttan er rétt að byrja. Þetta
segir okkur að við þurfum að
bíta í skjaldarendurnar og taka
á öllu því sem við eigum, til
að ná betur til fólks. En það er
gaman að glímunni. Samstarf
okkar frambjóðendanna er
gott. Við erum í góðum gír og
skemmtum okkur bara vel.
Við trúum ekki niðurstöð-
unum því það er allt önnur
tilfinning sem við höfum í
okkar viðtölum við fólkið í
kringum okkur. Enda vorunt
við rétt byrjuð að starfa þegar
könnunin var gerð, ekki einu
sinni búin að gefa út blaðið
okkar.
Til þess er stríðið að heyja
það.
Ég hef sagt það áður, fólk á
ekki að láta neinn segja sér að
atkvæði greitt öðrum flokki
sé að kasta því á glæ. Það
gera menn eingöngu með því
að sitja heima á kjördag. Slík-
urmálflutningurflokkastund-
ir pólitík, sem menn grípa til í
hræðslukasti. Mérfinnst sorg-
iegt að vita til þess ef Lilja
blessunin Rafney telur þessa
leið vænlegasta til árangurs.
Þá fer nú lítið fyrir málefnun-
um.
I útvarpinu í viðtölum við
forystumenn flokkanna sendu
þeir allir Frjálslynda flokkn-
um kaldar kveðjur. Hvers
vegna? Það er vegna þess að
þeir eru hræddir við Frjáls-
lynda, telja þá ógna sér. Enda
er það von, við erum rétt að
byrja baráttuna. En þess ber
að geta að við höfum ekki
aðgang að digrum sjóðum.
Þess vegna höfum við ekki
efni á flenniauglýsingum í
blöðum og útvarpi og verðum
að reyna að ná til fjöldans
með persónulegum hætti. Ég
trúi því ekki fyrr en ég tek á
því að fólk sjái ekki í gegnum
skrum Framsóknarflokksins
um milljarð í vímuefnavarnir
og breytingar á kvótakerfinu,
sem frambjóðendur geta ekki
útskýrt nánar. Eða þunglama-
legt drottnunaryfirbragð Sjálf-
stæðisflokksins, þar sem gælt
er við sátt um kvótakerfi en
sem þeir þora ekki að ræða
nánar. Sumt af því sem Sam-
fylkingin segirerhægt aðtaka
undir en breytingar á kvóta-
kerfinu í þeirra útfærslu eru
of seinvirkar að okkar mati.
Við munum því halda áfram á
okkar braut, bjartsýn á fram-
tíðina og bjartsýn á betra
gengi í úrslitum kosninganna.
Stjórnmál
Ásthildur Cesil
Þórðardóttir, fjóröi
maður á lista Frjáls-
lynda flokksins skrifar
Við ætlum að halda áfram
að vinna saman af heilindum
og útskýra okkar málstað enn-
þá betur. Og ég er viss um að
þrumuraust Adda Kitta Gauj
mun drynja í sölum Alþingis
svo undir tekur í vestfirskum
fjöllum: Kvótabraskið burt!
Við viljum fá að fiska í okkar
eigin sjó. Rollu- og mjólkur-
kvótann út í hafsauga. Látum
þar markaðinn ráða.
Við þurfum tækifæri til að
geta unt frjálst höfuð strokið.
Það er einfaldlega ekki rétt að
ef menn leiðréttakvótabraskið
sé allt í voða. Það er hægt að
snúa ofan af þessu kerfi á
margan hátt en ef þessir tveir
flokkar, Framsóknarflokkur-
inn og Sjálfstæðisflokkurinn,
fá það fylgi sem þeim er gefið
í skoðanakönnuninni er það
þeim sönnun þess að engu
þarf að breyta.
Erum við sátt við það? Er-
um við tilbúin til að viður-
kenna að svona skuli þetta
vera?
Ekki ég. Ég vil breyta og
einhversstaðar þurfum við að
byrja. Þess vegna sendum við
skýr skilaboð til stjórnarflokk-
anna með ósk um breytingar
með því að krossa við þann
eina flokk sem hefur skorið
upp herör gegn núverandi
kvótaútfærslu. Með því send-
um við þeim þau boð að við
viljum að þeir breyti kerfinu
til hagsbóta fyrir okkur öll, til
hagsbóta fyrir hinar dreifðu
byggðir landsins. Og það er
einfaldlega ekki rétt að það
rústi dreifbýiinu eða setji allt
á hausinn. Þess vegna segi ég
enn og aftur:
Sameinaðir stöndum vér,
sundraðir föllum vér.
Með baráttukveðjum.
Asthildur Cesil Þórðardóttir.
Kjörfundur
f ísafjarðarbæ
Kjörfundur vegna alþingiskosninga fer fram
laugardaginn 8. maí 1999. Kjörfundur hefst í
öllum kjördeildum kl. 10:00 oglýkurkl. 22:00.
Kosið verðuríísafjarðarbæ ísjö kjördeildum
á eftirtöldum stöðum:
ísafjörður: (1.-4. kjördeild)
Kosið verður í Grunnskólanum á ísafirði og
íBarnaskólanum ÍHnífsdal. íGrunnskólanum
á ísafirði verða þrjár kjördeildir fyrir þá sem
kosningarétt hafa á ísafirði og búa utan
Hnífsdals. íBarnaskólanum ÍHnifsdalverður
ein kjördeild fyrir þá sem kosningarétt hafa
og búa í Hnífsdai.
Suðureyri: ( 5. kjördeild)
Kosið verðurí Félagsheimilinu á Suðureyri.
Þessi kjördeild er fyrir þá er búa á því svæði
er áður afmarkaðist af Suðureyrarhreppi.
Flateyri: ( 6. kjördeild)
Kosið verður í Grunnskólanum á Flateyri.
Þessi kjördeild er fyrir þá er búa á því svæði
er áður afmarkaðist af Flateyrarhreppi og
Mosvallahreppi.
Þingeyri: ( 7. kjördeild)
Kosið verður í Félagsheimilinu á Þingeyri.
Þessi kjördeild er fyrir þá er búa á því svæði
er áður afmarkaðist af Mýrahreppi og Þing-
eyrarhreppi.
Yfirkjörstjórn vekur athygli kjósenda á
ákvæði 81. gr. laga nr. 80/1987 sbr. 27. gr.
laga nr. 10/1991, en þar segir:
,,Er kjósandi kemur inn í kjörfundar-
stofuna gerir hann kjörstjórn grein fyrir
sér með því að framvísa nafnskírteini
eða á annan fullnægjandi hátt. Ef hann
þannig á rétt á að greiða atkvæði sam-
kvæmt kjörskránni afhendir oddviti hon-
um einn kjörseðil.“
Yfirkjörstjórn ísafjarðarbæjarhefurá kjördag
aðsetur í félagsmiðstöð Grunnskóians á ísa-
firði, sími 456 3808.
Yfirkjörstjórn ísafjarðarbæjar
Björn Jóhannesson,
Fylkir Ágústsson,
Smári Haraldsson.
AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT
SÍMI 456 4560
Amar G. Hinriksson hdl.
Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243
F asteigna viðskipti
Hef til sölu
fasteignir víöa
á Vestfjörðum
Allar nánari upplýsingar
eru veittar á skrifstofu
MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1999
11