Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.05.1999, Síða 12

Bæjarins besta - 05.05.1999, Síða 12
ijil'ú hiiJ ú liúMiiúttMmm1 ú hmú) tr banttan Imeg, er hún úaufleg, snýst hún m málefni, snýst hún um persúnur? Gunnar Þórðarson hjá Sjálfstæðisflokknum: BB leitaði til kosninga- stjóra stjórnmálaflokkanna á skrifstofum þeirra á Isa- firði og lagði fyrir þá nokkr- ar spurningar varðandi kosningabaráttuna og horf- urnar. Tekið skal fram, að þetta var gert síðastliðinn miðvikudag áður en skoð- anakönnunin íVestfjarðakjör- dæmi var birt. Kosningastjór- arnir voru spurðir hvernig kosningabaráttan fram að því kæmi þeim fyrir sjónir, hvort hún hefði verið lífleg eða dauf- leg og hvort hún snerist frekar um persónur eða málefni. Einnig var spurt hver helstu kosningamálin hér vestra væru og hvað heitast brynni á fólki. Síðan voru stjórarnir beðnir að spá um úrslit og skiptingu þingsæta á Vest- fjörðum og loks hvaða stjórn- armynstur þeir teldu að yrði eftir kosningar. Mér finnst kosninga- baráttan hafa verið frek- ar daufleg. En það er baratímannatákn. Hins vegar finnst okkur bæði athyglisvertog ánægju- legt hversu málefnalegt fólk hefur verið á fund- um okkar um tiltekna efnisflokka, eins og t.d. samgöngumál. Kosningarnar snúast hér vestra fyrst og fremst um byggðamál og það sem þeim tengist, eins og samgöngumál og menntamál, en miklu minna um kvótamál en ég hefði átt von á. Ég spái því að við fáum tvo, Framsókn einn og Samfylkingin einn. Ég treysti mér ekki til að segja nema um kjördæma- kjörna þingmenn. Ef Addi kemst ekki inn kjördæmakjörinn, þá fer hann ekki inn, því að hann er eini mað- urinn á landinu sem á einhverja möguleika á slíku hjá Frjálslyndum. Það er ekki vafi á því að Framsókn og Sjálf- stæðisflokkur verða áfram í samstarfi. Guðjón A. Kristjánsson hjá Frjálslynda flokknum: Kosningabaráttan er á persónulegum nót- um. Til þessa hefur ekki verið haldinn nema einn sameigin- legurfundurog á þeim vettvangi hefur hún verið daufleg. Við teljum að hér á j Vestfjörðum sé verið að kjósa um byggða- mál. Inn í það þlandast að okkar viti fyrst og fremst útfærslan á fisk- veiðistjórnarlögunum, ör- yggisleysið sem þeim fylgirog hvernig það kerfi er að útiloka alla nýliðun í greininni. Við erum bjartsýnir og spáum okkur manni inn. Það er ekki auðvelt að spá hvernig þetta skiptist hjá hinum. Þóersennilegtað fyrsti þingmaður Vest- fjarða verði frá Sjálfstæð- isflokki, annar frá Sam- fylkingu og þriðji frá Framsókn. Hver fimmti maðurinn verður er mjög óráðið í mínum huga. Við treystum okkur ekki að spá um stjórnar- mynstur. Framsóknar- flokkurinn hefur sagt að ef hann tapaði, þá yrði hann ekki í ríkisstjórn. Ef svo fer veit enginn hvaða ríkisstjórn verður. Fyrir mig hefur kosn- ingabaráttan verið lífleg og skemmtileg. Mér virðist að persónur vegi öllu þyngra en málefni. Fyrst og fremst sýnist mér þetta snúast um at- vinnumál og sjávarút- vegsmál. Einnig um fólksflóttann frá Vestfjörð- um, ástæður hans og hvað hægt sé að gera til hagsbóta fyrir fólkið sem hér býr. Ég hef að vísu myndað mér skoðanir á úrslitunum en ég vil síður tjá mig um það opinberlega. Hitt get ég sagt, að ég tel að í framboði hjá öllum flokkum sé ákaflega gott fólk sem á eftir að vinna vel fyrir Vestfirð- inga. Ég held að það verði engin breyting á stjórnarmynstrinu. Gígja Tómasdóttir hjá Vinstri hreyfíngunni: Almennt hefur mér j fundist kosningabar- áttan vera frekar dauf. Reyndar hefur aðeins i verið að lifna yfir henni síðustu daga. Hún hefurverið málefnaleg hjá sumum - ekki öll- um. Byggðamálin brenna hér heitast á fólki, ásamt kvótamálum. Ég býst við því að Sjálf- stæðisflokkurinn fái ekki nema einn mann. Fram- sókn fær einn. Samfylk- ingin gæti afturá móti náð tveimur og ég er nokkuð viss um að U-listinn nái inn manni. Hvað ríkisstjórnina snertirerég ansi hrædd um að þar verði áfram sama mynstur og verið hefur. Mér finnst margt benda til þess, því mið- Mér finnst kosninga- baráttan hafa verið nokkuð málefnaleg. Fólk hefur reyndar verið að kvarta yfir deyfð og vill fá meiri aksjón í gang en ég held að þetta sé á fullri siglingu hjá öllum. Að þessu sinni er bar- áttan kannski styttri og snarpari en áður hefur verið. Eg hygg aðfólkvilji fyrst og fremst breyta um áherslur í stjórn landsins. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki haft neina byggða- stefnu. Félagshyggjuöflin verða að koma sinum áherslum að í ríkisstjórn, þannig að meiri jöfnuður verði í samfélaginu. Við íslendingar höfum ekki efni áfrjálshyggjunni sem hefur ráðið hér ríkjum síðustu tvö kjörtímabil. Samfylkingin fær tvo, Sjálfstæðisflokk- urinn tvo og Framsókn einn. Óskaríkisstjórnin mín er Samfylkingin og Vinstra grænt. Ég sé bara vinstri öflin. Þar er minn draumur sem aldrei slokknar. 12 MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1999

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.