Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.1999, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 09.06.1999, Blaðsíða 1
CANON gamla vélin upp í nýjai gamla vélin upp í á kr. 5000,- Verð kr. 27.900,- skiptiverð aðeins kr. 22.900,- BOKHLAÐAN SÍHI456 3123 Stofnað 14. núvember 1984 • Sími 45B 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um alla Vestjirði, m.a. í Bolungarvík þar sem þessi mynd var tekin þegar gengið var til kirkju íJogru veðri að morgni sunnudagsins. Sjá einnig myndirfrá Bolungarvík á bls. 5. Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga haldinn að Núpi Hrein eign til greiðslu lífeyr- is yfír tíu milljarðar króna - ávöxtun eigna fyrstu þrjá mánuði þessa árs var rúm 18% Samþykktar voru breyting- ar á reglum um lífeyrisréttindi sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Vest- firðinga á ársfundi sjóðsins, sem haldinn var á Þingeyri sl. föstudag. Nú verður hinn hefðbundni lífeyrisaldursjóð- félaga miðaður við 65 ára ald- ur, en þeir geta hafið töku líf- eyris fyrr eða allt frá 60 ára aldri eða frestað töku hans til 70 ára aldurs. Rekstur Lífeyrissjóðs Vest- firðinga fyrstu þrjá mánuði ársins 1999 hefurveriðgerður upp. Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris 31. mars sl. var 10.345 milljónir króna og ávöxtun eigna sjóðsins miðað við fyrstu þrjá mánuði ársins var 18.07%. Samkvæmt tryggingafræði- legri úttektTalnakönnunarhf. á stöðu sjóðsins í árslok 1998 voru eignir hans 24,1 % hærri en áfallin lífeyrisskuldbind- ing. Ef skoðaðareru áætlanir um framtíðarskuldbindingar og framtíðartekjur eru eign- irnar um 5,3% hærri en skuldbindingarnar. Greiðandi sjóðfélagar á síðasta ári vegna vinnu í landi voru 3.297 og 1.169 vegna sjómennsku. Lífeyris- þegar sem fengu greiddan lífeyri frá sjóðnum voru 858 á árinu. Sjóðfélagar á skrá hjá Líf- eyrissjóði Vestfirðinga, eða allir þeir sem eitthvað hafa greitt af iðgjöldum til hans, eru margfalt fleiri en þeir sem nú eru virkir greiðandi sjóð- félagar eða alls 21.719. At- hygli vekur, hve lítill hlutur kvenna er miðað við karla. Þær eru um 38% sjóðfélaga en stigainnieign þeirra er ekki nema um 24 % af heildarstig- um sjóðfélaga. Fyrir tveimur árum sam- þykkti ársfundur sjóðsins að hækkaréttindi allrasjóðfélaga um 5% og var þeirri hækkun deilt út íbyrjun árs 1998. Árs- fundur sjóðsins í fyrra sam- þykkti síðan bætt makalífeyr- isréttindi sjóðfélaganna og hækkun á lífeyri barna, sem misst hafa foreldri. Lífeyrissjóður Vestfirðinga var stofnaður í framhaldi af samkomulagi stéttarfélaga og vinnuveitenda 19. maí 1969. Sjóðurinn hóf starfsemi sína á árinu 1970 og lauk því 28. starfsári sínu um síðustu ára- mót. Aðilar að honum eru verkalýðsfélög áVestfjörðum, að undanskildum Verkalýðs- félagi Bolungarvíkur og verkalýðsfélögum á Strönd- um, sem eru aðilar að öðrum lífeyrissjóðum. Sú breyting varð á aðal- stjórn Lífeyrissjóðs Vestfírð- inga á ársfundinum sl. föstu- dag, að Jón Páll Halldórsson lét af stjórnarsetu en í hans stað kom Eggert Jónsson. Einnig urðu þau tíðindi að tvær konur komu inn í vara- stjórn, þær Áslaug S. Alfreðs- dóttir og Ósk Hauksdóttir, en aldrei fyrr hafa konur átt sæti í varastjórn eða aðalstjórn sjóðsins. Framkvæmdastjóri Lífeyr- issjóðsVestfirðingaerGuðrún K. Guðmannsdóttir viðskipta- fræðingur. lím trm OAUBANN. KANNSNI tK tNBIKINN BAKA UPPHAtlB! HAMRABORG Sími: 456 3166

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.