Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.1999, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 09.06.1999, Blaðsíða 11
Hópur framan viö tröppur, - tekið á Penghu eyju við móttöku þar. Mr. Yen með skeggið og Dr. Bonnie Sun aftan við Halldór. ur er það sem getum selt í auknum mæli til Taiwan en varla kjötafurðir þótt við séum með besta lambakjöt í heimi eins og við segjum oft. Þeir flytja inn lambakjöt frá Nýja-Sjálandi og nota í raun ekki mikið af því vegna þess að fiskur er aðaluppi- staðan í fæðunni. Einn daginn fórum við í innanlandsflugi til Penghu eyjar vestur af Taiwan. Þar er merkilegt að koma vegna þess að nátt- úran minnir víða á Island nema hitastigið að sjálfsögðu. Penghu eyjarnar eru eldfjallaeyjar og þarna eru jarðmyndanir sem maður kannast við frá Islandi. Penghu eyjar eru varla í byggð skv. mati heimamanna á Taiwan en þarna búa þó um 65.000 manns í fallegum bæ. Aðrareyjar á svæðinu eru flestar smáar og óbyggðar en nokkrar þeirra með allt að 10.000 íbúa. Við fórum til einnar eyjunnar sem hefur nánast verið yfirgefin. Þar bjuggu 15.000 manns í þremur þorpum en eitt þorpanna hefur alveg verið yfirgefið. Það var skrítin tilfmning að ganga þar um í 38 stiga hita og fmnast maður vera kominn til Djúpa- víkur á Ströndum. Astæðan fyrir því að fólkið fór var sú að fiskurinn gaf sig ekki lengur á grunnslóð við eyjarnar. Á Peng- hu eyju sem er mikill sjávarútvegsstaður gerði undirritaður samning við sýsluna sem svo er kölluð um milliliðalaus við- skipti milli Isafjarðarbæjar og þessa svæðis. Samningurinn er án tjárhagslegra skuldbindinga en á að auðvelda að koma á viðskiptum sé þess þörf. Fyrirtækin okkar eiga að geta nýtt sér þetta við að koma á viðskiptum. Þegar maður veltir því fyrir sér hvort þessi ferð hafi verið farin lil fjár, er erfitt að meta það. Sem persónuleg reynsla og upplifun segir maður hiklaust að hún hafi skilað sínu. Hvort ferðin á eftir að skila hingað viðskiptum sem eitthvað munar um fyrir okkur, verður að koma í ljós. Markaðurinn er a.m.k. þarna og hann er gríðarstór. Við þurfum ekki nema örlítið brot háskólanum í Taiwan á fyrirlestrardegi. Dr. Bonnie hafði undirbúið allt svo vel að hún hafði látið átbáa veggspjöld með myndum af Isafirði og texta sem hún fékk á tölvupósti frá Halldóri. Myndirnar fann húit á Internetinu. af honum til að ná árangri. Heimurinn er að minnka og þótt fjarlægðin geri ennþá fjöllin blá, þá er fjarlægðin til Taiwan með nútímasamskiptatækni ekki mikil. Fyrst Danir geta það, þá getum við. Að ofan. Jarðhiti í Taiwan. Jarðhitinn er ekkert notaður enda frekar þörf á að kœla íverustaði en að hita þá. Eitt- livað á að skoða með að nota vatn í sundlaugar. Til hliðar: Halldór í bástað Cltiang Kai-Shek sem rfkti lengi á Taiwan með harðri hendi. Hann lét taka þús- undirmanna aflífi. Myndin er tekin í svefnherbergi þeirra hjóna íálmu karlsins. Wiirth á íslandi ehf. Wurth verslarmeð rekstrarvöru og verkfæri fyrir fagmenn. Vörunúmer á lager skipta þúsundum. Sölumaður óskast á Vestfjörðum Ábyrgð og verklýsing: • Sala og kynning hjá viðskiptamönnum. Eiginleikar: • iðnmenntun, verslunarmenntun eðasam- bærileg menntun. • Vilji til að ná árangri. • Samstarfsvilji og jákvæð viðhorf. • Reynsla afsölu eræskileg en ekki nauð- synleg. Starfið gefur góða möguleika, bæði faglega og persónulega fyrir viðkomandi aðila hjá fyrirtæki í örri þróun. Það verður veitt kerfisbundin kennsla og þjálfun. Athugið! Revklaus vinnustaður. Viljirþú vita meira um þetta starfþá getur þú hringt í síma 530 2004 á milli kl. 12:30 og 16:00 og talað við Björn og fengið frekari upplýsingar um starfið. Efþú hefur áhuga á slíku starfi, sendu þá skriflega umsókn fyrir 24. júní nk. til: Hús til sölu Tllboð óskastíhúseignina Holt, sem stend- ur við Heiðarbraut í Hnífsdal. Húslð er á tveimur hæðum, alls rúmlega 200m2 með innbyggðum svölum. Það er vel við haldið og rúmgott. Tilvalið sem einbýli fyrir 4-6 manna fjölskyldu. Einnig hægt að breyta í tvær íbúðir, allar vatns- og skolplagnir fyrir hendi. Þetta erhús með sál og hlýju andrúmslofti. Einstakt tækifæri til að eignast hús sem þér líður vel í og er á rólegum stað en þó stein- snar frá allri þjónustu og félagslífi á ísafirði. Jóna Valgerður kristjánsdóttir, Guðmundur H. Ingólfsson, Mýrartungu 2, Reykhólasveit, heimasími 434 7754, vinnusími 434 7880. MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1999 11

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.