Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.1999, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 09.06.1999, Blaðsíða 6
Rauðsíða og dótturfyrirtækin Boifiskur og Rauðfeidur Fagraholt 12 til sölu 156m2 hús með 29m2 bílskúr, fjögur her- bergi, fataherbergi, baðherbergimeðsauna, stofa, borðstofa, sjónvarpskrókur, gott þvottahús. Gróinn garður, góður sólpallur. Upplýsingar í síma 456 3026. Opið hús fimmtudaginn lO.júní kl. 18-20 og sunnu- daginn 13. júní kl. 14-16. Amar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 F asteigna viðskipti Hef til sölu fasteignir víöa á Vestfjörðum Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Laun ekki greidd og starfsemin stöðvuð Uggur er í fólki vegna stöðu mála hjá fyrirtækjum Rauða hersins svonefnda (fyrirtækj- um Ketils Helgasonar), þ.e. Rauðsíðu ehf. á Þingeyri og dótturfyrirtækjunum Bolliski ehf. í Bolungarvík og Rauð- feldi ehf. á Bfldudal. Á þriðja hundrað manns vinna hjá þessum fyrirtækjum. þar af um eitt hundrað á Þingeyri. Fyrirtækin eru komin í þrot með launagreiðslur og voru vikulaun sem greiða átti eftir á 27. eða 28. maí ekki borguð og hafa laun ekki verið greidd síðan. Fyrir síðustu helgi var starfseminni síðan hætt vegna hráefnisskorts. Ástandið er alvarlegast á Þingeyri, enda vegur starf- semin þarmiklu þyngraíheild en í hinum byggðarlögunum. Verkalýðsfélagið Brynja á Þingeyri lánaði starfsfólki sem þess óskaði sem svaraði hluta af ógreiddum launum til þess að bæta úr brýnustu nauðsyn. Byggðastofnun hefur fyrir löngu veitt Rauðsíðu ehf. vil- yrði fyrir hundrað milljón króna láni að vissum skilyrð- um uppfylltum. Ketill Helga- son segir að þau skilyrði hafi verið uppfyllt en af einhverj- um ástæðum dregur Byggða- stofnun að borga lánið út. Ekki fást skýringar frá stofnuninni, á þeirri forsendu að henni sé ekki heimilt að tjá sig um Iánveitingar tileinstakrafyrir- tækja. RéWndi erlendra launþega á íslandi Hvernig er réttindum erlendra launþega háttað á íslandi í dag? Hvernig erað vera erlendur launþegi á íslandi? Hvernig erstaðið að því að upplýsa útlendinga sem hingað koma til starfa um rétt sinn? Þessum spurningum og fleiri verður leitastvið að svara á ráðstefnu sem félagið Fjölbreytni auðgar (FA) stendur fyrir á ísafirði laugar- daginn 12. júní nk. Ráðstefnan verður haldin í Framhaldsskóla Vestfjarða og hefst kl. 13:00. Dagskrá: Kl. 13:00 Setning ráðstefnunnar. Geir Oddsson, formaður félagsins Fjölbreytni auðgar. Kl. 13:20 Hlutverk bæjarfélaga. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri ísafjarðarbæjar. Kl. 13:40 Hlutverk vinnuveitenda. Fulltrúi vinnuveitenda. Kl. 14:00 Hvernig er að vera erlendur launþegi á íslandi? Grazinia Gunnarsson, hjúkrunarfræðingur. Kl. 14:20 Fulltrúi launþega. Kl. 14:40 Kaffihlé. Kl. 15:10 Vinnumarkaðurinnoghlutverkverkalýðshreyfingar- innar. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri Alþýðu- sambands íslands. Kl. 15:30 Skilyrði atvinnuleyfis - hlutverk hins opinbera. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Kl. 15:50 Pallborðsumræður. Kl. 16:45 Fundi slitið. Markmið félagsins Fjölbreytni auðgar erað vinna að jafnrétti á íslandi með því að fyrirbyggja misrétti á grundvelli kynþáttar, litarháttar, þjóðernis, uppruna, trúarbragða eða annarra að- stæðna. Ráðstefnunni erætlað að auka upplýsingaflæði um hvernig búið erað erlendum laun- þegum á íslandi í dag og stuðla að umræðu um mikilvægi mannréttinda. Ráðstefnan er styrkt af Rauða krossi islands. Leikarahópurinn ói Hótelísafirði eftirað 100. sýningunni lauk. Frá vinstri: Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir, Helga Stephensen, Arni Tryggvason, Olafur Darri Olafsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Helga Bachmann og Erlingur Gíslason. Maöur í mis/itum sokkum í Hnífsda! Fullt hús á 100. sýningunni LeikritArnmundarS. Back- mans, Maður í mislitum sokk- um. fékk afar góðar viðtökur þegarÞjóðleikhúsiðkom vest- ur með valinn hóp stórleikara og sýndi verkið fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu í Hnífsdal sl. föstudag og laugardag. Seinni sýningin var hundrað- Höskuldur Ingvarsson verður 75 ára föstudaginn 11. júní nk. I tilefni dagsins tekur hann á móti gestum milli kl. 15 og 17, laugardaginn 12. júní í setustofu Fjórð- ungssjúkrahússins á ísa- firði. Gjafir eru afþakkað- ar. asta sýningin á verkinu, en það hefur verið flutt við fá- dæma vinsældir á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins frá því í haust. Höfundur leikritsins, Arn- mundur S. Backman hæsta- réttarlögmaður, andaðist í september síðastliðnum, langt um aldurfram. Hannvarþjóð- kunnur sem lögmaður, lög- fræðiráðgjafi og aðstoðar- maður ráðherra og einbeitti kröftum sínum einkum í þágu þeirra sem ntinna máttu sín. Hins vegar komu hæfileikar hans á sviði lista snemrna í ljós. Hann hafði þá tónlistar- gáfu að geta spilað á svo til hvaða hljóðfæri sem var, auk þess sem hann var góður söng- maður. Þegar sem unglings- pillur var hann farinn að leika fyrir dansi. Síðan var hann meðal stofnenda og félaga í Busabandinu í Menntaskól- anum á Akureyri, þjóðlaga- tríóinu Þremur háum tónum og Eddukórnum. Hann samdi einnig sönglög við Ijóð ým- issa skálda. Arnmundur byrjaði ekki að sinna ritstörfum af alvöru fyrr en hann var kominn á fimm- tugsaldur, enda þótt hann hefði alla tíð skrifað mikið, bæði skáldskap og annan texta. Frá hans hendi komu að honum Iifandi tvær skáld- sögur, Hermann (1989) og Böndin bresta (1990) og tvö leikrit, Blessuð jólin og Mað- ur í mislitum sokkum. Fyrir síðustu jól kom út síðasta saga hans, Almúgamenn. Að 100. sýningunni lokinni héldu leikarar og aðrir að- standendur sýningarinnar upp á áfangann á Hótel fsafírði og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. Ólafur Darri Ólafsson á góðri stundu með Arna Tryggvasyni. 6 MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.