Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.1999, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 09.06.1999, Blaðsíða 10
forstöðumanni Sj ávarútvegsstofnunar Háskóla íslands datt í hug og þar sem bæjarráð samþykkti að bæjarstjóri mætti fara þáði hann boðið með þökkum. Ferðafélagarnir voru: Guð- rún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjáv- Islendingamir íferðinni ásamt tveimur starfsmönnum fiskmarkaðs í Keelung. s arútvegsstofnunar Háskóla Islands. s Olafur Hannibalsson, sagnfræðingur og blaðamaður, Hélene Lauzon mat- vælafræðingur á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Valdimar K. Jónsson, forstöðumaður Verkfræðideildar Há- skóla Islands, Vilhjálmur Guðmunds- son deildarstjóri hjá Útflutningsráði s Islands og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. Taiwan Sendinefnd frá Háskóla íslands með fulltrúum frá ÚtfJutningsráði, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og ísafjarðarbæ fór tif Taiwans fyrir stuttu. Bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, Haifdór Halldórsson rar með í för og segir hér í opnunni frá ferðinni í máli og myndum. Það var 9. maí sl. sem sendinefndin lagði í langt ferðalag, alla leið frá s Islandi til kínverska lýðveldisins Taiwan í boði þarlendra. Bæjarstjóra Isafjarðarbæjar var boðið með í ferð- ina vegna þess að rétt þótti að fá með fulltrúa sjávarútvegsbæjar á Islandi. Sjávarútvegsbæjar sem einnig byggði töluvert á þjónustugreinum tengdum s sjávarútvegi. Isafjarðarbær var fyrsti bærinn sem Guðrúnu Pétursdóttur Fyrsti áfangi var flug frá Keflavík til London 3 klst. Þá tók við 121'2 klst. flug til Singapore þar sem gist var yfir nótt, þegar komið er þangað flýtir maður klukkunni um 8 klst. og er sami tími einnig í Taiwan. Við nýttum tækifærið til að skoða borg- ina sem er heimili 4 milljóna manna. Borgin er stórglæsileg, mikið er af háhýsum og er arkitektúr þeirra athyglisverður. Hvergi sést svo mikið sem eitt sælgætisbréf á götum, hvað þá tyggjóklessur enda er fangelsisvist fyrir að henda slíku frá sér á almannafæri í 3-5 daga. Fyrir þann sem ekki er vanur því að láta horfa stöðugt yfír öxlina á sér er óþægilegt að vita af miklu eftirliti með einstaklingunum. Annað sem undirrituðum fannst ónotalegt er þegar maður fyllir út sérstakt spjald til að afhenda við vegabréfaskoðun þegar komið er inn í landið. Á spjaldið setur maður persónulegar upplýsingar, mest úr vega- bréfrnu og þar stendur stórum rauðum stöfum: „Þeir sem bera með sér fíkniefni til eða frá Singapore verða teknir af lífi.” Ekki það að neinn í hópnum viti eitthvað um slík efni en sú hugsun læðist að manni hvað muni gerast ef einhver laumar fíkniefnum í handfarangur manns, verður skotið fyrst og spurt svo? Spurning hvort Hlynur og félagar í lögreglunni á ísaftrði næðu enn meiri árangri hefðu þeir þessar heimildir. Á öðrum degi var aftur farið í flug og í þetta sinnið 4 klst. frá Singapore tilTaipei höfuðborgarTaiwan. AllaleiðfráLondon flugum við með Singapore Airlines í breiðþotu og verður greinarhöfundur að segja að aldrei áður hefur hann kynnst annarri eins þjónustu og þjónustulund eins og einkennir flug- freyjur félagsins, okkur lá við áfalli þegar við komum aftur í Flugleiðaþotu á heimleið í London og höfðum á tilfinningunni að við værum að þvælast fyrir flugfreyjunum þar og gera þeim lífið leitt, slíkur var samanburðurinn. Sama sagan var með aðkomuna íTaiwan og í Singapore það þurfti að fylla út sams- konar spjald til að afhenda við vegabréfsskoðun nema á því stendur að „dauðarefsingu kunni að verðabeitt,” aðeins mildara en í Singapore. Móttökurnar í Taipei voru frábærar. Gestgjafar voru Dr. Bonnie Sun við Sjávarútvegsháskólann í Taiwan og Mr. Yen aðaleigandi fyrirtækisins Yen Brothers sem er umsvifamikið í innflutningi á fiski. Við fengum ekki að vita hvernig þau skiptu kostnaði en þau gengu þannig frá öllu að ekkert okkar þurfti svo mikið sem að leggja út fyrir leigubíl meðan á dvölinni stóð. Dagskráin í Taiwan var þéttskipuð frá 08:00 á morgnana til kvölds og stundum til miðnættis. Einn daginn byrjuðum við kl. 05:00, daginn sem við flugum til Penghu eyjarogeyjaklas- ans þar í kring vestur af Taiwan. Alltaf var boðið bæði til hádegis- og kvöldverðar og gat hvor málsverður tekið allt upp í 3 klst. með 14 réttum. Við fengum að bragða á mat sem ekkert okkar er vant að láta upp í sig á hverjum degi og í flest- um tilfellum aldrei smakkað áður. Allt var bragðað og eigin- lega allt var gott og áreiðanlega hollt. Matur var svo vel útilát- Götumynd úr yfirgefna þorpinu á eyju í Penghu eyjaklasanum. inn að engin löngun var í nart milli mála eða gosdrykki enda léttist ég um 5 kíló í ferðinni þótt ég stæði alltaf á blístri. Eng- in vandamál varðandi matareitrun komu upp þrátt fyrir að við borðuðum mikið af hráum mat. Okkur var sagt að vestræna fólkið fengi yfirleitt matareitrun þegar það fengi sér að borða á vestrænu veitingastöðunum eins og McDonalds og álíka stöðum íTaiwan. Ekki rannsökuðum við það, heldur héldum okkur við mat innfæddra allan tfmann. Eyjan Taiwan er u.þ.b. 36.000 km2 eða einn þriðji af heild- arflatarmáli Islands. Taiwan liggur um 160 kílómetra sunnan við meginland Kína. Á eyjunni eru há fjöll sem teygja sig upp yfir 4.000 metra og snjóar í þau á vetrum. Taiwan er eitt þétt- býlasta land í heimi sem sjá má af því að ekki er nema hluti landsins byggilegur vegna þess að fjöllin eru urn allt og þarna búa 22 milljónir manna, í höfuðborginni Taipei 3 milljónir. Meðalhiti árið um kring er 23 gráður í Taipei sem er staðsett nyrst á Taiwan. Enn heitara verður eftir því sem sunnar dregur. Taiwan tilheyrir Kínaþótt miklirtilburðirtil sjálfstæðis séu á eyjunni sem hefur eigið þing og forseta. Maður verður fljótt var við að samskiptin þarna á milli eru viðkvæm og virð- ist fátt mega út af bera til að ekki sjóði upp úr. Taiwan hefur verið undir stjórn ýmissa landa. Landið fór til Kína á ný eftir síðari heimsstyrjöld en þá urðu Japanir að látaTaiwan af hendi eftir að hafa verið með yfirráð þar síðan 1895. Fleiri lönd hafa ríkt þarna m.a. Holland en frekar verður ekki talið upp hér. Við nýttum öll tækifæri sem gáfust til að hitta fólk úr sjávar- útvegsgeiranum á Taiwan og gekk það vel. M.a. var haldinn sérstakur fyrirlestradagur í Sjávarútvegsháskólanum þar sem við kynntum ísland og íslensk fyrirtæki. Þar fékk ég tækifæri til að kynna nokkur fyrirtæki sem búa í ísafjarðarbæ. Miklar fiskveiðar eru stundaðar á Taiwan og eru mörg skipin illa út- búin, sumir láta sér nægja að veiða á flekum og hefur eina tæknivæðingin þar verið að nú eru þeir smíðaðir úr skolprörum úr plasti í staðinn fyrir bambus. Taiwanir eiga líka stór og full- komin fiskiskip sem eru á veiðum á fjarlægum miðum. Þarna er líka töluverð fiskvinnsla bæði með bolfisk og skelfisk. Þeir vinna ýmsar afurðir úr fiskinum, í raun með mjög fjölbreyttum hætti. Það er auðsjáanlega þörf fyrir ýmsa tækni þama s.s. tölvuvogir og framleiðslulínur en verkefnið verður, fyrir íslensk fyrirtæki ef þau sjá sér hag í að komast inn á markað þarna, að kynna sig betur og sína framleiðslu. í Asíu eru Danir og aðrar þjóðir búnir að koma sér vel á framfæri og eru t.d. með mikið af vélbúnaði fyrir fiskeldið á Taiwan sem er stór atvinnugrein þar. Okkar fyrirtæki eru með frábæra framleiðslu en þeirra verður að sannfæra Taiwani um ágæti hennar og að það geti fleiri en Danir framleitt góða vöru. Þá er líka mikill fiskinnflutn- ingur til Taiwan því þeir ná ekki að fiska nægilegt magn fyrir þjóðina. Við Islendingar Hytjum til þeirra rnjöl, lýsi, loðnu og grálúðu svo það helsta sé talið. Hugsanlega er markaður fyrir fleiri afurðir þarna s.s. aðrar fisktegundir. Vélbúnaður og fisk- 10 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.