Bæjarins besta - 23.06.1999, Blaðsíða 5
Skoðun
Sundfélagið Vestri
Fékk viðurkenningar
fyrir prúðmennsku
Keppnislið frá Sundfé-
laginu Vestra á ísafirði tók
þátt í ÍA-ESSO sundmót-
inu á Akranesi 4.-6. júní
og varð heimabyggð sinni
til mikils sóma. Þessi ungi
og efnilegi hópur fékk
viðurkenningu bæði sem
prúðasta liðið fyrir mestan
dugnað við að hvetja
félaga sína.
Þetta var fyrsta keppnis-
ferð Inga Þórs Ágústs-
sonar, nýráðins þjálfara
hjá Vestra. Hann er nú
nýkominn aftur heim til
Isafjarðar og Vestrafólk
væntir sín mikils af
honum og störfum hans.
Fjórðungssambandið
Kæru bæjarbúar. Eigum við
ekki að taka höndum saman
og hjálpast að að ganga vel
um bæinn okkar. Maður er
ekki endilega neitt fljótari að
troða sér í gegnum limgerði
eða blómabeð, fyrir utan að
sá sem það gerir, særir aðra
manneskju með því brölti.
Lofum blómakerjum kaup-
manna að vera í friði og þá
verða kerin örugglega fleiri
og skemmtilegri. Ef við þurf-
um að færa til bekkina í garð-
inum á kvöldin, skulum við
bara setja þá í sarna horf áður
en við förum heim. Það er
miklu einfaldara að losa
öskubakkabílsins íruslatunn-
una heima hjá sér, heldur en
að fleygja úr honum á götuna.
Við skulum ekki hafa áhyggj-
ur að því að sópararnir standi
verkefnalausir. Við þurfum
ekki að henda ruslinu á götuna
vegna þess, eða hvolfa úr
rusladöllunum.
Nú skulum við taka hönd-
um saman og hafa bæinn okk-
ar fallegan í allt sumar. Eg er
til í að leggja mitt af mörkum
og ég bið ykkur öll að koma
með mér í þann leik. Hugsum
okkur um áður en við gerum
eitthvað sem eyðileggur eða
skemmir fyrir okkur öllum.
Með sumarkveðju, Asthild-
ur Cesil garðyrkjustjóri.
Fagnar komu Is-
lenskrar miðlunar
Samtök kaupmanna í mið-
bænum hafa um árabil haft
blómakerog lítil borðogstóla
fyrirutan verslanirsínar. Þetta
er fallegt og skemmtilegt fyrir
okkur hin. En það er ótrúlega
oft sem skemmdarvargar fá
eitthvert kikk út úr því að
henda kerunum og slíta upp
blómin. Bekkirnir á Austur-
vclli faraekki varhlutaafþess-
um næturskemmtunum. Þeir
eru á ferð og flugi, og nú í vor
hefur einn bekkurinn alveg
horfið. Hvar á ég að finna fé
til að kaupa nýjan, þar sem
alltaf er verið að skera niður
alla hluti?
FjórðungssambandVest-
firðinga hefur sent frá sér
ályktun þar sem fagnað er
komu Islenskrar miðlunar
til Vestfjarða.
„Fjórðungssamband
Vestfirðinga fagnar komu
Islenskrar miðlunar tilVest-
fjarða með uppsetningu
starfsstöðvar á Patreksfirði,
og vonar að það sé aðeins
upphafið að þróttmiklu
starfi fyrirtækisins og upp-
setningu starfsstöðva víðar
í fjórðungnum.
Þau störf sem við þetta
skapast stuðla að tjölbreytt-
ara atvinnulífi á svæðinu
og staðfesta þann mögu-
Að stytta sér leið
Stendhal
»* A K I S
leika sem felst í tilflulningi
verkefna út á landsbyggð-
ina.
Fjórðungssambandið
skorar á stjórnvöld að fylgja
byggðaáætlun forsætisráð-
herra og stuðla að frekari
verkefnaflutningi í fjar-
vinnslu og öðrum atvinnu-
greinum sem hagkvæmt
þykir.
Sumir ísfirðingar eru ótrú-
lega sporlatir. Þetta sést vel á
vorin þegar maður byrjar að
laga til og hreinsa skrúðgarða
bæjarins. Þá kemur í Ijós að
sumir þurfa að brjóta sér leið
hvar sem er, í gegnum lim-
gerði, blómabeð eða bara h var
sem þeir koma næst að görð-
unum. Maður getur alveg
grenjað af gremju þegar mað-
ur horfir upp á eyðilegging-
una. Þetta eru ekki bara börn
og unglingar. Maður hefur
horft upp á fínar frúr og gamla
menn troða sér gegnum plönt-
urnar. Af h verj u? Er þetta bara
sporleti eða hvað liggur að
baki?
Hugsar þetta fólk aldrei út í
að garðyrkjufólk bæjarins er
að reyna að hafa svæðin
á morgun fimmtudag
frá kl. 11-18
Stórglæsilegir
kaupaukar
Nýr Stendhal bæklingur um
hvernig þú getur heldið þér
unglegri mun lengur!
Líttu við og fáðu prufur
APÓTEK - ÍSAFJARÐAR
Pollgötu 4 - Sími 456 3009
hugguleg, og að endalaus
átroðsla skemmir mjög mikið
fyrir? Plöntur eru skemmdar
eða drepnar og sárin eru lengi
að gróa. Sumir gera í því að
halda sárunum við með því
að troða sér daglega í gegnum
gróðurinn. Til hvers halda
menn að hliðin séu og göngu-
stígarnir í görðunum? Oft tala
einmitt þessar manneskjurum
slæmt ástand.
Eg vildi óska þess að við
gætum Sameinast um að
ganga betur um bæinn okkar,
og að þau svæði sem eru fegr-
uð fái að vera í friði svo það
þurfi ekki að leggja í meiri
kostnað við að viðhalda þeim
en ella, og að þeir peningar,
sem þó eru lagðir í snyrtingu
og fegrun. nýtist sem best.
Ásthildur Cesil
Þórðardóttir, garð-
yrkjustjóri ísafjarðar-
bæjar skrifar
Orkubú Vestfjarða
Stakkanesi 1 * ísafirði • Sími 456 3211
Utboð
Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í
eftirtalin verk:
1. Byggingu á tengibrunni fyrir hitaveitu á
mótum Pollgötu og Skutulsfjarðarbrautar á
ísafirði. Helstu magntöiureru:gröftur50m3,
mótaflötur 95m2 og steypa 17m3. Verklok
eru áætluð 10. ágúst 1999.
2. Háþrýstiþvott og sprunguviðgerðir á
kyndistöð við Hafnargötu í Bolungarvík.
Helstu magntölur eru: háþrýstiþvottur
425m2, sprunguviðgerðir 17Om2, steypu-
viðgerðir 95m2. Verklok eru áætluð 10.
ágúst 1999.
Útboðsgögn verða afhenthjá Orkubúi Vest-
fjarða, Stakkanesi 1, ísafirði. Tilboð verða
opnuð á sama stað föstudaginn 2. júlí
1999, kl. 14:00.
Störfum
verði flýtt
Á aðalfundi Skíðafélags
ísfirðinga sem haldinn var
fyrir skömmu, var samþykkt
að skora á nefnd ísafjarðar-
bæjar um uppbyggingu
skíðasvæðisins á Isafirði að
flýta störfum sfnum eins og
kostur er, - „svo að nýta
megi sumarið og haustið í
nauðsynlegar framkvæmdir
fyrir næsta vetur“.
Námskeið
fyrir starfs-
fólk í ferða-
þjónustu
Á Jónsmessunni verður á
Hótel Isafirði haldið þjón-
ustunámskeið fyrir starfs-
fólk í ferðaþjónustu og
skyldum greinum. Að nám-
skeiðinu standa Ferðamála-
ráð Islands, Fræðsluráð
hótel- og matvælagreina og
Samtök ferðaþjónustunnar.
Það sem einkum verður
fjallað um eru markmið,
einkenni og gæði þjónust-
unnar og framkoma og
viðmót starfsfólks.
Nánari upplýsingar fást
hjá framangreindum aðilum.
Nauðsynlegt er að skrá þátt-
töku fyrirfram. Dorothee
Lubecki, ferðamálafulltrúi
Vestfjarða, hvetur alla þá
sem annast þjónustu við
ferðamenn að senda starfs-
fólk sitt á þetta námskeið og
þá sem starfa sjálfstætt að
koma.
Notkun
refagrenja
rannsökuð
I síðustu viku hófust að
nýju rannsóknir á refum á
Hornströndum en verkið var
hafið á síðasta ári á vegum
Líffræðistofnunar Háskóla
Islands og Náttúrustofu
Vestfjarða. I ár koma ftmm
manns að rannsóknunum og
er áætlað að þær taki þrjár
vikur.
I sumar verður m.a. könn-
uð notkun þeirra grenja sem
þegar eru þekkt og ný greni
staðsett með GPS tækni.
Fjöldi dýra á hverju greni
verður metinn og öll dýr
sem nást verða eyrnamerkt.
Sjáist til merktra dýra, verð-
ur staðsetning þeirra skráð
sérstaklega og kannað hvort
þau séu með greni og þá
hvar, með tilliti til fjarlægð-
ar frá fæðingargreni þeirra.
Þá verða fæðuleifar á
grenjum greindar til tegunda
auk þess sem saursýnum
verður safnað til greiningar.
Á þann hátt verður hægt að
meta fjölda, útbreiðslu og
fæðuval refa á svæðinu frá
Hesteyri að Látravík.
Yfirmenn rannsóknanna
eru þeir dr. Páll Hersteinsson
og dr. Þorleifur Eiríksson.
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 5