Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.06.1999, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 23.06.1999, Blaðsíða 12
Bæjarins besta Á VíSTfJÖRBUM Stofnað 14. nóvember 1984* Sími 456 4560 *Fax 456 4564 • Netfang: bb@snerpa.is • Verð kr. 20D m/vsk MIKIÐ ÚRVAL AF SARNAGÖLLUM! v£stur AÐALSTRÆTI 27 irÝspart ' SÍMI 456 3602 Go/fmót Fór holu 1 hoggi J.Ó.D.-mótið í golfi fór fram á Tungudalsvelli á sunnudag. Rúmlegaþrjá- tíu keppendur tóku þátt í mótinu sem styrkt er af systkinunum Jóhanni, Ómari og Dýrfinnu Torfabörnum. Á mótinu gerðist það sem gerist ekki oft á golf- mótum að einn keppandi fór holu í höggi. Það var Gunnar Pétur Ólason, sem afrekaði þetta á 7. braut og hlaut hann að launum utanlandsferð fyrirtvo með Flugleiðum. Á mótinu voru leiknar 18 holur með og án for- gjafar. Með forgjöf sigr- aði Ingi Magnfreðsson á 68 höggum, annar varð Finnur Magnússon, einn- ig á 68 höggum og þriðji varð Haukur Eirfksson á 69 höggum. Ingi sigraði einnig án forgjafar á 85 höggum, Haukur varð annar á 88 höggum og Birgir Karlsson frá Golf- klúbbnum Glámu varð þriðji á 92 höggum. Go/fmót Karl og Kristján sigruðu Karl F. Gunnarsson og Kristján Helgason, báðir frá Bolungarvík, sigruðu á Bjarnabúðarmótinu í golfi sem fram fór á golf- velli Bolvíkinga á laugar- dag. Á mótinu voru leiknar 18 holur með forgjöf í tveimur flokkunr. Karl sigraði í A-flokki, annar varð Hjalti Nílsen, frá Reykjavík og Birgir Valdimarsson frá Isafirði varð þriðji. í B-flokki sigraði Kristján, annar varð Sigurður Dagbjarts- son, Isafirði og þriðji varð Ragnar Sæbjörnsson. , 1 iii tl Ji^ ;,i I m i | Si ■ f ,,r_1—nn—;—^—I—'in—I—itrö*—al r ITLlí.io"L'_nnjTTI r rcmrcOTPcn rtmrcwFBin Liðsmenn Grœna hersins tóku œrlega til hendinni á lóðinni við hliðina á Stjórnsýsluhúsinu á Isafirði á laugardag. Græni herinn tók ti/ hendinni á Vestfjörðum Ræktar og fegrar byggðir og ból með samstilltu átaki Græni herinn, sjálfboða- liðaher sem stofnaður var af Stuðmönnum með það að leiðarljósi að taka ærlega til hendinni um gjörvallt Island og hafa gaman af því um leið var á ferð um Vestfirði um síðustu helgi. Á föstudag var herinn á ferð á Patreksfirði og laugar- dag var komið að ísafirði, þar sem herinn tók til hend- inni á lóðinni við hliðina á Stjórnsýsluhúsinu. Markmið Græna hersins er að sam- eina krafta áhugasamra sjálfboðaliða til að rækta og fegra byggðir og ból með samstilltu átaki og tekur hvert byggðarlag sem herinn sækir heim sinn „gesta- sprett" þar sem liðsmenn Græna hersins einbeita sér að gróðursetningu, hreinsun og málun. Dagskráin á Isafirði hófst með her- kvaðningu, en þá mættu hermenn Græna hersins með súpu og brauð áður en hald- ið var til vinnu. Síðan voru framkvæmdar léttar Múllersæfingar undir stjórn Jakobs Frímanns Magnússonar, hershöfðingja og því næst hafíð verk við gróðursetningu. Að henni lokinni þáðu sjálfboðaliðar grillmat frá hernum. Um kvöldið var hermönnunum síðan boðið á Stuðmanna- ball sent haldið var í Félags- heimilinu í Hnífsdal. Fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í starfi hersins á Isafirði og voru margir þeirra orðnir nokkuð þreyttir eftir gott dagsverk. Þeir létu sig samt ekki vanta á ballið. Áiyktanir Fjóröungssambands Vestfirðinga Lýst yfír þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála Fjórðungssamband Vest- firðinga lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu at- vinnumála í kjölfar rekstrar- stöðvunar sjávarútvegsfyrir- tækja í fjórðungnum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á stjórnarfundi sambandsins sem haldinn var 18. júní sl. „Fjórðungssambandið und- irstrikar þá ábyrgð sem hvílir á stjórnvöldum, sveitarfélög- um og verkalýðshreyfingunni þegar hátt í þrjú hundruð manns missa atvinnuna. Nauðsynlegt er að mynda stöðugleika í atvinnulífinu sem fólk getur treyst á. Slíkt er forsenda áframhaldandi uppbyggingarstarfs í fjórð- ungnum. Nýsköpun í atvinnu- lífi, menntun og menning verða aldrei þróttmikil ef að undirstöðurnareru ekki traust- ar," segir m.a. í ályktun Fjórð- ungssambandsins. Fjórðungssambandið sendi einnig frá sér ályktun vegna vegaframkvæmda yfir Vatna- heiði. Þar segir: „Fjórðungs- sambandVestfirðinga lýsiryf- ir stuðningi við væntanlegar vegaframkvæmdir yfir Vatna- heiði á Snæfellsnesi. Flóabát- urinn Baldur er einn af þjóð- vegum Vestfjarða til þéttbýl- isins. ÞaðerþvíVestfirðingum jafnt og Snæfellingum mjög mikilvægt að öruggar sam- göngur séu til og frá Snæ- fellsnesi, en vegarstæðið um Kerlingarskarð uppfyllir ekki þærkröfur. Forsenda breyttrar kjördæmaskipunareru örugg- ar heils árs samgöngur innan hvers kjördæmis, og veglagn- ing um Vatnaheiði er ein af þeim sem þarf að ráðast í.” OPIÐ ki. 09-23 Laugardaga og sunuudaga kl. 10-23 BEjftnisbíiAl m—M—fedfoiiákdiiia OPIÐ: Virka daga kl. 09 - 21 Laugardaga kl. 10 -18 AUSTURVECiI 2 • SIMI 456 5460 Þrjggra maoaða s érfargjöld til Gdaosk og Varsjár ŒSI^Ikn Árnagata 3 • ísafirði • Sími 456 5500 SÓLPALLAEFNI, INNVEGGJAEFN/ OG plastparket á wijög hagstæðu VERÐI! LÁTIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐI

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.