Bæjarins besta - 23.06.1999, Blaðsíða 3
Ósvör
Heimsótt
P r • r
fra sjo
Rúmlega 90 erlendir
ferðamenn af skemmti-
ferðaskipinu Explorer
skoðuðu Ósvör við Bol-
ungarvík síðdegis á mánu-
dag.
I stað þess að þeir kæmu
með rútu frá Isafirði var
skipinu siglt til Bolungar-
víkur og farþegarni r fl uttir
ágúmmíbátum frá skipinu
og land tekið í Ósvör.
Þetta mun vera í fyrsta
skipti frá því minjasafnið
í Ósvör tók til starfa sem
gestir hafa heimsótl það
frá sjó.
Geir Guðntundsson
safnvörðurtók á móti fólk-
inu íklæddur skinnklæð-
um að venju og flutti fróð-
leik um líf og starf manna
í Ósvör frá árabátaöld.
Vestfirðir
Sjóstanga-
veiðimót
SJÓÍS
Aðalmót Sjóstanga-
veiðifélags Isfirðinga
verður haldið föstudaginn
2. júlí og laugardaginn 3.
júlí nk. Mótið er eitt átta
móta íslandsmótsins í sjó-
stangaveiði en þau eru
haldin á jafn mörgunt
stöðum á landinu frá maí
til ágúst ár hvert.
Róið verður frá Bolung-
arvík á bátum frá Isafirði
og Bolungarvík. Látið er
úr höfn kl. 06 báða dagana
og er veiðitíminn 7-8 tíma
hvorn dag. Mótsetning er
íFinnabæ l.júlíkl. 20:30.
A síðasta ári tóku á
fjórða tug keppenda þátt í
mótinu. Skráning í mótið
og nánari upplýsingar eru
hjá Þóri Sveinssyni í síma
436 3298, Sigrúnu Bald-
ursdóttur í síma 456 4044
og hjá Ragnheiði Jóns-
dóttur í síma 456 7142.
Skráning verður að liggja
fyrir í síðasta lagi kl. 17
laugardaginn 27. júní.
Þingeyri.
Féiagsmáiaráðherra gerð grein fyrir vanda hátt
í200 fiskvinnsiustarfsmanna ,,Rauða hersins"
Hafa ekki fengið
laun í sex vikur
Fulltrúar bæjarráða ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur og Vest-
urbyggðar funduðu á mánudag með ráðuneytisstjóra félags-
málaráðuneytisins um þá stöðu sem komin er upp hjá rúmlega
190 starfsmönnum „Rauða hersins" þ.e. Rauðsíðu á Þingeyri,
Rauðfelds á Bíldudal og Bolfísks í Bolungarvík, en þeir hafa
ekki fengið greidd laun í sex vikur.
Fulltrúarbæjarráðannamunu hafalagt til við ráðuneytisstjóra
að erlendu starfsfólki fyrirtækjanna yrði gert kleift að vera
lengur hér á landi í þeirri von að rekstur fyrirtækjanna komist
í gang á ný. Ráðuneytisstjórinn mun hafa tekið vel í erindið og
var gert ráð fyrir að hann skýrði félagsmálaráðherra frá stöðu
mála í gær. Starfsfólkinu hefur verið boðin vinna annars
staðar á landinu en því hefur verið tjáð að ekki sé ráðlegt að
segja upp störfum því þá tapaði það réttindum sínum. Þá var
þess farið á leit við ráðuneytið að það veitti starfsfólkinu
einhverja fyrirgreiðslu svo það gæti lifað sómasamlegu líft.
Síðastliðinn sunnudag fór fram óformlegur fundur með
bæjarstjórnum ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar þar sem
ákveðið var að bæjarfélögin ynnu saman að lausn málsins. Á
mánudag var síðan fundað með bæjarstjórn Bolungarvíkur,
Alþýðusambandi Vestfjarða og Vinnumálaskrifstofu félags-
málaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur
verið leitað til nokkurra fyrirtækja og einstaklinga, bæði í
sveitarfélögunum og víðar með hugsanlega innkomu að rekstri
fyrirtækjanna. Ekkert hefur verið gefið upp við hvaða aðila
hefur verið rætt.
Eins og kont fram í fréttum í síðustu viku hafnaði stjórn
Byggðastofnunar beiðni Rauðsíðu um 100 milljóna króna lán
þar sem forstjóri stofnunarinnar taldi fyrirtækið ekki uppfylla
þau skilyrði sem sett voru fyrir lánveitingunni. Stjórn Rauðsíðu
fundaði um málið um síðustu helgi. I gær hafði stjórnin ekkert
látið uppi um hvert framhald málsins yrði. Ketill Helgason,
framkvæmdastjóri mun þó hafa látið að því liggja að hugsanlegt
væri að send yrði inn ný lánsumsókn og þá beint til stjórnar
Byggðastofnunar. Hann mun hafa verið óánægður með vinnu-
brögð forstjóra og starfsmanna stofnunarinnar.
Amar G. Hinriksson hdl.
Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími: 456 4144 *<fax: 456 4243
F asteignaviðskipti
Eftirtaldar eignir eru einungis sýnishorn úr sölu-
skrá okkar, leytið nánari upplýsinga á skrifstofu.
ISAFJÖRÐUR
Adalstræti 13: Efri hæð í tvíbýlis-
húsi ásamt hálfum kjallara og tvö-
földum bílskúr.
Hjallavegur I: I83m2 einbýlishús
með innbyggðum bílskúr. Verðlauna-
garður. Laust fljótlega.
Heiðarbraut 12: Rúmlega 220m2
tvílyft einbýlishús ásamt bílskúr. Geta
verið tvær íbúðir. Laust fljótl. Verð
kr. I 1.500.000,- Skipti á minni eign
koma til greina.
Kirkjubær: Lítið einbýlishús. Laust.
Mánagata 6: Efri hæð I55m2 5-6
herbergja. Laus fljótlega.
Mjallargata 6, norðurendi: Lítil 3-
4 herb. íbúð ásamt tvöföldum bílskúr.
Laus fljótlega.
Pólgata 4: 5 herbergja íbúð á 3.
hæð. Verð: 3.600.000,-
Stakkanes 6: Rúmlega I40m2
raðhús ásamt bílskúr og sólstofu.
Verð I 1.500.000,-
Stórholt II: 3ja herbergja íbúð á
3. hæð fyrir miðju. Laus.
Verð: 4.300.000,-
Stórholt 13:4ra herb. íbúð á 2. hæð
ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eign
eða jafnvel bíl koma til greina. Ibúðin
er laus. Verð kr. 7.800.000
Strandgata 5: Hnífsdal, 2ja herb.
íbúð 65 m2 á 2. hæð í sambýlishúsi.
íbúðin er laus. Verð kr. 1.000.000
Seljalandsvegur 22: Rúmlega 130 m2 einbýlishús, nýstandsett
að utan og innan. Verð 10.500.000,-
Urðavegur 24: 240m2 raðhús með bílskúr. Verð: 7.000.000,-
bílskúr. Völusteinsstræti 3: Einbýlishús
ásamt bílskúr.
Hlíðarvegur 14: Einbýlishús, kjallari, hæð og óinnréttað ris. Grunnflötur
ca. 90m2 Húsið er nýuppgert að mestu. Verð kr. 10.400.000.-
BOLUNGARVIK
Aðalstræti 18: Tvílyft einb.hús,
rúmlega 200m2 ásamt bílskúr.
Verð 3.300.000,-
Hafnargata 7: Efri hæð í tvíbýlis-
húsi.
Verð: 2.800.000,-
Höfðastígur 6: Rúmlega 170m2 íbúð
á efri hæð og séríbúð í kjallara. Selst
sitt í hvoru lagi.
Þuríðarbraut 9: Rúmlega I20m2
einbýlishús úr timbri ásamt mjög
stórum bílskúr (hátt til lofts). Húsið
getur verið laust fljótlega. Hagstæð
greiðslukjör - engin útborgun.
Búðarkantur 2: Rúmlega 200m2
stálgrindarhús.
Holtabrún 5: Ca. I40m2 einbýlis-
hús ásamt bílskúr.
Stigahlíð 2 og 4: 2ja og 3ja herb.
íbúðir. Verð: 1,5 til 3 milljónir.
Traðarland 10: Einbýlishús ásamt
bílskúr. Verð: 7,2 milljónir.
Vitastígur 9: 2 x 75m2 parhús.
Nýuppgert og mjög vandað.
Völusteinsstræti 28: I50m2 ein-
býlishús á tveimur hæðum ásamt
PATREKSFJORÐUR
Hjallar 10: Stórt einbýlishús - laust.
Verð: 3.600.000,-
FLATEYRI
Hjallavegur 14 og 16: Lítil raðhús
á einni hæð.
Hjallavegur 18: Efri og neðri hæð í
tvíbýlishúsi.
Hjallavegur 20: Efri hæð í tvíbýlis-
húsi
Góð áhvílandi lán fylgja öllum
eignunum á Flateyri.
WEnsntt
Hjallavegur 9: Neðri hæð. Laust.
Sætún 6: Raðhús. Laust.
Hlíðarvegur 10: Efri hæð í tvíbýlis-
húsi. Góð áhvílandi lán.
Hjallavegur II: Einbýlishús, 160-
170m2, illa farið. Verð kr. 2 millj., allt
áhvílandi.
Vikan
framundan
Miðvikudagur 23. júní
Þennan dag árið 1977 var
þjóðveldisbærinn í Þjórsár-
dal formlega opnaður, Hann
var reistur í tilefni 1100 ára
byggðar á Islandi og var tek-
ið mið af rústum bæjarins á
Stöng.
Fimmtudagur 24. júní
Þennan dag árið 1988 var
vatnsrennibraut tekin í notk-
un í Laugardalslaug. Stuttu
frá eða í Laugardalshöll hélt
kanadíski söngvarinn og
ljóðskáldið Leonard Cohen
tónleika sem voru þéttsetnir.
Föstudagur 25. júní
Þennan dag árið 1990 komu
Elísabet Englandsdrottning
og Filippus maður hennar í
þriggja daga opinbera heim-
sókn til Islands.
Laugardagur 26. júní
Þennan dag árið 1992 var
síðasta brennivfnsflaskan
framleidd hjá Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins, en sú
fyrsta var framleidd 1. febr-
úar 1935. Báðar flöskurnar
voru afhentar Þjóðminja-
safninu til varðveislu. Fram-
leiðslutæki og uppskriftir
voru seldar einkaaðilum.
Sunnudagur 27. júní
Þennan dag árið 1990 hélt
Bob Dylan, hinn þekkti
bandaríski söngvari og laga-
höfundur, tónleika í Laugar-
dalshöll í tengslum við
Listahátíð.
Mánudagur 28. júní
Þennan dag árið 1977 var
stór stafur aftur tekinn upp í
þjóðaheitum og nöfnum á
íbúum landa og landshluta
þegar menntamálaráðuneyt-
ið gaf út auglýsingu um
breytingar á þriggja ára
gömlum reglum um íslenska
stafsetningu.
Þriðjudagur 29. júní
Þennan dag árið 1980 var
Vigdís Finnbogadóttir, 50
ára leikhússtjóri, kjörin for-
seti íslands. Hún hlaut 34%
atkvæða, Guðlaugur Þor-
valdsson 32%, Albert Guð-
mundsson 20% og Pétur J.
Thorsteinsson 14%. Vigdís
var fyrsta konan í heiminum
sem kosin var þjóðhöfðingi í
lýðræðislegum kosningum.
Auglýsingar
og áskrift
sími
MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1999 3