Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.06.1999, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 30.06.1999, Qupperneq 2
Útgefandi: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísaflörður Halldór Sveinbjörnsson ■b 456 4560 Ritstjóri: O 456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson Hetfang prentsmiðju: Blaðamaður: hprent@snerpa.is Hlynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjómar: http ://ww. snerpa. is/bh hh@snerpa.is Bæjarlns besta er í samtökum bæjar- og héraðs- fréttablaða. Eftirprentun, hljóðritnn, notkun ljósmynda og annars efnls er óheimil nema helmllda sé getlð. Ekki benda á mig! Sjaldan er ein báran stök. Starfsfólk „Rauða hersins” hefur ekki fengið laun sín greidd svo vikum skiptir. Það virðist ekki nóg. Fókið, sem það eitt hefur til saka unnið að missa atvinnuna og fá ekki laun sín greidd, er orðið bitbein félagsmálaráðuney tisins og ráðamanna í héraði. Þessi kaldranalegi veruleiki liggur á borðinu. Og það þótt beggja megin þess keppist fylkingarnar við að gefa viljayfirlýsingar að um gera þurfi allt sem hægt er fyrir þolendur í málinu, innlenda sem erlenda. Af fréttum má þó ráða að verkalýðshreyfíngin brást vel og drengilega við með því að greiða götu fólksins tjárhagslega í einhverjum mæli. Það liðsinni getur þó aldrei orðið annað en aðstoð á neyðarstundu. Það er annarra að leysa málið til frambúðar. Fólk, sem á ekki til hnífs eða skeiðar, nærist ekki á pexi um hverjum beri lagaleg skylda til að aðstoða það; að þetta og hitt hefði verið gert ef aðrir ættu hlut að máli; að þessi eða hinn hafi ekki kynnt sér málin og viti ekki hvað hann er að segja. Nei, þetta fólk þarf á allt öðru að halda en innihaldslausu karpi um keisarans skegg. Og þetta blessað fólk skiptir heldur engu hvort einhver telur sig þekkja þennan eða hinn rétt og þar með sé björninn unninn! Fyrirtækin, sem ganga undir nafninu „Rauði herinn” hafa fengið greiðslustöðvun til 3ja vikna. Vandséð er að sá tími breyti einhverju um stöðu þeirra. Líklegra er að niðurstaðan verði hin sama að þeim tíma liðnum og nú blasir við. Á meðan sitja félagsmálaráðuneytið og vinnumálastofnun föst í flækjum laga, sem virðast til annars ætluð en gagnast atvinnulausu fólki. Hand- járnaður í bak og fyrir beinir félagsmálaráðherra síð- an spjótum sínum að Vestfirðingum, sem hann segir hafa haldið þessu umrædda fólki í spennitreyju í fyrirtækjum, sem hvorki lifa né deyja, þannig að hann kemst hvergi að með alla aðstoðina sína! Og meðan sandurinn rennur úr 3ja vikna stunda- glasinu leggja bæjaryfirvöld ofuráherslu á, að á Þing- eyri verði unninn fiskur áfram og sjá það eitt sem grundvöll þess að hjól atvinnulífsins fari að snúast af fullum krafti að nýju. Þessum sömu yfirvöldum eru þó allar bjargir bannaðar með að ræða við nýja aðila um aðkomu að málinu. Ekki er heldur ljóst hvaðan allur þessi fiskur á að korna. Þrjár vikur eru skammur tími í orlofi á sólarströnd. Þrjár vikur eru langur tími fyrir fólkið á Þingeyri, sem með hendur í skauti bíður þess eins að örlög þess verði ráðin. _ s h ODÐ VIKUNNAD Morgunsár Þekktasta ljóðabók Jónasar Svafár heitir „Það blæðir úr morgunsárinu“. Þetta er orðaleikur hjá Jónasi, enda er kemur ekkert sár við sögu þegar talað er um t.d. að leggja af stað í morgunsárið. Síðari hluti orðsins er ár í merkingunni snemma, sbr. árla, árdegis, árrisull, árbítur (morgunverður) eða árgali (fugl sem galar snemraa, þ.e. hani). Morguns-ár merkir einfaldlega snemma morguns. ÍSAFJARÐARBÆR ÍBÚAR Á SUÐUREYRI Bað- og búningsklefar við sundlaugina verða formlega teknir í notkun með stuttri athöfn föstudaginn 2. júlí nk. kl. 16:30. Að lokinni þeirri athöfn verða Vest- fjarðavíkingarmeðsýninguílauginni. IEftir það verður frítt í sund til kl. 21. Bæjarstjóri ísafjarðarbœjar. Staöbundnar upplýsingar inn á hvert heimili SkjáVarp hefur útsendingar á ísafirði á UHF29 Minnismerki Sigvalda Ka/dalóns Herþyrlan sneri við Chinook-þyrla bandaríska hersins lagði síðdegis á mánu- dag af stað frá Reykjavík áleiðis vestur í Kaldalón við Isafjarðardjúp með minnis- merki um Sigvalda Kaldalóns tónskáld. Vegna bilunar varð ferðin ekki lengri en upp í Melasveit. Þar var minnismerkið skilið eftir en þyrlan sneri til baka. Til stóð að halda flutningnum áfram í gær en fyrir hádegi var tilkynnt að Bandaríkja- mennirnir, sem voru hér á landi við heræfingar, væru að pakka saman og halda heim. Minnisvarðinn yrði því fluttur vestur með öðrum hætti. Minnisvarði Sigvalda er öllu þyngri en tónlist hans. Um að ræða tæplega sjö tonna bjarg, tilhöggvið af Páli myndhöggvara á Húsafelli. Sigvaldi Stefánsson Kalda- lóns (1881-1946) var héraðs- læknir í Nauteyrarlæknishér- aði frá 1910 til 1922. Hann bjó í Ármúla innanvert við Kaldalón og tók þá að kenna sig við þann stað, sem var honum mjög kær og upp- spretta margra af bestu söng- lögum hans. Minnisvarðanum er ætlaður staður á Seleyri við Kaldalón en þar staldraði Sigvaldi oft við á gönguferðum sínum að sækja sér innblástur í Lóninu. Vegagerðin hefur útbúið sæti fyrir minnismerkið og bfla- stæði skammt frá. Á föstudag hefst uppsetn- ing á útsendingarbúnaði fyrir SkjáVarp á Isafirði. Sendir SkjáVarps verður staðsettur á Arnarnesi og verður útsendingartíðnin UHF 29. SkjáVarpið er staðbundinn upplýsingamiðill, sjónvarps- rás, sem dreift er í gegnum venjulegt sjónvarpstæki inn á heimili, fyrirtæki og opin- bera staði. í frétt frá að- standendum SkjáVarpsins segir að „ staðbundið, þýði að SkjáVarpið verði sniðið sérstaklega að hverju byggð- arlagi fyrir sig og að það muni miðla upplýsingum sem taldar eru eiga erindi til íbúanna og annarra sem þar dvelja. Hægt verður að fylgjast með SkjáVarpi á öllum heimilum á fsafírði, auk þess sem settir verða upp SkjáVarps skjáir í fyrirtækj- um og stofnunum víðsvegar um bæinn. ísafjörður er fjórði staðurinn sem SkjáVarp hefur starfsemi sfna á, en áformað er að hefja starfsemi á 25 stöðum á landinu fyrir haustið. Bakki hf. Þorbjörn selur 40% eignarhlut Þorbjörn hf. í Grindavík seldi á mánudag 39,76% eignarhlut sinn í Bakka hf. í Bolungarvík. Kaupand- inn var Nasco ehf„ sem átti fyrir 60,24% hlutafjár í Bakka hf. Nasco ehf., er því orðið eigandi alls hluta- fjár í Bakka hf. I fréttatilkynningu frá Bakka hf. (sem fyrirtækið sá reyndar ekki ástæðu til að senda þessu blaði) kem- ur fram að unnið sé að stækkun rækjuverksmiðju fyrirtækisins úr þremur vélum í sex, og er gert ráð fyrir að í ágúst nk. verði mánaðarleg afköst verk- smiðjunnar orðin 220 tonn. Gert er ráð fyrir að hag- kvæmni verksmiðjunnar muni aukast verulega við þessar breytingar. ísafjörður Börn í sjálfheldu Þrjú lítil börn sem voru í fjallgöngu í Kubbanum of- an við Holtahverfið á fsa- firði í fyrradag lentu í sjálf- heldu uppi í klettum og komust hvergi. Lögreglan leitaði til björgunarsveitarmanna á fsafirði og fóru reyndirklif- urmenn í Kubbann og náðu börnunum. Þeim varð þetta ævintýri ekki að meini. Rauði herinn fékk greiðsiustöðvun Pattstaða í ófyrirsjáanlegan tíma Greiðslustöðvun sú sem fyrirtæki Rauða hersins svo- nefnda á Vestfjörðum fengu í síðustu viku er að líkindum versti kosturinn fyrir flesta starfsmenn þeirra, sem hafa ekki fengið greidd laun hátt á annan mánuð. Á meðan eru þeir í pattstöðu og fá hvorki laun né atvinnuley sisbætur og auk þess er framtíðin í full- kominni óvissu. Greiðslu- stöðvunin var veitl í þrjár vik- ur eða til 13. júlí en síðan er vissulega mögulegt að hún verði framlengd um lengri eða skemmri tíma. Agnar Ebenesersson, stjórnarformaður og annar af stærstu hluthöfum íRauðsíðu, sagði sig úr stjórninni í síð- ustu viku vegna þeirrar ákvörðunar meirihluta stjórn- ar, þeirra Ketils Helgasonar og Eyþórs Haraldssonar, að óska eftir greiðslustöðvun. I stað Agnars var Guðmundur Franklín verðbréfamiðlari í New York kjörinn í stjórnina en Eyþór Haraldsson tók við stjórnarformennsku. Úrskurðurinn var kveðinn upp sl. fimmtudag, sama dag og fram átti að fara endanlegt uppboð á húseign Rauðham- ars á Tálknafirði. Hann hefur það í för með sér, að ekkert verður af uppboðinu á meðan greiðslustöðvun stendur. Lögmenn hafa verið ráðnir til að leita leiða til þess að koma fyrirtækjum Rauða hersins í gang á ný. Á meðan telur félagsmálaráðuneytið sig ekki geta gert neitt í mál- efnum starfsfólksins, sem er að miklum hluta Pólverjar, heldur vísar í staðinn á sveitar- félögin. Atvinnuleyfi Pólverj- anna hér á landi er aftur á móti gefið út af ráðuneytinu. Sjóður tii minningar um Margréti Leósdóttur Stofnaður á 85 ára afmælinu Stofnaður hefur verið sjóður til minningar um Margréti Leósdóttur, Hafn- arstræti 7 á Isafirði, en hún andaðist 11. ágúst á síðasta ári. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun starfandi hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða við Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði. Þeim tilgangi skal m.a. náð með beinum styrkj- um til endurmenntunar, námskeiðahaldi og kaupum á fræðsluefni og tækjum. Sjóðurinn var stofnaður við hátíðlega athöfn á FSÍ á þriðjudaginn í síðustu viku, þann 22. júní, en þá hefði Margrét heitin orðið 85 ára. Stofnandi sjóðsins er eftirlifandi eiginmaður Margrétar, Jóhann Júlíus- son, og leggur hann fram kr. 500.000 sem stofnfé. Tekjur sjóðsins til framtíðar verða gjafafé, frjáls framlög, and- virði minningarspjalda, vaxtatekjur og aðrar tekjur sem stjórn sjóðsins aflar. Stjórn Minningarsjóðs Margrétar Leósdóttur skulu skipa þrír menn, einn tilnetndur af ættingjum Mar- grétar Leósdóttur og tveir tilnefndir af stjórn Heil- brigðisstofnunar ísafjarðar- bæjar. Skal annar þeirra vera starfandi læknir við Fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafirði og hinn starfandi hjúkrunar- fræðingur eða sjúkraliði við sjúkrahúsið. 2 MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1999

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.