Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.06.1999, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 30.06.1999, Blaðsíða 6
Arnfinnur Jónsson og Valur Richter voru í vor ráðnir til refaveiða á vegum ísafjarðarbæjar í sumar. Svæðið sem þeir fara um er mjög víð- lent, nær frá Alftafirði við Djúp og allt yfir í Arnarfjörð og mikið fjalllendi um að fara. Þeir eru báðir þrautreyndar refaskyttur og einkum gjörkunnugir refaslóðum í Arnarfirði og Dýra- firði. Tíðarfarið í vor hefur verið afleitt. Mörg þekkt greni voru undir fönn og þess vegna hefur tófan gert sér mörg ný að þessu sinni. Samt voru þeir félagar komnir með yfir áttatíu unnin dýr um síðustu helgi. Refaskyttur ísafjarðarbœjar, Vahtr Richter og Arnfinnur Jóttsson. Þeir voru að vakna og ferð- búast síðdegis á sunnudaginn þegar BB spjallaði við Val Richter um veiðarnar. Nóttin er helsti veiðitíminn en þó liggja þeir stundum sólar- hringum saman á grenjum. „Við byrjuðum í vor að verja kringum æðarvörpin og síðan höfum við verið að leita og vinna greni. Tíðin hefur verið alveg óvenjulega slæm. Þetta er versta sumar hér um slóðir síðan 1983, bæði rigninga- samt og mjög kalt. Það snjóaði meir að segja á okkur í nótt úti í Svalvogum“, sagði Valur. ÞeirArnfinnur og Valur hala unnið mjög lengi saman við refaveiðar. Frá 1988 voru þeir á hverju sumri ráðnir til grenjavinnslu í Arnarfírði og Dýrafirði, lengi framan af á vegum Þingeyrarhrepps en undir lokið hjá hinum sam- einaða ísafjarðarbæ, eða allt þar til í hitteðfyrra. Á síðasta ári samdist ekki og þá voru þeirfélagarfjarri góðu gamni. „Þá voru aðeins unnin 27 dýr allt sumarið á öllu þessu svæði“, segir Valur. „I hitteð- fyrra vorum við með Arnar- fjörð og Dýrafjörð og þá unn- um við 138 dýr en í fyrra var skilað inn 27 dýrum af öllu svæðinu. Núna erum við komnir með 82 frá því að við fórum af stað í byrjun þessa mánaðar.“ Grenin á kafi í snjú Fram að þessu hafa þeir mest verið á ferðinni á suður- hluta svæðisins. „Við höfum ekki enn komist um allt svæð- ið en erum nú að fara að færa okkur norður á bóginn eftir því sem snjórinn hörfar. Snjór hefur verið svo mikill á fjöll- um að það hefur gengið mjög illa að finna grenin. Tófan er mikið í nýjum grenjum. Hún hefur hreinlega ekki komist í þau gömlu vegna þess að þau hafa verið á kafi í snjó.“ Valur segir að hlutfall yrðlinga sé óvenjulítið. „f áreróvenjulega mikið af geldlæðum. Ég býst við að það hafi drepist mikið undan tófunni í kuldatíðinni. Það er mjög mikið af fullorðn- um dýrum og geldum dýrum en hlutfallið af læðum og steggjum er líkt og venju- lega.“ „Skrifstofumennirnir" - Það kom fram í dagblaði fyrir nokkru, að ekki þyrfti lengur að skila inn skottum. Er það rétt? „Nei, það er alrangt. Þetta kom fram í DV og þar var talað um að búið væri að gera refaveiðar að skrifstofustarfi. Ef viðArnfinnurteljumst vera skrifstofumenn, þá finnst mér sú skrifstofa leka heldur mikið og vera nokkuð köld! Jú. við verðum að skila inn öllum skottum. Við höfum lent í öllum veðrum í þessari „skrif- stofuvinnu" okkar. Við erum búnir að lenda í snjókomu og slyddu, þoku og brjáluðu veðri. Fyrir utan daginn í dag höfum við aðeins einu sinni fengið sólskin. Það var á sjó- mannadaginn. Að öðru leyti hefur yfirleitt verið rigning og kuldi allan tímann, al veg niður í frostmark." Á meðan veiðitíminn stend- ur eru þessir menn að alla daga, virka jafnt sem helga, og reyndar nætur öllu frekar en daga. „Við erum að eins lengi og við þurfum. Lengst höfum við legið á greni í fjóra sólarhringa samfleytt. Við fáum okkur nú blund á milli." Þeir eru ekki með tjald. „Við erum í góðum göllum en það kólnar nú helvíti á okkur stundum.“ „Tale“ við tófurnar á þnirra máli Refaskytturnar nota aðal- lega sérsmíðaða riffla, mjög öfluga og með sjónauka. Einnig kemur þó fyrir að grip- ið sé til haglabyssunnar. Þeir félagar nota engin hjálpartæki við veiðarnar önnur en byss- urnar - og gaggið, ekki má gleyma því. Þeir geta gaggað eins og tófur, en það er rey ndar ekki mjög oft sem þeir grípa til þess. Helst að þeir geri það á grenjum og gaggi þá út yrðlingana. „Um daginn sátum við inni við Mjólká. Við vissum um dýr þar en fundum ekki gren- in. Við sátum sinn á hvorum stað, ég Hófsármegin en Finni var Mjólkármegin. Finni var nýbúinn að skjóta stegg sín megin þegar tófa byrjar að gagga í fjallinu mín megin. Hún er nokkuð hátt í fjallinu og á leiðinni frameftir. Þegar ég sá að ég væri búinn að missa hana prófaði ég að gagga og þá kom hún á spretti niður tjallið og beint lil mín. Það var geldlæða.“ - Er ekki vandi að gagga svo vel fari? „Það kemur fljótt." —Vitið þið hvað þið eruð að segja með gagginu? Þekkið þið raddbrigði og merkingar- mun í tófugaggi? „Já, það eru ótvíræð radd- brigði í gagginu hjá tófunni.“ - Hvað segið þið helst við tófurnar? „Við segjum bara „komdu“!“ Skottlaus túfa Það bar til tíðinda um dag- inn, að þeir félagar unnu rófu- lausa tófu í Svalvogum við utanverðanArnartjörð. Maður sem er ófróður um tófuveiðar lét sér detta í hug, að einhver hefði skorið skottið af til að fá premíunaog vonasttil að ann- að yxi í staðinn og þannig mætti fá fleiri en eina „upp- skeru“ af sömu tófunni. Valur telur slfkt aldeilis af og frá. „Ég hef aldrei séð svona áður. Hún hefur greinilega fæðst rófulaus. Það var ekki að sjá neitt ör eða neinn stubb. Þessi tófa hafði sýnilega verið mjög öflug í kollunni. Ég sá hana fyrst á löngu færi og hélt fyrst að þarna væri lamb að koma skokkandi. Mérfannst lambið að vísu með óvenjulega stóran haus og þegar ég gætti betur að sá ég að þetta var tófa með kollu í kjaftinum." Það er svo spurningin, hvort Valur fær borgað fyrir skott af skottlausri tófu. Varpstöðvarnar sem þeir Arnfinnur og Valur voru að vakta í byrjun veiðitímans eru víða á svæðinu. Helstu staðir þar sem æðarvarpi er sinnt og dúntekja stunduð eru Lauga- ból, Auðkúla og Hrafnseyri í Arnarfirði, Hólar, Mýrar og Lækur í Dýrafirði og Holt, Tannanes og Veðrará í Ön- undarfírði. „Þetta er víða og bændurnir hringja í okkur þegar þeir eiga í erfiðleikum að verja varpið fyrir tófunni." „Aðkomumenn að sunnan" Þeir Arnfinnur og Valur eru hreint ekki sáttir við að vera nefndir „aðkomumenn að sunnan“ sem nú hafi verið fengnirtil að stundarefaveiðar hér fyrir vestan, eins og gert var í áðurnefndri umfjöllun í DV. Arnfinnur átti heima á Þingeyri í þrjátíu og fimm ár og hefur stundað refaveiðar á svæðinu í fjölda ára en er nú nýfluttur brott. „Ég get nú varla kallað hann aðkomu- mann“, segirValur, sem sjálf- ur settist að á Þingeyri fyrir rúmum tuttugu árum og bjó þar þangað til hann fluttist til Isafjarðar fyrir nokkrum ár- um. Og þar býr hann nú. Lík- lega þurfa menn þó að vera búsettir hér vestra lengur en fáeina áratugi áður en inn- fæddir hætta að nefna þá „að- komumenn að sunnan“. „En hvað sem því líður, þá finnst mér árangurinn skipta mestu máli“, segir Valur. Þeir„aðkomumennirnir“ná vissulega góðum árangri, enda gjörþekkja þeir land- svæðið og háttalag tófunnar eftir að hafa stundað hér grenjavinnslu í fjölda ára. „Munurinn kom berlega í ljós í fyrra þegar við vorum ekki til staðar“, segir Valur. „Núna erum við á stuttum tíma og við mjög erfiðar aðstæður búnir að vinna þrefalt fleiri dýr en unnin voru á öllu svæðinu allt sumarið í fyrra.“ Og þeir eiga enn tvo mánuði eftir, því að veiðitíminn hjá þeim stendur til 1. ágúst. Þeir þekkja fjölda grenja t'rá liðnum árum en einnig leita þeir sífellt að nýjum grenjum. Það gera þeir bæði með því að fylgjast með tófunni en einnig vita þeir af reynslunni hvar hennar er helst að leita. „Verst er að finna greni í kjarr- lendi“, segir Valur. Það gengur yfirleitt vel að ná yrðlingum út úr grenjum. „Við bofsum þá bara út, herm- um eftir fullorðnu tófunum þegar þær koma heim með ætið. Þá koma þeir stökkvandi út.“ Faðernismál túfunnar Valur segir að það sé ljóst, að steggur og læða haldi sam- an að minnsta kosti yfir sum- arið. „Dr. Páll Hersteinsson er um þessar mundir að rann- saka faðernismál hjá tófunni og athuga hvað læðan fær hjá mörgum steggjum eða hvort hún fær yfirleitt hjá fleiri en einum.“ 6 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.