Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.06.1999, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 30.06.1999, Blaðsíða 12
GOLFVÖRUR í ÚRVALIf MUNI0 PLASTTAKKANA! VAstwCfoport AÐALSTRÆTI 27 j/ SÍMI 456 3602 ísafjörður Sumarkvöld- in hafín á ný Fyrsta sumarkvöldið í Neðstakaupstað í ár verður haldið annað kvöld í Tjöru- húsinu og hefst kl. 20:30. Á kvöldunum sem haldin verða alla fimmtudaga í júlí verður bryddað upp á ýms- um nýjungum, tónlist, þjóð- legum fróðleik og skemmti- legri afþreyingu í tali og tónum. Á fyrsta sumarkvöldinu munu Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir og Pétur Jónasson halda gítartón- Ieika. Kvöldin eru jafnt ætluð heimamönnum og ferðamönnum, íslenskum sem erlendum. Nánari upplýsingar um kvöldin eru veittar hjá Vesturferðum. Flateyri r Utsýnispallur ofan byggðar Fyrirtækið Afrek ehf. á Flateyri annast í sumar gerð útsýnispalls á varnargörð- unum ofan Flateyrar og stígagerð að honum. Verkið var boðið út og barst aðeins eitt tilboð. Kostnaðaráætlun hönnuðar var kr. 2.951.800 en tilboð Afreks ehf. var kr. 2.995.000 eða aðeins um 1% yfir áætluninni. Hlutdeild bæjarsjóðs Isa- fjarðarbæjar í þessari fram- kvæmd er 10% eða rétt um kr. 300.000. ísafjörður Sturla Böðvarsson samgönguráðherra heimsótti í síðustu viku sunia af merkustu viðkomustöðum ferðamanna á norðanverðum Vestfjörðum. Hann kom fœrandi hendi í hinn bráðum aldargamla Skráð í Dýrafirði,og naut leiðsagn- ar Geirs Guðmundssonar í Osvörinni í Bolungarvík. A myndinni er ráðherrann ásamt Geir og öðrum úr hópi inn- fœddra Bolvíkinga, Einari K. Guðfinnssyni alþingismanni. Karl Ásgeirsson, einn eigenda SKG-veitinga á ísafirði var á meðal fyrstu viðskiptavina bankans sem prófuðu Itið nýja af- greiðslukerfi. I gjaldkerastúkunni er Inga María Guðmundsdóttir. Básafell hf. selur eignir Afgreiðsluhraðinn í Landsbankanum eykst um 30% Rafræn og pappírslaus viðskipti Stjórn Básafells hf. ákvað á fundi á mánudag að selja verulegar eignir til að minnka skuldir félagsins og styrkja þannig stöðu þess. Stjórnarformanni og fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins var falið að vinna að því á næstu mánuðum að selja skip, varanlegar veiðiheim- ildir og fasteignir fyrir að minnsta kosti 1,5 milljarða króna. „Þetta er allt orðið rafrænt, úttektir og innlegg og milli- færslur, og ekki þarf að útfylla nein eyðublöð lengur. Við- skiptavinurinn kvittar fyrir af- greiðslunni á rafrænni plötu og fær síðan útprentaða kvitt- un, svipað og í verslunum. Þar koma fram i nn- og útfærsl- ur og allt sundurliðað sem gert er“, segir Hafsteinn Sigurðs- son, aðstoðarútibússtjóri Landsbanka Islands á Isafirði um nýtt afgreiðslukerfi sem þar var tekið í notkun á mánu- daginn. Nú er úr sögunni að fyrst þurfi að taka eyðublað, útfylla það og fara síðan með það til gjaldkera, heldur er farið beint til gjaldkerans. „I byrjun sparar þetta fyrst og fremst pappír, auk þess að gera viðskiptin öll öruggari, en þegar starfsfólkið er orðið þjálfað má búast við að af- greiðsluhraðinn aukist um 30%, þannig að fljótar gengur að afgreiða hvern og einn við- skiptavin. Tölvukerfið hjá okkur hefur verið endurnýjað og er nú allt orðið ntjög raf- rænt og eins fullkomið og völ er á samkvæmt nýjustu tækni“, segir Hafsteinn. Utibúið á ísafirði er eitt af fyrstu útibúum Landsbankans þar sem þessi búnaður er tek- inn í notkun. Hann er kominn í nokkur útibú í Reykjavík en t.d. ekki enn áAkureyri. Stefnt er að því að þessi tækni verði komin í öll útibú bankans í nóvember. Virka daga kl. 09 - 21 Laugardaga kl. 10 -18 i/en'Á v&é’/omin/ AUSTURVEGI 2 • SÍMI 456 5460 Oáýrt fltíé til Kaupmanna- Samvinnuferðir Landsýn Söluskrifstofa • Hafnarstræti 7 ísafiröi • Sími 456 5390 m AGUST S FLOSI ehf BYGGINGAVERKTAKAR Árnagata 3 • ísafirði • Sími 456 5500 ILLT PORT AF SÓLPALLAEFNI FRÁBÆRU VERÐI! MUNIÐ ÁHALDALEIGUNA!

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.