Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.06.1999, Page 7

Bæjarins besta - 30.06.1999, Page 7
) l>l ) m - refaskytturnar Valur Richter og Arnffinnur Jónsson liggja daglangt og náttlangt á grenjum í grenjandi rigningu og kulda og veiöa vel Skottlausa tófan sem félagarnir veiddu fyrir stuttu í Svalvogum. Fyrstu eina til tvær vikurnar eðasvoeftirgotið sérrefurinn um að draga björg í búið en eftir það sjá hjónin bæði um aðföngin. Helst er það við grenin sem dýrin eru unnin en einnig er mikið af geldum flökkudýrum sent eru ekki með greni og þau dýr skjóta þeir á víðavangi. Dýrbítar fremur fátíðir „Tófan er rnjög öflug í æð- arvarpinu en auk þess drepur hún ntikið af fugli af öðrum tegundum, allt frá minnstu mófuglum, allt frá fjöru og upp á hæstu fjöll. Ekki er mik- ið um að tófan leggist á lömb en þó er alltaf eitthvað um dýrbíti. Það er alltaf meiri hætta á slíku eftir því sem tófunni fjölgar og rninna verður um æti. Og tófa sem einu sinni drepur lamb og kemst á bragðið hættir ekki eftir það. Þetta er góður biti. En það er alltaf lítill hluti af tófustofninum sem gerist dýr- bítar. Fyrir stuttu hurfu þrjú Iömb inni í Mjólká. Við leit- uðum að greni en fundum ekki en við náðum þar tveimur tóf- urn. Við vitum reyndar ekki hvort þessi lömb hafa orðið tófu að bráð eða horfið af öðrum ástæðum.“ Það eru allar sortir af ref sem þeir Arnfinnur og Valur vinna. „Þetta eru allir litir en mest þó af mórauðu. Alltaf er eitthvað afhvítu Iíka.“Og ali- refurinn á Ifka sína fulltrúa og afkomendur. „Það er líka alltaf dálítið af blönduðum ref. Maður tekur eftir að það eru óvenjulega stór dýr inni á milli. Alirefurinn er miklu stærri." Veiðimaður á nærbuxunum Ein alveg ný veiðisaga und- ir lokin. „Ég lá á varpi á Kúlu og heyrði í stegg hinurn megin við ána Hrafnseyrarmegin og óð yfir til að ná honum. Hann sá mig og rauk af stað en krían goggaði í hausinn á honum þannig að hann stopp- aði og þá náði ég honum með rifflinum. Svo er ég kominn til baka yfir ána og stend við bílinn á nærbuxunum og er að vinda buxurnar mínar. Þá kentur geldlæða á harðaspretti niður úr fjallinu og ég hleyp af stað með riffilinn. Þegar ég áttaði mig á því að ég var á nærbuxunum sneri ég við til að fara í utanyfirbuxurnar. En ég náði henni.“ - Þú hefur ekki viljað misbjóða siðferðiskennd læð- unnar... „Það var nú ekki ástæðan. Það mátli búast við því að einhver keyrði framhjá hven- ær sem væri og ég kunni ekki við að láta sjá mig hlaupandi út um holt og móa á nærbux- unum með riffil í höndunum.“ Snerpa ehf. fær styrk „Viðurkenning- in ekki síðri en peningarnir" - segir Björn Davíðsson, einn eigenda Tölvuþjónustan Snerpa á Isafirði hefur fengið rausn- arlegan styrk til tveggja ára frá Rannsóknarráði Islands (Rannís) til þróunar hugbún- aðar fyrir tölvusamskipti milli skipa og lands. Björn Davíðsson hjá Snerpu segir, að styrkurinn sé ekki aðeins mikilvægur peninganna vegna, heldur ekki síður vegna þeirrar viðurkenningar sem felst í veitingu hans. „Við fáum þennan styrk til að þróa verkefni sem við erum komnir nreð hugmynd að. Það felst í því að koma tölvupósti til skipa á sjó og aftur til baka. Þetta er að vísu gert í dag, en á því eru ýmsir annmarkar, sem við ætlum okkur að afnema. Þeir annmarkar felast m.a. í því, að nú er ekki hægt að nota séríslenska bókstafi. Einnig er miklum vandkvæðum bundið að senda t.d. Excel- skjöl og annað slíkt, en á því er vissulega þörf þegar verið er að senda t.d. birgðastöðu eða aflastöðu í land. Sönru- leiðis mun þetta gefa færi á því að þróa enn frekar alls konar skýrslur eða birgðatöl- ur sem hægt er að senda í land með ýmsum hætti, bæði sjálfvirkt og ekki sjálfvirkt. Þetta mun líka hafa það í för með sér, að skipverjar sem eru í mjög löngum túrum, t.d. í Smugunni eða á Flæm- ingjagrunni, munu eiga kost á því að vera með eigið net- fang sem þeir geta notað fyrir sinn persónulega póst um borð og geta verið með eigin tölvu inni á netkerfi skipsins og sent og sótt eigin póst, óháð því hvað er að gerast í brúnni. Ef þeirflytjasig síðan milli skipa, þá mun kerfið gera þeim kleift að flytja net- fangið með sér. Þetta er ekki hægt í dag", segir Björn Davíðsson. „Við stefnum að því að geta kynnt fyrstu tilraunaút- gáfu af þessu á Sjávarútvegs- sýningunni í haust. En verk- efnið er miklu stærra en þetta. Við reiknum með að hægt verði að nota þrjár flutnings- leiðir sem kerfið getur valið á milli, sjálfvirkt eða hand- virkt eftir því hvort menn vilja frekar. Þá snýst málið um það hvort menn vilja fljótvirkustu leiðina eða þá ódýrustu. Ef skipið er í far- símafæri er hægt að senda um NMT. Ef ekki, þá er hægt að senda um gervihnött. Ef ekki liggur sérstaklega á skeytinu er möguleiki að senda það um mótald sem er tengt talstöð. Það er töluvert ódýrara en sending um gervi- hnött. Reyndar getur verið um ýmsa fleiri möguleika að ræða. En ineginatriðið í þessu kerfi er, að þeir sem nota það þurfa ekki að kunna á það. Kerfið er í rauninni tenging á milli venjulegra tölvupóst- forrita sem allir þekkja og þess búnaðar sem sér um að flytja skeytin. Við höfum lengi verið í samstarfi við Radíómiðun hf. í Reykjavík. Hugmyndin að því að búa til kerfi af þessu tagi hefur verið lengi að velt- ast hjá starfsmönnum Radíó- miðunar, en þeir hafa ekki treyst sér til að leysa þetta sjálfir. Þeir komu því með þessa hugmynd til okkar, þar sem við höfum verið að vinna önnur verkefnj fyrir þá. Við töldum að þetta væri vel framkvæmanlegt. Aftur á móti er þetta verkefni nokkuð stórt og tímafrekt. Við sáum að það væri ekki hægt að ráðast í það nema vera nokkuð vel settur peninga- lega, ekki síst vegna þess að nokkur bið verður á því að tekjur fari að koma inn á móti. Þegar síðan voru auglýstir styrkir frá Rannís til þróunar upplýsingatækniverkefna þótti okkur sjálfsagt að sækja um. Við bjuggum til greinar- góða lýsingu á því sem við ætluðum að gera og það kom í ljós að Rannís leist það vel á hugmyndina að rétt þótti að styrkja okkur." Styrkurinn nemur fimrn milljónum króna og nær til tveggja ára. Hann verður að teljast mjög rausnarlegur, þar sem hann nemur tvöföldum meðalstyrk frá Rannís á hvert einstakt verkefni. „Ef þörf krefur, sem okkur finnst ekki líklegt á þessu stigi, þá getum við síðan sótt um framhalds- styrk", segir Björn. „Við er- um nú þegar búnir að bæta við okkur einum starfsmanni beinlínis út af þessu. Hann tekur við þeim verkum sem ég hef sinnt í Snerpu frarn að þessu en ég mun aftur á móti einbeita mér að þróun þessa verkefnis. Þegar á líður reikna ég með því að jafnvel bætist fleiri starfsmenn við. Samstarf okkar við Radíó- miðun hefur þann mikla kost, að gegnum þá höfum við mjög greiðan aðgang að markaðnum, því að fyrirtæk- ið hefur bæði mj ög góð tengsl bæði hérlendis og erlendis. Radíómiðun mun sjá um markaðssetninguna fyrir okkur, þannig að við þurfum ekki að eyða fé og fyrirhöfn til kynningar út um allan heim.“ Snerpa var eina fyrirtækið sem hlaut styrk í þeim flokki sem þetta verkefni fellurund- ir. Yfir 130 umsóknir bárust í öllum flokkum en einungis 27 fengu úthlutun. „Styrkur- inn kemur sér afar vel á tvennan hátt“, segir Björn. „Bæði eru peningarnir mikils virði en ekki síður sú mikla viðurkenning sem felst í styrkveitingunni. Það er langtum auðveldara að mark- aðssetja verkefni sem hefur hlotið styrk af þessu tagi. MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 7

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.