Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.06.1999, Side 9

Bæjarins besta - 30.06.1999, Side 9
Fjölmargir gestir voru í vígsluhófinu. Hér má m.a. sjá Birnu Lárusdóttur, bœjarfulltrúa, Þórunni Guðmundsdóttur, eiginkonu Tryggva Guðmundssonar formanns GoIJklúbbs ísa- fjarðar og Olaf Gunnarsson lœkni. Tryggvi Guðmundsson fœrir Gylfa Guðmundssyni, framkvœmdastjóra klúbbsins þakk- lœtisvott fyrir vel unnin störf. A myndinni er einnig Pétur Bjarnason, varaformaður. Golfspilarar létu sig ekki vanta við opnunina fremur en aðrir gestir. Við vígsluathöfnina á laugardag fékk Gunnar Pétur Ólason afhent gjafabréf frá Flug- leiðum upp á Evrópuferð fyrir tvo fyrir að hafa farið holu í höggi á golfmóti fyrir stuttu. Gunnar Pétur (tv)er hér ásamtformanni Golfklúbbs Isafjarðar, Tryggva Guðmundssyni. Ólafur Helgi Kjartansson, Þórunn Guðmundsdóttir, Arnar Geir Hinriksson og Halldór Margeirsson, útibússtjóri Islandsbanka á Isafirði voru á meðal gesta. Nýi golfskálinn í Tunguda/ vfgöur Stærstu bá skil í sögu Vígsluhátíð eins glæsi- legasta golfskála landsins var haldin í Tungudai í Skutulsfirði á laugardag. Og skálinn er ekki aðeins glæsilegur, heldur veldur tilkoma hans gjörbyltingu í þeirri þjónustu sem Golf- klúbbur ísafjarðar getur veitt. Hér er vissulega um að ræða stærstu þáttaskil í tuttugu og eins árs sögu hans. Hátíðin var ákaflega skemmtileg og vel heppn- uð og voru milli 90 og 100 manns í samkvæminu. Forntaður Golfklúbbs Isa- fjarðar, Tryggvi Guð- mundsson lögfræðingur, ávarpaði gesti og fór lauslega yfir byggingar- söguna en fyrir hönd fsa- fjarðarbæjar Ilutti Birna Lárusdóttir klúbbnum heillaóskir. Skálinn er á tveimur hæðum og grunnflötur um 130 m2 fyrir utan verönd sem er um 100 m2. Neðri hæðin er steinsteypt og var lokið við að steypa hana upp nálægt síðustu áramótum. Efri hæðin er aftur á móti einbýlishúsið sem áður var að Fitjateigi 6 í Hnífsdal, eilt af uppkaupahúsunum svonefndu. Það var flutt í heilu lagi á sinn stað í byrjun ársins og sett ofan á neðri hæðina. Nýi skálinn leysir af hólmi bláa skúrinn sem keyptur var af Hafnarnefnd ísafjarðar árið 1985 og var áður viktarskúr. Nú getur Golfklúbbur ísafjarðar boðið félagsmönnum sínum og gestum upp á glæsilega og rúmgóða veitingaaðstöðu og Stjórn Golfklúbbs Isafjarðar hafði ústœðu til að brosa á laugardaginn er nýr golfskáli klúbbsins var formlega tekinn í notkun. F.v. Kristín Karlsdóttir, sem á sœti í varastjórn, Kristinn Kristjánsson, meðstjórnandi, Tryggvi Guðmundsson, formaður, Birgir Valdimarsson, meðstjórnandi, Finnur Magnússon, meðstjórnandi, Guðríður Sigurðardóttir, ritari, Sigurjón Guðmundsson, gjaldkeri, Gylfi Guðmundsson, framkvœmdastjóri en liann á einnig sœti í varastjórn og Pétur Bjarnason, varaformaður. geymslur fyrir áhöld og tæki, auk margs annars sem ekki var fyrir hendi í gamla skálanum. Um kvöldið var síðan haldið hið hefðbundna Jónsmessumót, sem er raunar nokkuð óhefðbundið í framkvæmd þó að það sé hefðbundið. Ekki er venja að greina frá höggafjölda á Jónsmessumótum GI. MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 9

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.