Víðförli - 01.10.1998, Page 1

Víðförli - 01.10.1998, Page 1
VIÐFORU FRÉTTABRÉF BISKUPSSTOFU 6. ÁRG. I.TBL. OKTÓBER 1998 Útgefándi: Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, Laugavegi 31, 101 Reykjavík Ritstjóri og ábm.:Örn Bárður Jónsson Umbrot, prófarkalestur: Skerpla ehf. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg ehf. ^SusaFnJs^ '^ÍÍ2LABÓKASj^/ Bæn fyrir kirkjunni Eftirfarandi bæn, sem Alkirkju- ráðið biður aðildarkirkjur sín- ar að bera fram fyrir samtök- unum,skulum við gera að okkar bæn fyrir kirkjunni okk- ar og þeim tímamótum sem hún lifir nú og því samfélagi sem við erum hluti af: Guð einingar og kærleika. Gjör það sem varir vorar mæla að sannfæringu hjartna vorra. Lát það verða lifandi veruleika í lífi voru sem vér samsinnum í huganum. Send oss anda þinn að biðja um það sem vér vogum ekki að biðja, að krefjast meira af sjálfum oss en vér eigum að venjast, að halda oss föstum er vér freistumst til að fara eigin leið- ir. Leið oss áfram, leið oss sam- an, leið oss til að gjöra vilja þinn, vilja Jesú Krists, vilja Drottins vors.Vér biðjum í nafni hans. Amen. Kveðja Víðförli heilsar nú enn á ný eftir nokkurt hlé og hefur tekið talsverðum breyting- um. Það er afar mikilvægt fyrir kirkjuna að eiga sameiginlegan vettvang upplýs- inga og frétta. Það verður honum ætlað, hinum endurreista Víðförla. Ætlunin er að leggja megináherslu á að hann flytji fréttir af Biskupsstofu og vettvangi kirkj- unnar heima og vil ég hvetja þá sem lesa að senda viðbrögð, fréttir og upplýsingar sem að gagni mega koma. Víðförli verður og aðgengilegur á netinu. Þjóðkirkjan stendur á miklum tímamótum. Hún hefur fengið nýja löggjöf að starfa eftir. Nýkjörið kirkjuþing með aukið vald og verksvið kemur senn saman og samningur hefur verið gerður við ríkið um fjármál þjóðkirkjunnar þar sem sjálf- stæði hennar er staðfest. Þetta leggur kirkjunni mikinn vanda á herðar við að skipa málum sínum og móta starfshætti. Guð gefi okkur náð til þess að hefja nýja sókn til þjónustu sem sameinuð, sterk þjóðkirkja á Islandi, í nýrri sókn hins kristna málstaðar, hins kristna trúarlífs, þjóðinni til heilla. Víðförli mun flytja fréttir af Biskupsstofu. En það mikilvægasta í kirkjunni ger- ist ekki þar. Það sem úrslitum veldur er að gerast í söfnuðunum um land allt. Fæst að því verður nokkurn tíma fréttnæmt. Þar sem lífið grær, þar sem fólk safnast saman um orð Guðs og borð, þar sem fólk leitast við að lifa í ljósi Jesú Krists og kærleiksboða hans, þar sem fólk leitast við að kenna hinum ungu að elska Guð og biðja, þar er kirkjan að starfi, sáning og uppskera á akri Guðs kristni. Guð blessi það allt og gefi ávöxt nafni sínu til dýrðar og jarðar bömum til blessunar. Karl Sigurbjömsson Nýtt upphaf Nú, þegar Víðförli birtist aftur á prenti í nýrri mynd, er rétt og skylt að upplýsa um breytta stefnu blaðsins, en efni þess er nú skipt í fjóra meginþætti: Undir yfirskriftinni Fréttir og fróðleikur verður miðlað fréttum úr starfi kirkj - unnar heima og erlendis. I þættinum Lesið, heyrt og séð verður sagt frá athyglisverðum bókum, mynd- böndum, kvikmyndum og efni á öðrum miðlum. í Sjónarhomi gefst þeim sem vilja vekja athygli á einhverju sem þeim liggur á hjarta og varðar hag kirkjunnar og safnaðanna tækifæri til að leggja orð í belg. Heilbrigð skoðanaskipti eru mikilvæg fyrir vöxt og viðgang kirkjunnar. Sýnum gagnrýna samstöðu innan kirkjunnar með uppbyggingu að markmiði. Loks er kaflinn Innan skamms með upplýsingum um það sem helst er á döfinni. Prestar og starfsfólk kirkjunnar eru hvattir til þess að senda efni til Víðförla. Netfangið er frettir@kirkjan.is en ritstjóri áskilur sér allan rétt hvað varðar val á efni. Efni þarf að berast fyrir 20. hvers mánaðar eigi það að birtast í næsta tölu- blaði. Það er von mín að blaðinu verði tekið sem kærkomnum gesti er flytur góð tíð- indi af mikilvægu starfi kirkjunnar í veröld Guðs. Óm Bárður Jónsson

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.