Víðförli - 01.10.1998, Blaðsíða 4

Víðförli - 01.10.1998, Blaðsíða 4
VÍÐFÖRLI OKTÓBER 1998 heimsálfum. Birtar eru upplýsingar um 8 grundvallaratriði sem einkenna söfnuði sem vaxa og dafna. Ráðgert er að bókin komi út á næsta ári á vegum fræðslu- og þjónustu- deildar og safnaðaruppbyggingar. Þýðandi er Valdimar Hreiðarsson. Verkefnabók fyrir æskulýðsstarf Einu sinni ungur er heiti verkefnabókar fyrir æskulýðs- starf sem Ragnar Schram hefur þýtt og kemur út á vegum fræðslu- og þjónustudeildar og Skálholtsútgáfunnar í byrj- un vetrar. Starfsmannahandbók kirkjunnar Starfsmannahandbók kirkjunnar hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið á vegum fræðslu- og þjónustudeildar. Bókin bíður lokavinnslu sem helgast af því að beðið er eftir afgreiðslu kirkjuþings á starfsreglum. Aætlað er að hún komi út síðar í vetur. Hróbjartur Árnason guðfræð- ingur hefur unnið verkið og byggt að hluta til á eldra verki Guðmundar Guðmundssonar sem hann vann fyrir kirkjuráð. Heimsókn í Miðstöð fólks í atvinnuleit Miðstöðin flutti í sumar í nýtt húsnæði að Ægisgötu 7. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni, bæði á fræðslu- og þjónustudeild, heimsóttu miðstöðina í byrjun september. Það kom á óvart að frétta að atvinnuleysi meðal kvenna er 4,4% og 1,8% meðal karla. Það er augljóst að enn er þörf fyrir þessa miðstöð. í vetur verður boðið upp á nám- skeið sem kallast starfsleitarnámskeið. Atvinnulausu fólki er boðið upp á námskeið sem er ígildi vinnu og er fólkið á fullum bótum á meðan. Þá getur fólk komið og notað tölvu og síma í atvinnuleit sinni. Einnig er þarna verkstæði og ýmis önnur aðstaða sem hægt er að nýta sér og gefa lífinu innhald á meðan á atvinnu- leysinu stendur. Tíu djáknanemar í starfsþjálfun Frá 15. september til 15. nóvember eru 10 djáknanemar í starfsþjálfun í fimm söfnuðum á Stór-Reykjavíkursvæð' inu. Námskeið var haldið fyrir presta og djákna sem taka á móti nemum. Fyrirlestur var um leiðsagnarhlutverkið og farið yfir hvað djáknanefndin teldi að nemi ætti að gera á þjálfunartímabilinu. Kirkjusókn í Danmörku Gallup'könnun gerð í Danmörku sýnir að skipta má Dön- um í þrjá hópa hvað varðar afstöðu til kirkjunnar. Ríflega þriðjungur sækir aldrei kirkju, nær helmingur þjóðarinnar sækir kirkju í tengslum við skím, fermingu, hjónavígslu eða útför. Þriðji hópurinn, um 10% Dana, sækir guðs- þjónustur reglulega. Meirihluti þeirra sem svömðu spum- ingum jákvætt (76%) eru konur. Fáir samkynhneigðir óska blessunar dönsku kirkjunnar Einungis 6 pör samkynhneigðra í skráðri sambúð hafa þegið blessun eftir að biskupar kirkjunnar gáfu leyfi til þess fyrir um ári, án þess þó að gefa út sérstakt ritúal í því sambandi. Nærri 250 pör em skráð árlega í sambúð og því kemur á óvart hversu fá þeirra óska eftir blessun, sé tekið mið af mikilli umræðu sem varð um málið innan kirkj - unnar og á meðal almennings. Sóknarnefndir Námskeið fyrir sóknarnefndir verða haldin um land allt í vetur. Rætt verður um ný lög og starfsreglur, erindisbréf sóknamefnda og safnaðaruppbyggingu. Lögfræðiþáttinn annast þau Ragnhildur Benediktsdóttir og Guðmundur Þór Guðmundsson, en Sigurður Ámi Þórðarson, Þorvald- ur Karl Helgason og Om Bárður Jónsson ræða um safnað- aruppbyggingu. Tveir kennarar úr ofangreindum hópi kenna hverju sinni. Börn Abrahams, Söru og Hagar - stríðsmenn, friðarsinnar Dagana 2.-4- nóvember nk. verður haldið málþing á Stiftsgarðinum í Rattvik í Svíþjóð sem fjallar um trúar' bragðadeilur og leiðir til lausnar. Málþingið tengist verk- efni á vegum Evrópusambandsins, A Soul for Europe. AL kunnar em deilurnar í Jerúsalem, Sarajevo og Belfast þar sem trúarhópar blandast í pólitískar deilur. En það em líka til trúarhópar og leiðtogar innan ólíkra trúarbragða sem leita lausna og vilja frið. Á málþinginu verða fyrirles- arar úr hópi Gyðinga, múslima og kristinna: Ronnie Cahana, rabbíni frá Toronto, Cenap Turunc, múslimi frá Gautaborg, Sigfrid Deminger, sænskur prestur, Trevor Williams frá Belfast, Jan Hjárpe, prófessor í íslömskum fræðum í Lundi, Anna-Karin Hammar stiftsaðjúknt og Jean Zaru, starfsmaður Alkirkjuráðsins frá Palestínu. Nán- ari upplýsingar veitir Öm Bárður í s. 535-1500. Skoðana- og trúfrelsi Ráðstefna um skoðana- og trúfrelsi var haldin í Óslo í ágúst sl. Þar kom fram að um 6000 manns eru teknar af lífi á ári hverju vegna trúarskoðana og milljónir sæta of- sóknum. Á meðal ræðumanna var Mary Robinson, fyrr' um forseti írlands, yfirmaður mannréttindaskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna. (Kirkeaktuelt, nr. 4, 1998.) Sautjándu aldar kvöldverður í Skálholti Um nokkurt skeið hefur verið boðið uppá sautjándu aldar kvöldverð í Skálholti og hefur tiltækið vakið athygli og

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.