Víðförli - 01.10.1998, Síða 7

Víðförli - 01.10.1998, Síða 7
OKTOBER 1998 VÍÐFÖRLl ir og líða hörmungar vegna trúar sinnar. í Súdan eru kristnir menn hnepptir í þrældóm og markvisst unnið að því að útrýma þeim. í Pakistan hafa lög um guðlast beinst harkalega gegn kristnum mönnum og haldið þeim í heb greipum. Egyptaland, Alsír, Iran og Kína beita kristna menn ólýsanlegu harðræði. Manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við lesturinn. En ekki aðeins vegna hinna skelfilegu lýsinga, heldur ekki síður vegna þeirra dæma sem gefin eru um skilningsleysi og áhugaleysi vest- urlandamanna á kjörum kristinna minnihlutahópa og nær algjört þagnarbindindi vestrænna fjölmiðla um þessi efni. Formála bókarinnar ritar víðkunnur mannréttinda- frömuður, Michael Horowitz, Gyðingur að uppruna, sem fullyrðir að staða kristinna manna víða um heim sé svipuð og staða Gyðinga var í þriðja ríkinu. Þeir eru aðþrengdir og ofsóttir án þess að umheimurinn láti sig það nokkru varða. Stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk á Vesturlöndum lítur gjarna svo á að trú skipti minnsta máli yfirleitt og hefur gefið sér það að kristnir menn séu oftar en ekki í hlutverki ofsækjandans, en ekki fórnarlambsins. Því fer víðs fjarri. Bókarhöfundar halda því fram að ofsóknir á hendur kristnum mönnum séu oftar en ekki vegna þess að kristin trú sé umbótaafl, afl menntunar og mannúðar sem sé ógnun í stöðnuðum samfélögum. Kenneth Leech: Drugs and Pastoral Care, Dalton, Longman and Todd, London 1998. Höfundur er anglikanskur prestur sem hefur starfað í London í meira en 30 ár, í Soho og Austur-London, og er þekktur fyrir guðfræðiiðkun sína og virka þátttöku í fé- lagsmálum. Hann hefur ritað margar frábærar bækur um guðfræði og trúarlíf, ein sú merkasta nefnist Soul Friend og fjallar um andlega leiðsögn og hefur reynst mér dýrmæt. Bókin Drugs and Pastoral Care er skrifuð út frá fágætri reynslu prests og sálusorgara sem fylgst hefur með þróun- inni í þessum efnum allt frá hippatímanum í Soho. Hún gefur okkur innsýn í heim fíkniefna og vímufíknar og veitir ráð um stuðning og eftirfylgd við vímuefnaneytend' ur. Leech heldur því fram að þeir sem vilja vinna með fíklum og takast á við þau margslungnu vandkvæði sem við er að etja, verði að vinna með alls konar fordóma sem móta afstöðu almennings og ákvarðanir stjómmála- manna. Hann bendir á greinilegt samhengi trúarlífs og vímuefnaneyslu, þar sem fíknin sé nátengd leitinni að merkingu lífsins og sjálfsmynd. Hann bendir á gildi trúar- iðkunar þar sem ekki er höfðað til tilfinninganna einna, heldur byggt á sakramentunum, hinum áþreifanlegu, handföstu staðreyndum sem birtast í brauði og víni og handaryfirlagningu aflausnarinnar. Sakramentin leggja okkur til ómetanleg tæki í þjónustu sálgæslunnar, sem ekki ætti að koma okkur á óvart, en veki okkur til unv hugsunar um það hvernig við nýtum þau verkfæri sem við höfum í þjónustunni. Þetta er umhugsunarverð bók og þörf. Eg mæli með henni. Karl Sigurbjömsson. Sjónarhom Hlýr austanvindur Undanfarin ár hefur á námskeiðum fyrir leiðabeinendur sunnudagaskóla hér eystra heyrst eftirfarandi athugasemd: „Eg hef nú ekki séð vandaðra efni. Frábært hjá þér, Elín.“ Vitaskuld er átt við Elínu Jóhannsdóttur, kennara og nú ritstýru Smells, og efnið sem hún hefur samið fyrir ís- lenska kirkjuskóla, Litlir lærisveinar. Tilefni athugasemdar- innar stöðluðu er það að á hverju ári höfum við séð efnið taka stakkaskiptum, nýjar og ferskar hugmyndir, ný og fersk lög, nýjar sögur og kennsluaðferðir. Við höfum líka séð gamalt og gott í bland, þannig að öll höfum við getað notað efnið á þann hátt sem okkur hentar. í ár höfðum við í Kolfreyjustaðarprestakalli hugsað okkur að spara útgjöldin með því að nota afgangsefni lið- inna ára. Eg hefði átt að sneiða hjá Kirkjuhúsinu, heimili útgáfunnar Skálholts í ágústmánuði. Hvað var þar á öll- um borðum nema nýprentuð og glansandi kirkjubók, tvö hefti, og fullt af límmiðum til þess að líma í hana í vetur? Andlitið datt af mér. Við gætum aldrei skotið þessari út- gáfu ref fyrir rass með okkar eigin heimabruggi. Engin lausblaðamappa í ár, heldur kennslubók sem hrópar á börnin (og mig): „Lestu mig, litaðu mig.“ Grænn af öfund og meyr af aðdáun fletti ég í gegnum herlegheitin og kríaði út tvö hefti og nokkrar nýtísku „Ijósgeislalímmynd- ir“. Ég hélt heim með fenginn. Hægri hönd mín í safnað- arstarfinu, Ingigerður Jónsdóttir, þurfti ekki að sjá bæk- umar nema f sekúndubrot til þess að senda frómar sparnaðaráætlanir í safnaðarstarfi út í hafsauga. Svo bar við um þessar mundir að pöntun gekk út til Kirkjuhússins ... og svo fengum við pakka með efninu. Eg opnaði pakkann og efst var að sjá leiðtogahefti í gamal- kunnum búningi. Á þessu stigi málsins sló púlsinn með eðlilegum takti (svona innan við 70 slög), ég hafði jú séð svona áður. Svo fór ég að fletta. Allt í einu sá ég fyrir mér 30 samverur vetrarins, skipulagðar út í æsar, form, lög, sögur og bréf til foreldra með ákveðnu millibili! Ég leit á dagatalið mitt, fann 17. janúar, sem var eymamerktur fyr- ir „fimmárabamaveisluna" í kirkjunni okkar, skrifaði at- 7

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.