Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.09.1999, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 22.09.1999, Blaðsíða 1
mioh laxtœki fyrir venjulegan pappír iiOKHL^ÐAIJ m SIMI456 3123 Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 45G 4590 • Fax 458 4594 • Netfang: db@snerpa.is • Veri kr. 200 m/vsk Æsumálið er nú hjá Héraðsdómi Vestfjarða Flutningi lokið og beðið dóms Æsumálið svonefnda var tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða sl. föstudag og fóru þar fram vitnaleiðslur og málflutningur. Kolbrún Sverr- isdóttir á Isafírði, ekkja Harðar Bjarnasonar skipstjóra og dóttir Sverris Sigurðssonar, sem báðir fórust með skel- veiðiskipinu Æsu í Arnarfirði fyrir liðlega þremur árum, unir því ekki að eiginmaður hennar sé talinn ábyrgur fyrir slysinu vegna vanrækslu í starfi sem skipstjóri. Hún telur að sjó- hæfni skipsins hafi verið áfátt vegna breytinga sem gerðar hafi verið á því án tilskilinna leyfa og eftirlits. Skelveiðiskipið Æsa IS 87 í heimahöfn á Flateyri. Myndin er tekin í ársbyrjun 1996 en skipið fórst hálfu ári seimui. Málflutningi lauk samdæg- mánaðar. Kolbrún kveðst urs og er dóms Héraðsdóms óhikað áfrýja til Hæstaréttar, Vestfjarða að vænta innan tapi hún málinu í héraði. Magnús Reynlr Guðmundsson talar umbúðalaust Vitlaust gefið Magnús Reynir Guðmundsson. „Það er hámark niðurlæg- ingarinnar, að mínum dómi, þegar þarf að fá menn sunnan af landi til þess að veiða þessa hungurlús sem verið er að skila til baka til okkarVestfirð- inga", sagði Magnús Reynir Guðmundsson framkvæmda- stjóri á Isafirði m.a. í afar hvössu samtali við Finnboga Hermannsson í Laufskála- þætti á Rás 1 í síðustu viku. Þeir félagar komu víða við þegar kvótakerfið og rekstrar- hættir fyrirtækja nú á síðustu tímum eru annars vegar. Þar á meðal sagði Magnús Reynir skoðun sína á hagnaði vegna kvótasölu. „Ég skil ekki lang- lundargeð þjóðarinnar að hafa ekki risið upp gegn þessu óréttlæti.“ Sjá frekari glefsur úr um- mælum Magnúsar Reynis á bls. 7. Suðureyri Amfetamín, liass og skotvopn Við húsleit á Suðureyri aðfaranótt sl. laugardags fann lögreglanáísafirði 12grömm af amfetamíni og 2 grömm af hassi, auk áhalda sem talin eru hafa verið notuð til fíkni- efnaneyslu. Við húsleitina lagði lögreglan einnig hald á haglabyssu og skotfæri. Einn maður býr í húsinu og var hann handtekinn og færð- ur á lögreglustöð til yfir- heyrslu. Hann neitaði að kannast við fíkniefnin og áhöldin, sem voru falin á ýmsum stöðum í íbúðinni. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Vestfirðir Veiðileyfis- sviptingar Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu voru sjö fiski- skip svipt veiðileyfum tíma- bundið í síðasta mánuði, þar af fímm skráð á Vestfjörð- um. Eftirtalin skip voru svipt veiðileyfum til 1. september sl. vegnaafla umfram heim- ildir: Ritur ÍS-22, Finnbjörn ÍS-37, Fjóla B A-150 og Árni Jóns BA-14. Auk þess Knút- ur RE-22 og Sæmundur HF- 85. Síðan var Stormur ÍS- 800 sviptur veiðileyfi f tvær vikur „vegna brots á ákvæð- um um tilkynningu um upphaf veiðiferðar í Síma- krók, sjálfvirkan þjónustu- síma Fiskistofu", eins og segir í tilkynningunni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.