Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.09.1999, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 22.09.1999, Blaðsíða 2
Útgefandi: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísaijörður Halldór Sveinhjörnsson ® 456 4560 Ritstjóri: O 456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaður: hprent@snerpa.is Hlynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http://www.snerpa.is/bh hh@snerpa.is Bæjarlns'besta er í samtökumbæjar- og héraðs- fréttablaða. Eftirprentun, hJjóðritun, notkun ljósmyuda og annars efnis er óhelmil nema heimilda sé getið. Ármní kennir illur ræðarí Magnús Reynir Guðmundsson var ómyrkur í máli í Laufskála Finnboga Hermannssonar í síðustu viku og kom engum á óvart. Vitað var að honum væri mikið niðri fyrir og maðurinn þekktur að því að láta skoðanir sínar í ljós með einörðum hætti. Magnús Reynir ræddi málefni sjávarútvegs og fiskvinnslu, enda maðurinn þar hnúturn kunnugur. og kom m.a inn á hið frjálsa og óhefta framsal kvótans. Þar er „rangt gefið“ sagði hann. Gífurlegar fjárhæðir, tilorðnar af yfirráðarétti yfir óveiddum fiski, renna til örfárra einstaklinga beint úr sjóðum fyrirtækja, sem á sama tíma þurfa jafnvel að sæta valdboði um sameiningu við önnur fyrirtæki. Eignatilfærsla af þessu tagi á sér engan samanburð í þjóðarsögunni. I þessu augnamiði er talið að allt að 6 milljarðar króna hafi verið teknir út úr sjávarútveginum hér um slóðir á skömmum tíma. Og þannig er þetta um land allt. Enda hafa skuldir sjávarútvegsins stóraukist og hafa aldrei verið meiri. Þetta er nú öll hagræðingin sem af er gumað og af varðmönnum kerfisins sögð einn af hornsteinum þess, hið frjálsa framsal! Á aðalfundi Samtaka fiskiðnaðarins s.l. föstudag var skorað á sjávarútvegsráðherra að flýta endurskoðun laga um starfsemi Kvótaþings Islands með það að markmiði að starfsemi þess verði lögð niður þar sem það „hindrar eðlileg viðskipti fyrirtækja [með kvóta] og truflar með þeim hætti hráefnisöflun fiskvinnslunnar.“ Ástæðan fyrir kröfu samtakanna er hærra verð á leigukvóta og er Kvótaþingi kennt um. Hvernig það má vera er hins vegar ekki ljóst nema ef vera kynni að breyttir og þar með kannski opnari viðskiptahættir hafi leitt til þess að menn vilji fá meira fyrir kvótann, sem þeir sjálfir fengu fyrir ekki neitt? Hvað eru annars „eðlileg viðskipti“ með kvóta? Það er eftirtektarvert að Samtök fiskiðnaðarins skuli beina spjótum sínum að Kvótaþinginu og kenna því ófarir sínar. Þau forðast að minnast einu orði á meinsemdina: Braskið með kvótann. Kvótabraskið virðist ekki sfður heilagt í augum forustumanna Samtakanna en kvótahafanna. Á meðan skrifstofumaður á opinberri skrifstofunni tekur árlega á móti kvótaglaðningnum og hækkar leigugjaldið að eigin geðþótta agnúast Samtök fiskiðnaðarins út í Kvótaþingið. Skrifstofusjómaðurinn og hinir fjölmörgu kollegar hans út um allar trissur, sem vinna það eitt við sjávarútveg að hirða hagnaðinn af kvótasölunni, tilheyra hópi hinna heilögu. Við þeim má ekki blaka. Þeir eru heilagar kýr. I kvótabraskinu og hinni gífurlegu eignatilfærsla birtist „kvótakerfið í sinni skelfilegustu mynd.“ eins og Magnús Reynir orðaði það réttilega í Laufskálanum. Við því er ekki vilji til að stugga heldur kenna árinni um erfiðan róður. s.h. OÐÐ VIKUNNAÐ Magnús Nafnið Magnús er upphaflega komið til fyrir hálfgerðan misskilning. Reyndar er misskilningur algengasta sort af skilningi, eins og kunnugt er. Keisari nokkur nefnist á íslensku máli Karl mikli en það er á latínu Carolus magnus. Orðið magnus er lýsingarorð og þýðir mikill. Til forna var nafn keisarans tekið nokkuð hrátt inn í norrænt mál og maðurinn nefndur Karlamagnús. Menn álitu að hann héti Magnús og væri kenndur við einhverja karla. Þannig varð nafnið Magnús til. íslandsbanki á ísa- firði styrkir KFÍ Gengið hefur verið frá samningi milli Körfubolta- félags Isafjarðar og íslands- banka á Isafirði um að bankinn verði einn af aðalstyrktar- aðilum KFI og verði með auglýsingar á ýmsu sem við- kemur félaginu. Jafnframt hefur verið gengið frá því, að allir sem eru félagar í UK-17 klúbbnum hjá íslandsbanka á Isafirði fá frítt á alla leiki liðsins. Samningurinner gerð- ur til þriggja ára en er endur- skoðaður árlega. Samningurinn staðfestur með handabandi. Frá vinstri Guðni Guðnason, ritari KFÍ, Halldór Margeirsson, útibússtjóri Islandsbanka á Isafirði, Jón Kristmannsson, formaður KFI og Guðjón Þorsteinsson, framkvœmdastjóri félagsins. ísafjörður Sendiherra Rússaí heimsókn Sendiherra Rússa á íslandi, Anatoly Zaytsev, er væntan- legur í heimsókn til Isafjarðar á föstudag. Tilefnið er að Tölvuþjónustan Snerpa er að taka í notkun vírusvarnaforrit, hið fyrsta sem þýtt hefur verið á íslensku, en það er rússneskt að uppruna og nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Greint var frá forriti þessu hér í blaðinu fyrir skömmu. Sendiherrann ntun dveljast hér vestra frarn á sunnudag, skoða sig um og heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Körfubolti Starfið áfiillt Slarfið hjá KFÍ er að fara á fullt þessa dagana. Um helg- ina kemur lið Grindavíkur í heimsókn og verða leikir í íþróttahúsinu áTorfnesi bæði í karlaflokki og kvennaflokki. Meistaraflokkar karla leika á föstudag kl. 21 og laugardag kl. 14 en meistaraflokkar kvenna á föstudag kl. 19 og á laugardag kl. 12. Unglinga- starfið hjá KFÍ er einnig kornið á fullan skrið. í Kiwanishúsinu á Isafirði föstudaginn 24. sept kl. 12-20 | Víkurbæ Bolungarvík laugardaginn 25. sept kl. 12-20 HERRAFATNAÐUR í MÍKLU ÚRVALI Stakir jakkar, ný sending Stakar buxur, ný sending Flauelsbuxur Blússur - úlpur Jakkaföt Spariskyrtur, hálsbindi og slaufur Bílstjóraskyrtur á tilboði kr. 1.450,- Háskólabolir, T-bolir og pólóbolir í úrvali Nærföt, sokkar, belti, axlabönd 9.900, --12.900,- 4.900, -- 6.900,- 2.500,-- 4.900,- 3.900, -- 5.900,- 14.900,--21.900,- Hausttilboð á ýmsum fatnaði mlkill afsláttur! Vandaðar vörur á vægu verði! V/SA Andrés Póstkrötulijónusta Skólavöröustíg 22a Sími 551 8250 Ómakleg meðferð á Ragnheiði Lesendur Ekki get ég orða bundist yftr þeim viðbrögðum, sem ræða Ragnheiðar Olafsdótt- ur, fyrrverandi formanns Átaks, íbúasamtaka á Þing- eyri, hefur fengið í fjölmiðl- um. Hefur fyrrverandi for- maður fengið ómaklega meðferð og margt skítlegt verið á hana sett. Ber þar hæst, að núverandi formaður Átaks, íbúasamtakanna á Þingeyri, ásamt hans með- stjórnendum, biðst afsökunar á hennar orðum í garð þingmannanna sent voru á þessum fundi, og þeirra sem voru ekki viðstaddir, og viðstaddir af bæjarstjórn og fiskveiðistjórn, að ógleymd- urn kvótagreifunum. Það er engum til skammar að vera ríkur. bara ef það ríkidæmi hefur unnist á réttan máta. Það færi betur að þetta fólk ætti aldrei eftir að sjá eftir þessum gerðunt sínum. En strax eftir fundinn eru farnar að berast fregnir af því sent miður fór og á fleira eftir að líta dagsins ljós áður en varir, fyrir það eitt að ábendingum og tilboðum var ekki sinnt, eða bara fullyrt að þau boð komi ekki að neinu gagni. Samanber það sem Magnús Reynir upplýsir í DV 16/9. HaraldurLíndal sagði einfald- lega að þeir hefðu aðrar hugmyndir. Ég tel að það þurfi enginn að biðjast afsökunar á orðum Ragnheiðar. Hún varstórorð en það veitti sannarlega ekkert af því. Þetta hreyfði kannski pínulítið við þeirn sem eru valdir að vanda okkar. Ragnheiður Ólafs- dóttirer fullfær um að biðjast afsökunar, ef þess væri þörf, en mér persónulega finnst að hún þurft ekki að gera það. - Kristjana S. Vagnsdóttir. 2 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.