Bæjarins besta - 22.09.1999, Blaðsíða 8
Pilsa- og hattamót Krismu í golfi
Lesendur
Stend við
öll mín orð
Blaðinu hefur borist eftir-
farandi fréttatilkynning frá
Ragnheiði Olafsdóttur, frá-
farandi formanni Ataks á
Þingeyri vegna yfirlýsingar
stjórnar Ataks sem birtist í
síðasta blaði.
„Af gefnu og sárgrætilegu
tilefni verð ég að svara fyrr-
um félögum mínum í stjórn
íbúasamtakanna Ataks á
Þingeyri vegna dapurlegrar
yfirlýsingar þeirra vegna al-
menns borgarafundar á Þing-
eyri þann 12. september sl..
Þessi yfirlýsing einkennist af
undirlægjuhætti, hræðslu um
eigið skinn og algjörum mis-
skilningi.
Núverandi stjórn harmar
málflutning minn og biðst af-
sökunar út og suður fyrir
mína framkomu á þessum
opna fundi. Eg hef unnið af
heilindum fyrir íbúasamtökin
og vildi á þessum fundi, að-
eins spyrna við fótum þegar
misvitrir stjórnmálamenn og
bæjarfulltrúar troða Þingeyr-
ingum um tær.
Ég sagði af mér formenn-
sku og úr stjórn í upphafi
ræðu minnar undir liðnum,
önnur mál. til að geta talað
frjálst og með óbundnar
hendur um allt það órétti, svik
og samsæri sem hefur bitnað
á sveitungum mínum á und-
anförnum árum. Ég talaði
aldrei í nafni íbúasamtakanna
enda vissi ég af eigin reynslu
að enginn félaga minna í
stjórninni, hefði kjark né þor
til að segja sannleikann um
vandamálin á Þingeyri. Það
ríkir skoðana- og tjáninga-
frelsi hér á landi og er Þing-
eyri þar engin undantekning.
Ég stend við öll mín orð
og þarf engan til að biðjast
afsökunar á gjörðum mínum.
Mér sárnaði ólýsanlega að
sjá hræðsluna, sleikjuháttinn
og kjarkleysið í mínum fyrr-
um samstarfsmönnum, já all-
ir hafa þörf á handaþvotti
eins og á tímum Krists.
Þeir biðja um ljúft sam-
starf við þá aðila sem hafa
brugðist þeim hvað mest á
umliðnum árum og verði
þeim að góðu, en eitt er víst
að sú vinátta á aldrei eftir að
skila Þingeyringum fram á
veginn. Nei og aftur nei, ég
veit að sannleikurinn er sagna
bestur og hverjum sárreið-
astur og hafið hugfast ágætu
Þingeyringar, að til að ná ár-
angri í atvinnumálum eða líf-
inu almennt, verður að rífa
upp arfann, stinga á kýlum
og það gerist ekki með
undirlægjuhætti og auðmýk-
ingu, því þannig verður að-
eins valtað yftr fyrirtæki og
fólk hér á Þingeyri eins og
hefur verið gert á undanförn-
um árum.
Réttlætið sigrar að lokum."
Ragnheiður Ólafsclóttir,
Þingeyri.
Slydda útí en
gott veður ínni
Keppendur á pilsa- og hattamóti Krismu voru klœddir við
hœfi. Frá vinstri: Guðríður Sigurðardóttir, Soffía Þóra
Einarsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Kolbrún Benediktsdóttir,
Anna Sigurðardóttir, Kristín Karlsdóttir, Anna Ragnheiður
Grétarsdóttir, Arndís Olafsdóttir, Ruth Tryggvason, Greta
Jónsdóttir og Arndís Baldursdóttir.
Efnt var til kvennamóts í
golfi íTungudal um fyrri helgi.
Verslunin Krisma styrkti
mótshaldið og gaf vegleg
verðlaun og bar mótið nafnið
Pilsa- og hattamót Krismu.
Þegar mótsdagurinn rann upp
var hið versta haustveður,
slydda og hvassviðri og hætt
við óæskilegum lyftingum og
sviptingum síðpilsa og hatta.
Auk þess var golfvöllurinn
ekki leikhæfur sökum bleytu.
Golfkonur sem komnar voru
á staðinn brugðust við þessu
með því að breyta mótinu í
púttmót inni í hinum nýja og
veglega golfskála en þar var
gott veður, úrkomulaust en
lítilsháttar pilsaþytur með
köflum. Hins vegar komu
færri til leiks en ella hefði
verið.
Leiknar voru 18 holur og
stjórnaði Birgir Valdimarsson
rnótinu af röggsemi. Kristín
Karlsdóttir sigraði á 25 högg-
um, í öðru sæti varð Guðríður
Sigurðardóttir á 26 höggum
og í þriðja sæti Greta Jónsdótt-
ir á 27 höggurn. Að móti loknu
gæddu keppendur sér á krás-
um og notuðu tímann til að
skipuleggja golfleikinn næsta
sumar. Vaxandi þátttaka
kvenna í golfíþróttinni bendir
til þess að það geti orðið gott
sumar fyrir golfkonur.
Þrjár efstu á mótinu: Greta (3), Kristín (1) og Guðríður (2).
r
Velkomm heím,
Soffia mín
- og heill þér, Ragnheiður Ólafsdóttir!
Ég vil bara þakka þér
frábæra grein í Bæjarins
besta. Það eru akkúrat
svona skrif sem við þurfum
á að halda, Sossa mtn. Það
yljaði mér um hjartað að
lesa greinina þína. Ég
skynjaði mismuninn þegar
ég var tvo vetur í Hvera-
gerði fyrir nokkrum árum.
Þá fann ég hvað við vorum
raunverulega kraftmikil og
sjálfstæð. I Hveragerði og
á Selfossi þrífst ekki einu
sinni bíó, vegna þess að
fólkið fer bara til Reykja-
víkur til að sækja sér
skemmtanir og versla. Þar
er talað um að fara í bæinn
og þá er átt við Reykjavík.
Mér fannst þetta framandi
og varð einmitt hugsað
heim. Þá kom Bolungarvík
sterklega upp í hugann. Mér
hafa alltaf fundist Bolvík-
ingar svo duglegir að hlúa
að sínu og ég vona að svo
verði áfram. Og með þinn
eldmóð er ég ekki í vafa.
Líka vil ég nota tækifær-
ið og fara yfir á Þingeyri.
Ég var því miður ekki á
fundinum fræga sem íbúa-
samtökin stóðu að, en ég
hef lesið og heyrt af honum.
Og mig langar að leggja
þar lítið lóð á vogarskálina,
því að mér fmnst vera hall-
að á góða konu þar. Hennar
eldmóður er mikill og það
má vel vera að hún hafi
Ásthildur Cesil
Þórðardóttir skrifar
„farið y fir strikið“ eins og sagt
var, en sagði hún nokkuð
nema sannleikann? Þingeyr-
ingur sem hafði samband við
mig sagði mér að hún hefði
bara sagt það sem allir hinir
hugsuðu og töluðu um þar sem
tveir mættust. Það er alveg
rétt, að stundum má satt kyrrt
liggja, ég veit líka að sannleik-
anum verður hver sárreiðastur.
En ég bið fólk um að sýna
henni sanngirni. Ég sé ekkert
aumkunarvert eða dapurlegt
við Ragnheiði Olafsdóttur. Ég
er ekki að dæma á neinn hátt
það sem er að gerast á Þing-
eyri. Og ég vona svo sannar-
lega, að það verði þeim og
okkur öllum til góðs. Ég vil
bara benda fólki á, að þarna
er kjarnmikil kona á ferð,
sem við megum ekki missa
frá okkur. Ragnheiður er að
gera óskaplega skemmti-
lega hluti í fyrirtæki sínu,
Steinar og málmar. Ég hef
komið þar við og skoðað
verk hennar og aðstöðu. Ég
hvet fólk til að kynna sér
það sem hún er að gera og
ég hvet hana til að koma
með sýningu á verkum
sínurn til Isafjarðar, þar sem
okkur gefst betra tækifæri á
að skoða og jafnvel fá
hugmyndir að persónuleg-
um jólagjöfum.
Ef við ætlum að lifa í
þessu samfélagi, þá er okkur
nauðsynlegt að standa sam-
an og vera góð hvert við
annað. Okkur hættir svo til
að hatast og vera grimm.
Stundum verður rnaður auð-
vitað að bíta frá sér, þegar
sá sterki veður yfir hinn
veikari. En ef við hefðurn
mannúð og kærleika að
leiðarljósi, þá þyrfti ekki að
koma til slíks. Og þá liði
okkur öllum miklu betur.
Ættum við ekki að stefna að
því, nú þegar óðum líður að
því að nýtt árþúsund gengur
í garð?
Með kveðju.
- Asthildur Cesil
Þórðardóttir.
Magnús Oddsson ferðamálastjórí, aðalgestur aðalfundar Ferðamálasamtaka Vestfjarða
Ferðaskípuleggjandi fliugar að
hætta ferðum vegna slæmra vega
Aðalfundur Ferðamálasam-
taka Vestfjarða var haldinn í
Bjarkalundi fyrir stuttu. Þrátt
fyrir fremur leiðinlegt veður
var mæting ágæt. Umræðu-
efni fundarins var markaðs-
mál og var aðalgestur hans,
Magnús Oddsson ferðamála-
stjóri. Hann ræddi m.a. nauð-
syn vöruþróunar og það að
búa til aðlaðandi ferðapakka
til að selja ferðamönnum auk
þess sem hann tjallaði um
rannsóknir í ferðaþjónustu og
gildi þeirra fyrir vöruþróun.
Benti hann meðal annars á í
því sambandi að ferðamenn
kjósa nú í auknu mæli að aka
um landið á bílaleigubflum
og því yrði gildi góðra upp-
lýsinga og upplýsingamið-
stöðva meira þar sem ekki
væru leiðsögumenn í hverjum
bíl.
Einar Snorri Magnússon
flutti erindi um markaðssetn-
ingu á Internetinu og stefnu-
mótun samtaka og bæjarfé-
laga á Vestfjörðum, Sigríður
Ó. Kristjánsdóttir fjallaði um
markaðssetningu smáfyrir-
tækja og Dorothee Lubecki
gerði grein fyrir störfum ferða-
málafulltrúa á árinu. Þá ræddi
Áslaug Alfreðsdóttir urn
bæklingaútgáfu á vegum sam-
takanna.
Vegamál voru nokkuð til
umræðu og kom fram almenn
ánægja með miklar vegabætur
á Vestfjörðum þrátt fyrir að
nokkrir vegakaflar hefði verið
mörg erfiðir fram eftir sumri
s.s. vegurinn út á Látrabjarg.
Einn fundargesta, ferðaskipu-
leggjandi sem hefur haft nokk-
ur urnsvif á Vestfjörðum í
sumar, taldi að verstu vega-
kaflarnir gætu orðið til þess
að hún hætti ferðum um Vest-
firði. Mikil eining ríkti áfund-
inum og voru fundarmenn
sammála um að halda áfrarn á
þeirri braut sem mörkuð hefur
verið samkvæmt stefnumótun
frá árinu 1992.
I lok fundarins fór fram
stjórnarkjör. GunnarEgilsson
var endurkjorinn formaður
samtakanna. Aðrir í stjórn eru
Sigurjón Þórðarson, Áslaug
Alfreðsdóttir. Guðmundur
Björgvinsson, Magnús Há-
varðarson, Jón Björnsson og
Magnús Magnússon.
Vesturfrakt
Sjálfstæöir
Vestfiröingar
flytja meö okkurí
Afgreiösla á ísafiröi:
Ásgeirsgata 3 (viö hliöina á Vestra-húsinu)
8
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999