Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.11.1999, Side 3

Bæjarins besta - 10.11.1999, Side 3
Úrskurðarnefnd þjóðkírkjunnar: ,Staða mála í ItsprestakaUi óviðiinandi“ - en telur sig skorta vald til að leysa vandann Holtskirkja í Önundarfirði. Urskurðarnefnd þjóðkirkj- unnar hefur skilað niðurstöðu í máli sóknarnefndar Holts- sóknar í Önundarfirði og nokkurra sóknarbarna í Holts- prestakalli gegn sóknarprest- inum, sr. Gunnari Björnssyni, vegna margvíslegra ætlaðra ávirðinga í starfi. Einnig bein- ist málið í nokkrum atriðum að eiginkonu prestsins. Brostið traust I niðurstöðu úrskurðar- nefndar og rökstuðningi segir m.a.: „Málshefjendur í máli þessu eru sóknarnefnd Holts- sóknar og nokkur sóknarbörn í Holtsprestakalli. I greinar- gerðum þeirra hafa verið rakin nokkur ágreiningsefni um at- riði er snerta kirkjulegt starf. Þar er sérstaklega tilgreindur ágreiningur um verkaskipt- ingu milli sóknarprests og sóknarnefndar, greiðslur vegna tónlistarflutnings gagn- aðila við kirkjulegar athafnir og hlutverk maka í sóknar- starfí. Þá hafa málshefjendur haldið því fram, að gagnaðili [presturinn] hafi brotið trúnað gagnvart sóknarbömum. — - Við efnislega meðferð málsins hefur komið í ljós, að kjarni þessa máls snýst um fleira en að framan er rakið. Málshefjendur búa í samfé- lagi sem varð fyrir mann- skæðu snjóflóði haustið 1995. Málshefjendur segjast þegar á þeim tíma hafa misst traust á sóknarpresti sínum. Máls- hefjendur telja sig hvergi hafa getað leitað sálusorgunar í kjölfar áfallanna og fullyrða að stór hluti íbúa þessa samfé- lags sé sömu skoðunar. Máls- hefjendur telja að endurteknar óskir þeirra til þjóðkirkjunnar um úrbætur hafi verið huns- aðar og upplifa viðbrögð kirkjunnar sem stuðning við gagnaðila og skilningsleysi á vanlíðan sóknarbarna.“ Ásakanir um aga- eða siðferðisbrot Varðandi ásakanir um aga- eða siðferðisbrot segir m.a. í niðurstöðu nefndarinnar: „Málshefjendur fullyrða að gagnaðili virði að takmörkuðu leyti þá trúnaðarskyldu sem á honum hvíli sem presti og að hann hafi brotið trúnað við sóknarbörn.-----Urskurðar- nefndin telur að þar sem engar sannanir hafi verið lagðar fram um ætluð trúnaðarbrot sé ekki unnt, gegn eindregn- um mótmælum gagnaðila, að fallast á með málshefjendum að hann hafi brotið trúnað við sóknarbörn. Málshefjendur fullyrða að ágreiningsatriði er snerta páskamessu, hlutverk maka, meðferð gagnaðila á gjöfum kirkna og námsleyfi og Bandaríkjaför feli í sér aga- brot og til vara siðferðisbrot. Urskurðarnefndin telur þessi ágreiningsatriði snerta ágrein- ing á kirkjulegum vettvangi án þess að teljast aga- eða siðferðisbrot.“ Verkaskipting prests og sóknarnefndar Hvað snertir „ágreining á kirkjulegum vettvangi“ segir m.a. í niðurstöðum nefndar- innar um verkaskiptingu sóknarprests og sóknarnefnd- ar: „I máli þessu er ágreining- ur um verkaskiptingu milli sóknarnefnda annars vegar og sóknarprests hins vegar. Snýr sá ágreiningur einkum að mót- töku gjafa og umsjón með kirkjum, en málshefjendur hafa einnig nefnt ráðningu starfsmanna sókna, þátttöku Sr. Gunnar Björnsson. sóknarprests í sóknarnefndar- fundum og ákvarðanir hans sem skuldbundið hafa sókn- arnefndirnar fjárhagslega. Á fundi úrskurðarnefndar með gagnaðila 24. ágúst sl. var gagnaðili spurður um þessi ágreiningsefni og stað- hæfingar málshefjenda um þau. Gagnaðili staðfesti að sennilega hefði hann ekki allt- af gætt þess nægilega vel að hafa sóknarnefndir með í ráð- um þegar honum hefðu borist tilkynningar um fyrirhugaðar gjafir til kirkjunnar. Hann kannaðist einnig við að hafa látið falla tilgreind ummæli við einstaklinga sem voru að þrífa kirkjuna í Holti og hirða kirkjugarðinn þar. Hann kann- aðist einnig við að hafa skipt um lás á kirkjunni í Holti. Þá viðurkenndi gagnaðili að hann hefði af alhugunarleysi áritað reikning sem formaður sóknarnefndar hefði átt að árita. Hann staðfesti einnig að hafa fest kaup á skáp án þess að kanna fyrirfram hvern- ig fjárhagsstaða sóknarinnar var áður en hann réðst í kaup- in. Hann viðurkenndi loks að hafa hvorki sótt sóknarnefnd- arfundi frá vori 1998 þar til hann fór í leyfi né frá 1. júní 1999 eftir að leyfi lauk.“ Varðandi greiðslurfyrirtón- listarflutning prestsins við kirkjulegar athafnir: „...al- mennt gildir sú vinnuregla að starfsmaður getur ekki gert launagreiðanda reikning fyrir vinnu sem fellur utan daglegra skyldustarfa nema um slíkar greiðslur hafi verið samið áður.“ Afskipti maka af málefnum prestakallsins Um hlutverk maka prests í safnaðarstarfi: „I máli þessu liggur fyrir að ýmsar umkvart- anir málshefjenda beinast fremur að maka gagnaðila en að gagnaðila sjálfum. Eru þar tilgreind afskipti maka af mál- efnum prestakallsins og sím- töl og önnur samtöl við máls- hefjendur.-----Maki prests erekki starfsmaðurþjóðkirkj- unnar. Takist maki prests á hendur að styðja prest í starfi verður presturinn að setja stuðningnum skýr mörk og gæta þess að stuðningur maka gangi ekki svo langt að hann skarist við embættisskyldur hans. Prestur verður að gæta þess að maki hans blandi sér ekki inn í störf hans með þeim hætti að ágreiningi geti valdið við sóknarböm.-----Þar sem gagnaðili hefurekki mótmælt þeim umkvörtunum sem málshefjendur nefna vegna afskipta maka hans telur úr- skurðarnefnd að þær umkvart- anir eigi við rök að styðjast." Stóð ekki við loforð I samantekt úrskurð- arnefndar segir svo m.a.: „Úr- skurðarnefnd telur að staða mála í Holtsprestakalli sé óviðunandi. Gagnaðili hefur ekki staðið við loforð sem lög- maður hans gaf fyrir hans hönd í bréfi til biskups í febr- úar sl. þar sem fram kom að hann myndi leggja sitt af mörkum til að ná sáttum við sóknarbörnin eftir að hann sneri aftur til starfa í júní. I greinargerðum málshefjenda kemur fram að gagnaðili hefur engar slíkar tilraunir gert og aðspurður viðurkenndi hann á fundi með úrskurðarnefnd 24. ágúst sl. að svo væri ekki. Úrskurðarnefnd telur að finna þurfi lausn á þeim vanda sem við er að etja í Holtsprestakalli en nefndin hefur ekki vald til að koma fram með slíka lausn, eins og mál þetta er vaxið. Tilraunir nefndarinnar til að leita sátta reyndust árangurs- lausar. Úrskurðamefnd telur að biskup hafi að lögum vald tilað leysa vanda Holtspresta- kalls, sbr. 11. gr. þjóðkirkju- laga. Úrskurðarnefnd beinir þeim tilmælum til biskups að lausn verði fundin í málum Holtsprestakalls.“ Almennur safnaðarfundur í Holtssókn, haldinn í Holts- skóla sl. laugardag, ályktaði eftirfarandi vegna niðurstöðu úrskurðarnefndar sem hér hef- ur verið gripið niður í: „Fund- urinn harmar það að úrskurð- arnefnd þjóðkirkjunnar skuli ekki hafa vald til að koma fram með lausn í málinu, þó hún taki í öllum aðalatriðum undir sjónarmið Holtssóknar, en vísar málinu til biskups Islands. Fyrir liggur að biskup Islands benti Holtssókn á að fara með málið til úrskurðar- nefndar í apríl sl. eftir að hafa verið með málið til úrlausnar í eitt ár. Fundurinn tekur að svo komnu máli ekki afstöðu til áfrýjunar til áfrýjunar- nefndar þjóðkirkjunnar.“ Jólagjafahandbók Ráðgert er að Jólagjafahandbók BB komi út föstudaginn 10. desember nk. Líkt og undanfar- in ár verður hún öll litprentuð og dreift ókeypis í hús á norðanverðum Vestflörðum. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í blaðinu eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band sem fyrst við Sigurjón í síma 456 4560. ppr’™ .f T Afmæli 60 ára I dag, miðvikudaginn 10. nóvember er sextugur, Einar Ingvarsson, Fagra- holti 14, ísafirði. Hann og eiginkona hans Elín M. Jónsdóttir eru stödd erlendis. Vikan framundan 10. nóvember Þennan dag árið 1967 voru Strákagöng formlega tekin í notkun. Þau voru þá lengstu veggöngin, um 800 metrar. Þar með komst Siglufjörður í vegasamband allt árið. 11. nóvember Þennan dag árið 1962 var leikritið Hart í bak eftir Jök- ul Jakobsson frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það naut meiri vinsælda en dæmi voru um og var sýnt 205 sinnum, alltaf fyrir fullu húsi. 12. nóvember Þennan dag árið 1974 lést Þórbergur Þórðarson rit- höfundur, 85 ára. Jakob Benediktsson sagði að hann hefði verið „einn mesti snillingur sem við höfum nokkurn tíma átt.“ Meðal þekktustu bóka Þórbergs eru Bréf til Láru, Islenskur aðall, Ofvitinn og ævisaga Árna Þórarinssonar. 13. nóvember Þennan dag árið 1939 sökk þýska flutningaskipið Parana út af Patreksfirði. Áhöfnin yfirgaf skipið dag- inn áður og var tekin til fanga af breska herskipinu Newcastle. Þetta var fyrsta þýska skipið sem sökkt var við strendur íslands í síðari heimsstyrjöldinni. 14. nóvember Þennan dag árið 1963 hófst eldgos á hafsbotni suðvestur af Vestmannaeyjum. Þar sem áður var 130 metra dýpi kom upp eyja sem nefnd var Surtsey. Gosið stóð með hlé- um í þrjú og hálft ár, fram í júní 1967, og mun vera með lengstu gosum frá upphafi íslandsbyggðar. Surtsey var stærst 2,7 ferkílómetrar en hefur minnkað um nær helming. Eyjan var hæst 174 metrar. 15. nóvember Þennan dag árið 1978 varð mesta slys íslenskrar flug- sögu er 197 manns fórust er þota sem var í eigu Flug- leiða hf. hrapaði í lendingu á Colombo á Sri Lanka. Flug- vélin var í pílagrímaflugi. Átta íslenskir flugliðar létust en fimm komust lífs af. 16. nóvember Þennan dag árið 1957 var Nonnahús á Akureyri opnað sem minjasafn þegar hundr- að ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sveinssonar rithöfund- ar (f. 1857, d. 1944). Auglýsingasíminn er 456 4560 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 3

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.