Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 10

Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 10
10 VÍÐFÖRLI 23. ÁRG. 1. TBL. Erum við lúthersk og hvað þýðir það? Lútherski arfurinn var til umræöu í Hallgrímskirkju á ör- þingi í janúar sem bar yfirskriftina: „Hversu lúthersk er lúth- erska kirkjan á íslandi?” Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, séra Yrsa Þórðardóttir og séra Ingþór Indriðason ræddu um lút- erska arfinn frá ýmsum hliðum. Sigurjón Árni hóf mál sitt á að vitna í þýskan læriföður sinn sem sagði: „Ef þið takið helgisiðina frá rétttrúnaðar- kirkjunni þá deyr hún. Ef þið takið valdapýramídann frá kaþólsku kirkjunni þá deyr hún og ef þið takið guðfræðina frá lútersku kirkjunni þá deyr hún.” Höltrum eftir glímuna viö Guð Sigurjón vildi ekki ræða sérstaklega um lútherska kirkju á íslandi heldur um lútherska kirkju almennt. Hann minnti á mikilvægi þess að tileinka sér guðfræðina í hinum lúth- erska arfi að „lesa orðið, íhuga, boða og reyna” eins og Lúther sagði. Áherslan er alltaf á að einstaklingurinn iðki þessa guðfræði, glími við Guð. Sigurjón Árni notaði tækifærið og kynnti nýja bók sína Kristin siðfræði í sögu og samtíð þegar hann ræddi skiln- ing Lúthers á guðfræðinni. „Jakobsglíman endurspeglar ágætlega eðli guðfræðinn- ar [...] Líkt og Jakob haltrar maðurinn ætíð eftir að hafa giímt við Guð. Átökin eru upp á líf og dauða og þau snúast um gagnkvæma virðingu. Það sem hér er dregið fram er að maðurinn tekst á við Guð sem einstaklingur. Þetta má túlka þannig að maðurinn verði að horfast í augu við hinn deyð- andi dóm lögmálsins og meðtaka lífgjafarorð fagnaðarer- indisins. Þessi tvö orð Guðs, lögmál og fagnaðarerindi, eru að áliti Lúthers meginviðfangsefni guðfræðinnar.” (Sigurjón Árni Eyjólfsson: Kristin siðfræði í sögu og samtíð, HIB, Reykjavík 2004, bls. 20) Barnatrú og „mér finnst” Hvernig er þá iðkun þessarar guðfræði farið á íslandi. Er þessi þáttur lútherskunnar virkur hér? Um þetta spunnust Porvoo fundir Áhugafólk um Rorvoo samstarfið hafa hist í Hall- grímskirkju kl. 9.00 flesta miðvikudagsmorgna í vetur og rætt um mismunandi hliðar samstarfs Anglikana og Lúterskra. Forgöngu um þessa morgna höfðu dr. Sig- urðurÁrni Þórðarson og sr. Kristín Þórunn Tómasdótt- ir. Oftast koma gestir og segja frá einhverjum hliðum samstarfsins, og hefur verið fjallað um skilning á djáknaembættinu, biskupsembætti, störf íslenskra presta innan ensku kirkjunnar, óslitna vígsluröð og um- ræðum þeim tengdum, svo eitthvað sé nefnt. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir nokkrar umræður á örþinginu. Sigurjón taldi okkar helsta vanda vera að orða trúna. Umræðan gengur meira út frá barnatrú og „mér finnst”. Okkur skortir oft hæfileika til að tala á guðfræðilegum nótum. Þó horfi þar margt til betri vegar með síaukinni barnafræðslu en Sigurjón ítrekaði mik- ilvægi fullorðinsfræðslu í þessum efnum. Messað í sparifötunum Yrsa Þórðardóttir varpaði Ijósi á fjölbreytileika hinnar lúthersku hefðar þegar hún sagði frá lútherskum kirkjum í suður Frakklandi og Elsass þar sem predikunarstóllinn er sjaldan notaður og að jafnaði hvorki hempur né höklar. Rresturinn, vígður prestur, mætir bara í snyrtilegum betri fötum og biskuparnir eða superintendarnir eru meira í ætt við framkvæmdastjóra eða eftirlitsmann hins kirkjulega starfs. Ingþór Indriðason hristi upp í þinggestum með hörðum orðum um stöðu kirkjunnar. Hann lagði ríka áherslu á nauðsyn þess að boða. í Nýja testamenntinu er talað um náðargjöf þess að kenna og að spá, sem réttilega væri þýtt að predika, eða boða. Hann benti á vanda hefðbundinna mótmælendakirkna á Vesturlöndum þar sem meðlimum fækkar stöðugt. „Kirkjan á Vesturlöndum er að grotna inn- an frá,” sagði Ingþór. Hann reifaði meðal annars reynslu lúthersku kirkjunnar í Kanada sem er í sambýli við aðrar stórar kirkjudeildir og önnur trúarbrögð. Hempur og valdatákn Líflegar umræður spunnust um erindi Yrsu og Ingþórs. Meðal annars veltu viðstaddir fyrir sér ytri táknum presta, svo sem klæðunum og merkingu þeirra, tengslum þeirra við kaþólska hefð og við vald kirkjunnar. Ingþór sagði frá því að þegar First Lutheran Church var stofnuð í Winnepeg í Kanada á síðari hluta 19. aldar, hafi unga fólkið sem stóð að stofnuninni hvorki viljað að fyrsti presturinn skrýddist í messu né notaði lútherskt messuform. Hvort tveggja töldu þau merki um hina dönsku kirkju þar sem kóngur og yfir- völd réðu öllu. Rætt var um mismunandi lútherskar hefðir innan kirkj- unnar í Norður Evrópu og samanburð við reformertar kirkj- ur og anglikönsku kirkjuna þar til nauðsynlegt reyndist að slíta umræðum enda örþingið farið að nálgast málþing að lengd. 25 áhugamenn um Lúther og lútherska kirkju mættu til leiks, 20 kvenmenn og fimm karlmenn. Af körlunum voru tveir frummælendur og einn í undirbúningshópi. Það er á- stæðulaust að draga af þessu þá ályktun að konur séu á- hugasamari um Lúther en karlar. Ef til vill eru þær bara við- bragðsfljótari, en örþingið var auglýst með stuttum fyrir- vara. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.