Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 11

Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 11
MARS 2004 VÍÐFÖRLI 11 Kirkjuskóli í Mælifellsprestakalli Stoltir nemendur með viðurkenningarskjöl ásamt sóknarpresti. Nítjánada starfsári kirkjuskól- ans í Mælifellsprestakalli í Skagafirði lauk vorið 2003. Sam- verur hafa verið tvær í mánuði og sú venja hefur skapast, að skólinn hefjist fyrsta vetrardag og Ijúki á sumardaginn fyrsta en þá er kirkjuskólanum slitið form- lega í fjölskyldumessu í Reykja- kirkju. Fyrst í stað var kirkjuskólinn á víxl í tveimur kirkjum prestakalls- ins, Reykjakirkju og Goðadala- kirkju, en frá árinu 1996 hefur hann verið alfarið í heimakirkj- unni á Mælifelli, og sækja hann börn úr öllum þremur sóknum prestakallsins. Börnin hafa verið nokkuð dugleg að mæta. í prestakallinu, sem telur um 250 manns, eru rúmlega 20 börn á sunnudagaskólaaldri, og hafa að jafnaði 3/4 þeirra mætt í kirkjuskólann, að vísu misjafnlega oft, allt frá einu sinni og upp í tólf skipti. Notað hefur verið námsefni barnastarfs kirkjunnar, kirkjubók og annað efni, en í hverri samveru ýmislegt ann- að til skemmtunar og fróðleiks, leikir, spurningakeppnir og ýmsar þrautir sem er mjög vinsælt hjá krökkunum. Söngur er miðlægur í hverri stund og reynt að láta börnin læra ein- hverja nýja söngva á hverjum vetri. Það tel ég mikilvægt. Við erum svo heppin að hafa góðan undirleikara. Kristján Stefánsson, tónlistarmaður frá Gilhaga, spilar undir á harmonikku við sönginn, þegar hann getur því við komið, og er hans þáttur í kirkjuskólastarfinu ómetanlegur. Kirkjuskólabörnin hafa sungið við messur tvisvar á vetri, í fjölskyldumessu 1. sd. í aðventu og á æskulýðsdaginn, 1 sd. í mars. Tónlistarkennari í Steinsstaðaskóla hefur aðstoðað við að æfa söngvana fyrir messurnar. Nú hefur skólanum á Steinsstöðum verið lokað og börnin sækja skóla í Varma- hlíð, svo óvíst er, hvert framhald verður þar á. Á liðnum vetri var efni kirkjuskólans unnið í samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar, sem kunnugt er. Fengum við stóran söfnunarbauk frá Hjálparstarfinu í upphafi vetrar og ákveð- ið var strax í byrjun að fylla hann. Sóknarprestur og börn hjálpuðust að við það verkefni. Það var talsvert stoltur hópur barna sem lagði síðustu krónurnar í troðfullan baukinn í síðustu samverustund vetr- arins. Og upp úr honum komu 12.500 krónur, þegar talið var, sem lagt var inn á reikning Hjálparstarfsins. Mér fannst börnin sýna þessu verkefni áhuga og von- andi fá þau betri skilning á því að úti um allan heim og einnig hér í okkar landi eru börn, sem búa við bág kjör, og að við erum öll aflögufær að hjálpa þeim, sem líða skort. Það virðist mér aðalatriðið við söfnun sem þessa, og að því leyti hefur hún mikið gildi, burtséð frá því hversu mikið safnast. Vonandi hefur þessi söfnun borið árangur um land allt, sé reyndar að mælst er til, að hún haldi áfram á kom- andi vetri í einhverju formi. Það er vel. Á liðnum vetri fórum við í heimsókn í kirkjuskóla Mikla- bæjarprestakalls og áttum þar góða stund. Allaf er hægt að læra af því að heimsækja aðra. Við slit kirkjuskólans á sumardaginn fyrsta fengu öll börnin þátttökublað fyrir veturinn og þau, sem besta höfðu mætingu, aukaviðurkenningu. Eitt barn, Berglind Guð- mundsdóttir, mætti í allar tólf samverur vetrarins, sem er algert met. Að lokum sungu þau sunnudagaskólasönginn en texta og lag samdi Kristján Sefánsson, og er þessi söngur í miklu uppáhaldi hjá okkur. Læt ég texta hans fylgja hér með að lokum: Það er líf og fjör á æskudögum okkar, enda er margt sem hugann flesta daga lokkar. Alltaf gagn og gaman fund, sem að gleður okkar lund eigum við, þó veginn sífellt svelli, í sunnudagaskóla á Mælifelli. Þó að frost og snjór á ferðum okkar sjáist, þá er fullvíst að á leiðarenda náist. Þó að ferð sé fjötrum háð, finnst mér takmarkinu náð, því á kertinu að kveikja saman, í kirkjunni á Mælifelli er gaman. Ólafur Þ. Hallgrímsson.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.