Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 5

Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 5
JUNI 2004 VI Ð F Ö R LI 5 Embættað við Grafarvog; sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Lena Rós Matthiasdóttir og Karl Sigurbjörnsson biskup. un á íslandi með tilliti til félagskerfa, þar á meðal skipulags Þjóðkirkjunnar. í erindi hans kom fram að samkvæmt nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem gildir til árins 2024 væri reiknað með fjölgun um 61.500 íbúa eða ferfald- an íbúafjölda Akureyrar. Ef reiknað væri með 4000 íbúum í hverju nýju prestakalli samsvaraði það 16 nýjum prestaköll- um. Reyndar taldi Trausti að þessi mannfjöldaspá væri of há, annars vegar hefði að hluta til tekist að stöðva fólks- flóttann af landsbyggðinni, einkum í 100 kílómetra radíus frá höfuðborgarsvæðinu, hins vegar vegna þess að konur fæddu færri börn en áður. Trausti beindi sjónum manna að viðsnúningi í fólksflutn- ingum (deurbanization) sem væri hafin fyrir nokkru hér á landi. Þessir fólksflutningar beindust til svæða í u.þ.b. 100 kílómetra radíus frá höfuðborginni. Þar væri fólk að skapa sér annað heimili með kaupum á jörðum eða byggingu sumarhúsa sem væru að breytast í heilsársbyggðir. Þá taldi Trausti að þær þjóðfélagsbreytingar sem hér væru raktar kölluðu á uppstokkun á kerfi kirkjunnar: „Uppstokkun á kerfi kirkjunnar, - þ.e. sameining í stærri heildir, - virðist mér, - líkt og í sveitarstjórnarkerfinu, - hafa gengið allt of hægt. Fyrir utanaðkomandi skipulagsmann, stingur það mjög í augu að í sumum tilfellum nær prestakall til aðeins um 2-300 íbúa og svo í öðrum til um 10 þúsund íbúa. Það þætti skrítið ef t.d. sumir læknar þjónuðu 2-300 íbúum en aðrir hins vegar 10 þúsund íbúum.“. Þá flutti Þórhildur Líndal umboðsmaður barna erindi sem hún nefndi: „Hve glöð er vor æska“. Hún sagði m.a.: „Hve glöð er vor æska segir í upphafi Ijóðs Þorsteins Er- lingssonar. En spurningin, hversu glöð er - í raun og veru - vor æska, æska íslands, leitar hins vegar oft á mig og vafa- laust á marga fleiri. Sú hlið mannlífsins sem ég fæ að heyra um í starfi mínu er oft æði dökk og döpur. Oftsinnis hef ég fyllst reiði yfir vonsku mannsskepnunnar. Yfirgangi hennar og skilningsleysi. En hlutverk mitt, sem umboðsmaður barna, er jú að stuðla að bættum hag barna og standa vörð um réttindi þeirra, þarfir og hagsmuni. Að vinna í þágu barna lít ég á sem ákveðin forréttindi, sem ég hef notið. Ég hef því lagt krafta mína og sál í þetta brautryðjandaverk, sem bráðum hefur staðið í áratug og senn rennur sitt skeið. Á liðnum árum - á hverju ári - hefur mér borist fjöldi á- bendinga frá börnum, og ekki síður fullorðnum, um hvað- eina, sem snertir daglegt líf og starf barna og unglinga, hér á landi. Helst vildi ég geta sagt ykkur frá öllu því sem á börnum þessa lands brennur en tíma mínum er afmörkuð stund. í Ijósi þessa hef ég valið að gera eitt málefni, samveru- stundir barna og foreldra, að sérstöku umfjöllunarefni mínu hér í dag. En segja má að úr öllum áttum berist ábending- ar, skilaboð, um að fjölskyldan, þessi grunneining samfé- lagsins, sé á undanhaldi, fjölskyldulífið eigi undir högg að sækja vegna alls annars sem glepur huga nútímamanns- ins.“ Samfélag í trú og gleði Aðalefni Þrestastefnunnar að þessu sinni „Samfélag í trú og gleði" er sótt eins og áður segir í Stefnu og starfsáhersl- ur Þjóðkirkjunnar 2004-2010. Þar var fyrst og fremst spurt hvað má verða til þess að styrkja trúarsamfélagið í nútíma samfélagi. Adda Steina Björnsdóttir flutti erindi sem hún nefndi „Frá SVÓT til samfélags í trú og gleði“ þar sem hún rakti sumar niðurstöður svonefndrar SVÓT greiningar í stefnu- mótunarvinnu Þjóðkirkjunnar um trúarsamfélagið og helgi- hald en fjallaði einnig um nýjar upplýsingar úr Gallupkönn- un á trúarviðhorfum íslendinga ein sog þær snertu helgi- hald. „Sveitakirkjan andspænis borgarsamfélaginu" hét erindi sr. Guðna Þórs Ólafssonar prófasts á Melstað þar sem hann ræddi um trúarsamfélagið í sveitakirkjunni. „Samfélag í trú og gleði í gömlu kirkjunni" nefndist erindi sr. Guðbjarg- ar Jóhannesdóttur sóknarprests á Sauðárkróki þar sem hún rakti þessar áherslur í grónu bæjarsamfélagi. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prestur í Grafarvogi ræddi um trúarsamfé- lagið í nýjum söfnuði á höfuðborgarsvæðinu og sr. Einar Eyjólfsson prestur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði ræddi um samstarf safnaða. Samfélagið um viða veröld: sr. Kristín Þórunn Tómas- dóttir. Þá fluttu þau sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup, sr. Jón A. Baldvinsson vígslubiskup, sr. Gunnar Kristjáns- son prófastur, sr. Dalla Þórðardóttir prófastur og sr. Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur erindi um skipan prests- þjónustunnar. Að auki kynnti á Rrestastefnu 2004 sr. Kristján Valur Ingólfsson drög að kirkjutónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar. Halldór Reynisson

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.