Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 7

Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 7
JÚNÍ 2004 VtÐFÖRLI 7 í sumar - Kirkjan í sumar - Kirkjan í sumar - Kirkjan í sumar - 18. júní til 26. júlí. Flokkarnir eru aldursskiptir fyrir börn á aldrinum 7-13 ára. Sumarbúðirnar eru í fallegu umhverfi við Eiðavatn um 18 km frá Egilsstöðum en þar hafa verið reknar sumarbúðir í 35 ár. Innritun í sumarbúðirnar fer fram hjá Þórunni Jóhannsdóttur í síma 476 1633 kl. 17-19 virka daga. Netfang: kma1@simnet.is Á Vestmannsvatni verða í sumar starfræktar sumarbúð- ir í 40. sinn. Fimm vikuflokkar verða fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-16 ára. Þar heyrir til nýjunga að boðið er upp á unglingahóp í kringum verslunarmannahelgina. Þá er þar einnig boðið upp á sumardvöl í viku fyrir eldri borgara bæði í júlí og ágúst ef þátttaka verður nóg. Slóð sumarbúðanna við Vestmannsvatn er: http://www.skarpur.is/vestmanns- vatn/default.asp Sumardagar Kjalarnessprófastsdæmis Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir, eins og undan- farin ár, leikjanámskeiðinu ,,Sumardögum“. Þema ,,Sum- ardaga“ í ár er kærleikurinn. Plantað verður kærleiksgarði til að minna á kærleika Guðs. Lokadagur ,,Sumardaga“ er helgaður uppskeruhátíð með foreldrum. Sumardagarnir verða í Brautarholtssókn á Kjalarnesi og í Bessastaðasókn 7.-12. júní og í Grindavíkursókn 1.-4. júní. Þeir eru fyrir 6-12 ára börn. Nánari upplýsingar á vef Kjalarnespró- fastsdæmis: www.kjalarpr.is Neskirkja: Leikjanámskeið Eins og mörg undanfarin sumur verður Neskirkja með leikjanámskeið, annars vegar fyrir 6-10 ára börn, hins veg- ar fyrir 10-12 ára börn. Námskeiðin fyrir yngri börnin verða frá 14.-25. júní og 3.-13. ágúst eftir hádegi en fyrir þau eldri 21 .-25. júní og 9.-13. ágúst einnig eftir hádegi. Sjá nánar á www.neskirkja.is Árbæjarkirkja: Guðsþjónustur með „grilli“ Annan sunnudag hvers mánaðar kl. 11 er fjöl- skylduguðsþjónusta í Árbæjarkirkju með tilheyrandi grilli í sumarblíðunni! Þessar messur verða 13. júní, 11. júlí og 8. ágúst. Þá er sunnudagaskólastemning í kirkjunni og pylsupartý í stað kirkjukaffis á eftir. Holt í Önundarfirði Á friðarsetrinu í Holti, Önundarfirði, verður boðið upp á margvíslega dagskrá í sumar eins og hér segir: Barnanámskeið fyrir 7-13 ára: 1) 7.-11. júní „Lífið og náttúran" (smíði, skógrækt o.fl.) 2) 13.-16. júní „Vináttan og náttúran" 3) 16.-18. ágúst „Lífið og hafið". (sigling) Samvera fyrir eldri borgara verður 12.-15. júlí. Gisting og fullt fæði. Dvalardagar fyrir presta, guðfræðinga, djákna og fjölskyldur þeirra verða 18.-23. júlí með gistingartilboði og 12.-15. ágúst verða hvíldardagar fyrir alla sem vilja njóta náttúru og samfélags. Gisting og fullt fæði. Boðið upp á slökun. Húnaþing: Útimessa í Borgarvirki Sunnudaginn 25. júlí verður útimessa í Borgarvirki, sem er einstæð náttúruperla og sögustaður í Vesturhópi. Um verslunarmannahelgina, laugardaginn 31. júlí verður svo árleg messa á Efra-Núpi í Miðfirði með brottfluttum sveit- ungum, ferðamönnum og öðrum sem áhuga hafa. Sumarmót ÆSKR að Reykjum í Hrútafirði Sumarmót Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkur- prófastsdæmum 2004 verður dagana 25.-27. júní að Reykjum í Hrútafirði en þar er frábær aðstaða fyrir móts- hald í hefðbundu íslensku sveitaumhverfi. Löngumýrarmót Helgina 16.-18. júlí verður haldið kristniboðs- og fjöl- skyldumót í Löngumýrarskóla í Skagafirði. Kristniboðs- sambandið stendur fyrir mótinu sem er öllum opið. Dag- skráin verður fjölbreytt að vanda og er fyrir alla, börn jafnt sem fullorðna. Biblíufræðsla og fréttir af starfinu í umsjá séra Helga Hróbjartssonar kristniboða mun m.a. setja svip sinn á dagskrána. Á Löngumýri er hægt að panta gistingu í skála en einnig er þar gott og skjólgott tjaldstæði sem hentar bæði fjöl- skyldum og unglingum. Vinsæl heit busllaug er í garðinum og stutt til margra skemmtilegra staða ef fólk vill njóta norðlenskrar náttúru. Öll þjónusta er á næsta leiti. Skrán- ing fer fram hjá staðarhaldara í síma 453 8116, fax 453 8808. Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju Tónlistarlíf verður í blóma í Hallgrímskirkju í sumar undir yfirskriftinni „Sumarkvöld við orgelið, Hallgríms- kirkju". Boðið verður upp á tónleika að jafnaði þrisvar í viku, kl. 12 í hádeginu á fimmtudögum og laugardög- um og kl. 20 á sunnudagskvöldum. Leikið verður á org- ei kirkjunnar en einnig stundum á önnur hljóðfæri eða boðið upp á söng. Fyrstu tónleikarnir verða reyndar föstudagskvöldið 18. júní en þá verður í heimsókn Chalmers sangkör frá Gautaborg. Síðustu tónleikarnir verða svo 15. ágúst. Aðgangseyrir er 1000 til 1500 krónur. Sjá vefslóð: www.hallgrimskirkja.is/Listir/sum- arkvold04/sumarkvold04.html

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.