Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 9

Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 9
JÚNf 2004 VÍÐFÖRLI 9 Útgáfufréttir frá Skálholtsútgáfunni Kominn er út geisladiskurinn Sálmar í sorg og von sem inniheldur 26 sálma úr sálmabókinni sem allir eiga það sameiginlegt að bera andblæ vonar í gleði og sorg. Hér eru um að ræða ferskar útsetningar á mörgum þekktustu sálmum sálmabókarinnar. Margir sálmanna eru mikið notaðir við ýmiskonar helgihald en hér birtast þeir í nýjum búningi og gera mismunandi útsetningar geisla- diskinn afar fjölbreyttan. Má nefna að í átta sálmum flytja þeir félagar Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason spuna. Hér er um að ræða fallegan hljómdisk sem á erindi til allra. Flytjendur eru Kammerkór Langholtskirkju ásamt Daða Kolbeinssyni á óbó, Guðmundi Sigurðssyni á orgel, Gunnari Gunnarssyni á orgel, Hallfríði Ólafsdóttur á flautu og Sigurði Flosasyni á saxófón. Stjórnandi er Jón Stefáns- son. Útsetningarnar eru eftir Gunnar Gunnarsson jasspí- anista og organista og tónskáldin Hildigunni Rúnarsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Áður er kominn út geisladiskurinn Sálmar í gleði með kammerkórnum Scola Cantorum undir stjórn Harðar Ás- kelssonar, en þar eru fluttir 27 sálmar úr sálmabókinni. Geisladiskarnir fást í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31 og í hljómplötuverslunum. Endurskoðun sálmabókarinnar Biskup hefur falið helgisiðanefnd að gera tillögu að vinnulagi við endurskoðun sálmabókarinnar. Gert er ráð fyrir að verkið taki nokkur ár. Dr. Einar Sigur- björnsson, prófessor, mun leiða endurskoðunina. Þau sem eiga sálma eða sálmalög í fórum sínum eru hvött til að senda þau á Biskupsstofu, Laugavegi 31, merkt Sálmabókarnefnd, eða á netfangið salmabok@biskup.is. Kristján Valur Ingólfsson Örkin hans Nóa Biblíusaga með gluggum til að opna! - er ný bók handa litlum börnum og öllum sem vilja varðveita barnið í sjálfum sér! Fjörlegar myndir hennar heilla börn á öllum aldri og kenna þeim margt við þeirra hæfi er þau kynnast Nóa og dýrunum hans. Börnin fylgjast með því hvernig Nói og dýr- in björguðust úr flóðinu mikla þegar þau hlusta á söguna og opna hvern gluggann á fætur öðrum. Um leið læra þau að telja og þekkja litina, herma eftir hljóðum ýmissa dýra og kynnast ólíkum formum. Lifandi bók og litrík! Skálholtsútgáfan er kirkjuleg stofnun í eigu þjóðkirkj- unnar sem vinnur að fjölbreyttri útgáfu á kristnum grunni, útgáfu bóka, fræðsluefnis og tónlistarefnis fyrir börn og fullorðna á almennum markaði og fyrir innra starf kirkjunn- ar. Eitt af aðalmarkmiðum Skálholtsútgáfunnar er að auka útgáfu inn á það svið þar sem eru snertifletir kristinnar trú- ar og almennings. Bækur sem hjálpa, fræða, styðja, glöggva og veita von í amstri dagsins. Margar slíkar bæk- ur hafa litið dagsins Ijós undanfarin ár. Ein þeirra Orð í gleði eftir Karl Sigurbjörnsson var söluhæsta bók í bókaverslun- um á íslandi í febrúarmánuði. Skálholtsútgáfan er að taka saman nútímalega bók fyrir almenning á fslandi sem mun geyma 365 íhuganir og uppbyggjandi orð fyrir hvern dag ársins. íhuganirnar eiga að vera auðskiljanlegar og upp- byggilegar, jafnvel með sterka siðferðislega tilvísun og veki til umhugsunar um það sem skiptir máli í lífinu, nærandi og hressandi og kannski dálítið húmorískar í hversdeginum! Um 160 manns hafa skilað efni í bókina. Ef þú lesandi góð- ur hefur áhuga á að vita meira og jafnvel taka þátt í verk- efninu - hafðu þá samband við Eddu Möller í síma 552 1090. Mörg verkefni hafa komið út á árinu og margt er á döfinni fyrir haustið og bíða frekari útgáfufréttir næsta Víð- förla. Edda Möller

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.