Bæjarins besta - 08.12.1999, Blaðsíða 8
k'Bnntfiíuiiii
J
J
„Jólakvíði" er hug-
tak sem hefur skotið
upp kollinum að
undanförnu. Þó að
orðið sjálft sé nýstár-
legt er innihald hug-
taksins fjarri því að
vera nýtt, fremur en
annað sem fmna má í
mannshuganum.
Blaðið fékk þá sr.
Skúla Olafsson, annan
prestanna á Isafirði, og
Júlíus E. Halldórsson,
sálfræðing við Heilsu-
gæslustöðina á ísa-
firði, til þess að ræða
jólakvíða, reyna að
brjóta þetta fyrirbæri
til mergjar og hugleiða
inntak þess.
Júlíus: „Að vísu er ekki til
neitt hugtak innan sálfræðinn-
ar sem kallast jólakvíði.
Vissulega er kvíði þekkt hug-
tak og allir þekkja hann af
eigin raun. Kvíði er eðlilegt
fyrirbæri upp að ákveðnum
mörkum en þegar hann fer
yfir þau getur hann orðið sjúk-
legur. Við tölum um raunveru-
leikakvíðj, sem er kvíði fyrir
einhverju óskilgreindu, ein-
hverju sem á að gerast í fram-
tíðinni en ekki alveg vitað
hvað það er. Því meira sem þú
veist um það sem þú í rauninni
kvíðir, þeim mun minni er
kvíðinn, vegna þess að kvíði
er í eðli sínu tilfinning gagn-
vart hinu óþekkta.“
Streita, kvíöi
og þunglyndi
„Streita, kvíði og þunglyndi
eru í rauninni sama fyrirbærið,
einungis af mismunandi
styrkleika. Þettaeru viðbrögð
við álagi. Fyrsta viðbragð við
álagi er streita og þegar álagið
vex taka hin stigin við. Kvíði
felur í sér streitu og þunglyndi
felur í sér bæði streitu og
kvíða. Ég held að streituvald-
urinn gagnvart jólunum sé
ekki aðeins hraðinn í samfé-
laginu á þessum tíma, heldur
líka sjálf hugmyndafræðin í
kringum jólaundirbúninginn.
Það er samkeppni meðal fólks
og mikil efnishyggja í gangi.
Menn eru að reyna að koma
sér upp eins góðum og flottum
[JÍJ
„fronti" fyrir jólin og þeir geta
í samanburði við aðra og
missa þá oft sjónar á hinu
raunverulega inntaki jólahá-
tíðarinnar. Ég hygg að hinn
svokallaði jólakvíði sé óttinn
við að verða undir í sam-
keppninni um efnisleg gæði
og ytra borð hátíðarhald-
anna.“
Greiðslukortakvíði
- Verður þú í starfi þínu
sem sálfræðingur var við þetta
fyrirbæri?Erleitaðtil sálfræð-
inga vegna þess?
Júlíus: „Já. Kannski ekki
beinlínis fyrir jólin heldur öllu
frekar þegar álagspunkturinn
í sjálfum undirbúningum er
um garð genginn. Þetta fylgir
frekar greiðslukortatímabil-
inu. 1 febrúar, þegar líður að
því að greiða jólakostnaðinn,
þá koma í ljós afleiðingarnar
af hinni miklu streitu fyrirjól-
in. Það fer auðvitað mjög eftir
hugsunarhætti fólks hvernig
það glímir við streitu og kvíða
eða jafnvel þunglyndi. Þeir
sem kunna ekki fótum sínum
forráð og geta ekki metið
greiðslugetu sína verða helst
fyrir barðinu á þessu. Þar er
mikilvægt fyrir fólk að átta
sig á því hvernig það er í stakk
búiðaðtakaþáttíþessari sam-
keppni. að setja sér einhver
raunhæf mörk fyrir jólin og
spyrja: Hvað hef ég efni á
miklu? Því betur sem fólk
skipuleggur þessa hluti, því
raunsærra sem það er og anar
ekki blint út í þessa samkeppni
og efnishyggju, þeim mun
minnaberákvíða. Samkeppni
er harður húsbóndi."
Keppni um
efnisleg gæði
Skúli: „Þetta er tengt hug-
taki sem er í senn heimspeki-
legt og guðfræðilegt. Það er
hin svonefnda firring, sem
merkir einfaldlega að maður-
inn hefur fjarlægst hið upp-
runalega, fjarlægst þann til-
gang sem athafnir hans bein-
ast að. Hvað jólin varðar þarf
ekki að leggjast í mikla sam-
félagsrýni eða jafnvel sjálfs-
rýni til að sjá, að hinn upp-
runalegi tilgangur jólanna
verður í mörgum tilvikum
undir. Menn eru í keppni um
efnisleg gæði, þeir eru að
keppast við að búa til „full-
kominn" ramma utan um
I
"■ i
iiiiliilil
■
ófullkomnar manneskjur.“
Hin „fullkomnu“ jól
„Einnig tengjast jólin for-
tíðinni og það flækir málið.
Jólin eru eitt af því taktfasta í
lífi okkar, sem við viljum helst
ekki breyta rnikið. Flest vilj-
um við lifa jól svipuð þeim
sem við eigum í minningunni.
Við eigum innra með okkur
hugmynd um hin „fullkomnu“
jól, sem við rekjum oftar en
ekki til bernskunnar. Slíkt
hygg ég að sé mjög eðlilegt
og gott, vegna þess að sú til-
finning minnir okkur á að við
erurn ekki aðeins fórnarlömb
hrörnunar og eyðingarmáttar
tímans, heldur að það sé til
eitthvað sem stendur í stað og
sá er einn helsti boðskapur
kristinnar trúar. En það getur
verið erfitt að kalla fram þá
tilfinningu ef menn leyfa sér
ekki að slaka á og „gefast
upp" fyrir barninu í sjálfum
sér, að leyfa sér að upplifa
þessa einlægu tilfinningu sem
ég held að allir séu í rauninni
að leita eftir.
Aftur á móti finnst mér ekki
rétt að einskorða þessa um-
ræðu við nútímann. Vissulega
tengist firringin mikilli efnis-
hyggju í samfélagi nútímans,
en við þurfum ekki að leita
lengi í gömlum heimildum til
að sjá, að á fyrri tímum stóðu
menn líka á haus í önnum
fyrir jólin. Síðasta vikan fyrir
jól var meira að segja sums
staðar kölluð vitlausa vika!
Það er villandi að binda þetta
við samtíma okkar, vegna
þess að það er í eðli mannsins
að reyna að skapa eitthvað
fullkomið.“
Hvers vegna erum
við að halda jól?
Júlíus: „Firringin kallar á
ákveðinn kvíða og jafnvel
þunglyndi. Við segjum að
maðurinn sé firrturþegarhann
nær ekki sambandi við sjálfan
sig. Til þess að ná slíku sam-
bandi þurfum við að leita til
upphafsins, leita í sál okkar
og spyrja: Hvers vegna erum
við að halda jól?“
Skúli: „Varðandi firringu
og hinn upprunalega tilgang,
þá talar sjálfur jólaboðskap-
urinn til þessara þátta í mann-
inum. Þegar maðurinn er stöð-
ugt að strita við að öðlast full-
komnun, að uppfylla þessar
endalausu kröfur um að gera
betur, gera meira, ná hærra, -
þá kemur Guð til hans sem
lítið barn, sem hinn fullkomni
þolandi, algerlega háður urn-
hyggju okkar. Með þessu sýn-
ir hann okkur mönnunum
hversu vonlaus þessi full-
komnunarárátta okkar er. Þeg-
ar við erurn að fjalla um
dýpstu spurningar mannsins,
þá verðum við að nálgast þær
eins og börn.“
Júlíus: „Við stöndum alltaf
frammi fyrir einhverju vali í
leitinni að sálarró. Ef við velj-
um ekki rétt - eða látum reka
á reiðanum, - þá lendum við í
sálarkreppu og kvíða. Kann-
ski stendur nútímamaðurinn
frammi fyrir því að velja á
milli Mammons og sjálfs-
þekkingarinnar. Trúin gæti
verið einn valkosturinn í leit-
inni að sjálfum sér.“
Quo vadis?
Skúli: „Kjarninnereinmitt
þessi hugsunarlausa hegðun.
Við látum berast áfram eins
og sprek fyrir straumi, látum
teyma okkur eins og kjána
svo að aðrir geti grætt á okkur.
Við gleymum að staldra við
og spyrja: Hvað erég að gera?
Hvert er ég að fara? Er ég á
leiðinni að finna hamingju?
Eða er ég að keppa við ná-
grannann um að skreyta húsið
á sem glæsilegastan hátt með
ljósaseríum og jólasveinum?
Er þetta eitthvað sem í raun
gæðir líf mitt innihaldi og fær-
ir mér gleði?“
Júlíus: „Ef til vill er rétt að
spyrja hvað tilgangi jóla-
8
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999