Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.12.1999, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 08.12.1999, Blaðsíða 9
Fiskvinnslan Fjölnir tekur í notkun þúsundasta flokkarann frá Marel Gámar beint til út- landa í hverri viku Nýr saltfiskflokkari frá Marel var settur upp um síð- ustu helgi hjá Fiskvinnslunni Fjölni hf. á Þingeyri og hefur þegar verið tekinn í notkun. Að sögn Jónasar Ragnarsson- ar hjá Fjölni gengur starfsem- in mjög vel. „Við höfum und- anfarið verið að senda frá okk- ur einn gám á viku eða nítján tonn at' söltuðum flökum en núna á mánudaginn fóru tveir gámar. Þeir fara í skip á ísa- firði og þaðan beint til út- landa.“ Vinnslan hjá Fjölni hófst um miðjan október og pökkun hálfum mánuði síðar. Nægur fiskur berst jal'nt og þétt í hús og hráefnið er gott, að sögn Jónasar. Flokkarinn sem nú er kom- inn í gagnið er sá þúsundasti sem Marel hefur selt. Að sögn Péturs fJ. Pálssonar, stjórnar- formanns Fjölnis og fram- kvæmdastjóra Vísis hf. í Grindavík, sem erstærsti hlut- hafinn í Fjölni, var nauðsyn- legt að fá slíkan llokkara mið- að við magn þess hráefnis sem ætlað er að vinna hjá Fjölni. Flygilsjóður Tónlistarskólans Styrktartónleik- ar í Hömrum Mörgum eru minnisstæð- ir tónleikar sem haldnir voru í frímúrarasalnum á Isafirði í sumar, þegar Olafur Reynir Guðmundsson píanóleikari og sýslufulltrúi hélt ásamt fleirum tónleika til styrktar flygilkaupum fyrir Tónlist- arskóla Isafjarðar. Nú ætlar Olafur Reynir að endurtaka leikinn og nú á laugardaginn, 11. desem- berkl. 17,stendurhannfyrir tónleikum í Hömrum, nýja tónleikasalnum. Hann hefur fengið til liðs við sig nokkra kennara og nemendur tón- listarskólans og má segja, að efnisskráin sé fjölbreytt „bland í poka“. Söngsysturnar Herdís og Þórunn flytja fintm sönglög eftir Jónas Tómasson við texta Þórarins Eldjárns og verða tvö þeirra frumflutt á tónleikunum. Þá verða flutt lög eftir Bach og jólalög. Aðgangseyrirerkr. 1.000 og rennur hann óskiptur í flygilsjóðTónlistarskólans. Með því að eiga notalega stund á þessum tónleikum eru því gestir um leið að styðja gott málefni. Holtsprestakall Sr. Gunnar færð- ur í sérverkefni - sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prófastur, ábyrgist prestsþjónustuna næstu þrjá mánuði Biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson, hefurhöggv- ið á hnút þann sem málefni Holtsprestakalls voru komin í og rakið hefur verið hér í blaðinu. Samkvæmt ákvörðun biskups mun sr. Gunnar Björnsson í Holti Uytjast til bráðabirgða úr embætti sókn- arprests f embætti sérþjón- ustuprests og sinna kirkjuleg- um verkefnum samkvæmt nánari ákvörðun biskups. Sr. Sr. Gunnar Björnsson. Gunnar mun eftir sem áður Ráðstöfun þessi gildir frá sitja í Holti. 3. desember í þrjá mánuði og >^Skipylogs stofnun Djúpvegur nr. 61, um austanverðan ísafjörð mat á umhverfisáhrifum - niður- stöður frumathugunar og úr- skurður skipulagsstjóra ríkisins Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað samkvæmt iögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum. Fallist er á, með skilyrð- um, lagningu Djúpvegarnr. 61, um austan- verðan ísafjörð, samkvæmt leið 4, eins og henni erlýstí frummatsskýrslu framkvæmd- araðila. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http:// www.skipulag.is. Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 7. jan- úar 2000. Skipulagsstjóri ríkisins. verður endurskoðuð innan þess tíma. Einnig getur hún komið til endurskoðunar þyki niðurstaða áfrýjunarnefndar Þjóðkirkjunnar eða önnur at- vik gefa tilefni til þess, sam- kvæmt tilkynningu frá em- bætti biskups Islands. A meðan verðurprestsþjón- ustan í Holtsprestakalli á ábyrgð prófastsins í Isafjarð- arprófastsdæmi, sr. Agnesar M. Sigurðardóttur. Umfram það sem að framan greinir telur biskupsembættið ekki rétt að tjá sig um þessi mál að svo stöddu, segir í til- kynningu biskups, sem lög- maður kirkjuráðs undirritar fyrir hans hönd. skrautið og allt það amstur og tilstand þar í kring þjónar. Auðvitað „á“ það að koma manni í „jólaskap". Hitt er svo annað mál, hvort maður er tilbúinn í „jólaskap“ eftir alla kaupmennskuna. Því bet- ur sem við gerum okkur grein fyrir getu okkar og takmörk- unum til þess að halda „nú- tímajór með allri þeirri efnis- hyggju og sjállhverfu og sam- keppni sem undirbúningi þeirra fylgja. þeim betur erum við undir það búin að njóta anda jólanna." Skúli: „Öfgarnar eru alltaf til staðar. Það eru til trúarhópar sem hafna jólunum vegna þess að þau eru haldin á sama tíma og hátíðir í heiðnum sið í tilefni vetrarsólhvarfa og finnst þetta þess vegna ekki sannkristið fyrirbæri. Vissu- lega er sitthvað af því sem við erum að gera um jólaleytið leifar frá heiðindómi. En þá komum við aftur að spurn- ingunni: Til hvers er ég að þessu? Er ég að þessu af ein- tómum vana eða er ég að leita að boðskap sem ég vil taka til mín á jólunum? Sá sem hefur hugrekki til að taka sjálfstæða ákvörðun og svara sjálfum sér þessum spurningum af heiðar- leika, hann er ólíklegri til þess að kvíða jólunum. Hann er líklegri til að hlakka í barns- legri einlægni til jólanna." - Finnið þið prestarnir fyrir margumræddumjólakvíðahjá sóknarbörnum ykkar? Skúli: „Já, meðeinhverjum hætti. Stundum fmn ég meira að segj a sj álfur fy rir j ólakvíða, enda eru prestar mannlegir eins og allir aðrir. Eg finn fyrir þeirri tilfmningu að mig lang- ar til að hitta alla, mig langar til að halda í ákveðnar hefðir, gefa ríkulegar gj afir og skreyta fyrir jólin eins og ég mögulega get. Sem guðfræðingur, sem presturog sem samfélagsþegn fmn ég þetta vitanlega í stóru og smáu allt í kringum mig og hjá mér sjálfum líka.“ - Verðið þið prestarnir varir við fátækt hjá fólki? Skúli: „í einhverjum mæli, já. Ekki þó beinlínis fátækt af því tagi sem miðað er við í alþjóðlegri merkingu þess hugtaks. Hins vegar verður maður oft var við að fólk getur verið þrælar þess mynsturs sem það lifir í.“ Jól og tilfinningar - Síðan er önnur hlið á jóla- kvíða en sú sem tengist pen- ingum og samkeppni við ná- ungann í veglegu jólahaldi. Það eru hin tilfinningalegu tengsl við jólin eins og þau voru áður fyrr, við minningu þess fólks sem jólin voru hald- in með en er nú horfið með einum eða öðrum hætti... Júlíus: „Ef andi jólanna nær tökum á fólki, þá brjótast tilfinningarnar fram og kannski ekki síst sorgin. Astvinamissir getur orðið mjög ríkur í tilfinningum fólks á jólum. Það er mjög eðlilegt að slíkt komi upp á þeim tíma. Þá er mikilvægt að reyna að vinna úr tilfinningum sínum og minnast genginna ástvina með jákvæðu hugarfari frekar en þunglyndi." Skúli: „Jólin eru mjög mörkuð af hefðum og ekki að ástæðulausu. Á þessum tíma- punkti viljum við staldra við og upplifa einhverja endur- tekningu. Það dýrmætasta sem maðurinn á er samfélag við fjölskyldu og vini. Sér- staklega á jólum viljum við staldra við og njóta gleðinnar af því samfélagi. Ef menn fara á mis við slíkt á þeim tíma er hætt við að þeir sökkvi í þung- lyndi og tilfinningarnar verði öfugsnúnar." Hvað er fullkomnun? I þessum vanda okkar meg- um ekki búa til blóraböggul sem við köllum nútímann eða samfélagið eða eitthvað slfkt. Eðlisþættir okkar eru hinir sömu nú og þeir hafa alltaf verið.Til erfrægjólapredikun þar sem Marteinn Lúther er á sextándu öld einmitt að ræða um þessa sömu hluti og við erum að tala um núna, - hvernig mennirnirséu að fjar- lægjast inntak jólanna. Lúther talar um hina stöðugu þrá mannsins eftir því að verða fullkominn. Spurningin var á dögum hans og er enn: Hvað sjáum við íjötunni? Og svarið er: Það er Guð almáttugur og hann er lítið barn. Hvað felst í því að vera fullkominn? Hvað felst í því að vera almáttugur? Er það að geta allt, ráða við allt, sigra allt - eða er það ef til vill eitthvað allt annað? Er hið „fullkomna ástand“ ekki eitthvað sem við sjáum hjá barni þó að það geti nánast ekki neitt nema treyst og grátið?" Júlíus: „Við getum stefnt að fullkomnun en við verðum aldrei fullkomin. Við kom- umst aldrei framhjá þeirri staðrey nd að við erum úr dýra- ríkinu með allar þær hvatir sem því fylgja. I ungbarni sjá- um við alla þá þroskamögu- leika sem fyrir hendi eru. Síð- an er að rækta þá möguleika og gera eitthvað úr þeim í framtíðinni. Hvernig til tekst er að hluta til á okkar valdi og að hluta til markað af kring- umstæðunum. Samkvæmt ýmsum sálfræðistefnum göngum við í gegnum nokkur þroskastig. Æðsta stigið sam- kvæmt þessum kenningum er að manninum takist að nýta alla sína hæfileika og virkja alla þá getu sem hann hefur fengið í vöggugjöf." Skúli: „Segja má að þetta stig sé í ætt við guðdóminn. I eðli niannsins virðist búa sú nagandi og ertandi hvöt að reyna að verða eins og Guð. Laxness lætur á hinn bóginn Jón prímus segja eitthvað á þá leið í Kristnihaldinu, að menn tali um að Guð sé stærst- ur og æðstur alls, en kannski sé hann þó frekar eins og snjó- tittlingurinn, sem getur staðið í stormi á bersvæði þó að hann vegi ekki sjálfur nema fáein grömm, vegna þess að hann lagar sig að vindinum. Þess vegna kemur enn spurningin: Hvað er fullkomnun? Hver er hin æðsta sæla sem við getum stefnt að? Er það að verða stærstur og mestur og sterk- astur? Eða að verða sáttur við sjálfan sig og aðstæðurnar og laga sig að þeim?“ -1 þessu sambandi kemur í hugann eftirfarandi bæn heil- ags Frans frá Assisí: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég get ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli... Verið eins og þetta litla barn Skúli: „Ágústínus kirkju- faðir segir í Játningum sínum frá því þegar móðir hans dó og allir á heimilinu voru að keppast við að „halda front- inum“ eins og það er nú orðað, bera harm sinn í hljóði, vera virðulegur þráll fyrir hina miklu sorg, en svo var eitt barn sem grét. Ágústínus kveðst hafa hastað á barnið. Þar með sagðist hann hafa þaggað niður í barninu í sjálf- um sér. Einmitt á jólum og reyndar endranær þurfum við að staldra við, endurskoða það sem við höfum verið að gera og hvað við viljum gera og spyrja okkur hvað sé eftir- sóknarvert. Þegar allt kemur til alls, þá erum við öll eins og börn frammi fyrir Guði, frammi fyrir því sem við get- um ekki skilið og eigum ekki að reyna að skilja. Þannig ætt- um við að upplifa jólin. Við megum ekki týna tilfinningum okkar, heldur eigum við að upplifa hina einlægu gleði barnsins. Á jólum birtist Guð okkur sem lítið barn og boð- skapurinn er skýr: Verið eins og þetta litla barn.“ Aftur víkur talinu að heim- spekingnum Halldóri Laxness og nú að fegurð himinsins og kraftbirtingarhljómi guð- dómsins. En blaðið leyfir sér að Ijúka þessum hugleiðing- um með eftirfarandi orðum sem sögð voru fyrir nær tvö þúsund árum en eru jafngild enn í dag: Sá sem tekur ekki á móti Guðsríki eins og barn, hann mun alls eigi inn í það koma. - hþm skrásetti. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 9

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.