Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.12.1999, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 08.12.1999, Blaðsíða 16
JÓLAGJÖFINA F/ERÐU HJÁ OKKUR! VMgitiMtÉiBp&írt AÐALSTRÆTI 27 SÍMI 456 3602 Fjölmenni var á torgsölu Styrktarsjóðs Tónlistarskóla Isafjarðar sem lialdin var á Iaugardag. Mannfagnaður á Silfurtorgi Kveikt á jólatrénu frá Hróarskeldu - lítill fyrirvari og ónóg kynning en gestir á torgsölunni björguðu því sem bjargað varð ísafjörður Reiknistof- an skiptir um eigendur Nýir aðilar hafa tekið við rekstri Reiknistofu Vestfjarða ehf. á ísafirði, þeirGuðmundurE. Kjart- ansson, Jón Þ. Einarsson og Bjarki Bjamason. Þeir eru allir löggiltir endur- skoðendur og reka fyrir- tækið Löggiltir endur- skoðendur Vestfjörðum ehf., sem er með stöðvar bæði í Bolungarvík og á ísafirði. Reiknistofan mun áfram bjóða upp á tölvu- vinnslu fjárhagsbókhalds og undirbókhalds, svo sem launaútreikning og sölu- og viðskiptamanna- bókhald. Einnigerætlun- in að útvíkka starfsemina frekar og bjóða tengingar milli staða, þannig að rekstraraðilar geti tengt sig í gegnum gagnalínur inn á tölvu Reiknistofn- unar og unnið bókhald sitt í fjarvinnslu. Þannig mun Reiknistofan sjá um uppfærslur og viðhald hugbúnaðar og vélbúnað- ar, auk þess að sjá um öryggisafritun. Að sögn hinna nýju eigenda er verið að skoða möguleika á því að fara út í fjarvinnslu sérhæfðra verkefna fyrir stofnanir og fyrirtæki á landsvísu. Umsjónarmaður Reikni- stofunnar er Sigurjón K. Sigurjónsson. Vestfirðir Snjóþyngsli Mikil snjókoma var á norðanverðumVestfjörð- um síðari hluta síðustu viku. Átta hús við Dísar- land og Traðarland í Bol- ungarvík voru rýmd vegna snjóflóðahættu en fólkið fékk að snúa heim á laugardag. Mörg snjóflóð féllu á veginn milli Súðavíkur og Isafjarðar en hins veg- ar ekki á leiðina milli fsa- fjarðar og Bolungarvíkur svo orð sé á gerandi. Fylkir Ágústsson, ræðis- maður Dana á ísaftrði, kveikti ljósin á jólatrénu frá Hróars- keldu, vinabæ ísafjarðar í Danmörku, síðdegis á laugar- dag. Tréð stendur á Silfurtorgi eins og í fyrra, en áður var þessi árvissa jólagjöf frá vin- um okkar í Danmörku jafnan á Austurvelli. Sunnukórinn og barnakór sungu við jólatréð, Halldór Halldórsson bæjarstjóri flutti ávarp, jólasveinar voru á kreiki og í lokin sungu við- staddir saman Heims um ból. Allmargir voru á Silfurtorgi við þessa athöfn enda hófst þar nokkru fyrr hin árlega torg- sala Styrktarsjóðs Tónlistar- skóla ísafjarðar, þar sem boðið var upp á kakó, lummur og laufabrauð og sitthvað fleira. Ýmsurn þótti fyrirvari at- hafnarinnar við jólatréð nokk- uð stuttur. Þegar blaðið leit- aði á þriðjudag í síðustu viku eftir upplýsingum á bæjar- skrifstofu Isafjarðar og hjá ræðismanni Dana um það hvenær þessi athöfn yrði, lá ekkert fyrir um það. Þau svör fengust ein, að afar ósenni- legt mætti telja, úr því að ekk- ert hefði enn heyrst af þessu, að athöfnin yrði fyrr en um næstu helgi, þ.e. 11. eða 12. desember. Hins vegar væri þetta í höndum skóla- og menningarfulltrúabæjarinsen á bæjarskrifstofunni var sagt að hann væri ekki við. Samkvæmt heimildum blaðsins barst ræðismanni til- kynning um athöfnina með minna en sólarhrings fyrirvara og fyrirvari kóranna sem feng- nir voru til að syngja vareinn- ig öllu knappari en æskilegt og eðlilegt getur talist. Einnig verður að teljast heppilegt, ef þess er á annað borð óskað að almenningur sé viðstaddur at- hafnir af þessu tagi, að fjöl- miðlar fái að vita um þær og geti sagt frá því hvenær þær verði. Fremur napurt var á Silfurtorgi á laugardag og um tíma snjóaði all hressilega. Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Isafjarðar (th) lét kuldann ekki hafa áhrif á sig við sölustörfin. Barnakór söng við athöfnina á Silfurtorgi ásamt félögum í Sunnukórnum undir stjórn Margrétar Geirsdóttur. frMOOO,' m Samvinnuferðir Landsýn Söluskrifstofa • Hafnarstræti 7 isafirði • Simi 456 5390 /// SAMKAUP OPIÐ: Virka daga kl. 09 - 21 Laugardaga kl. 10 - 18 Sunnudaga kl. 12 - 18 U&/£ow/t(/ AUSTURVEGI 2 • SÍMI 456 5460 Vió erum ykkar fólk Dagíegar ferðir til og frá Reykjavík www.samskip.is Sindragötu 11,400 ísafjörður, sími 456 4000, fax 456 4009

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.