Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.12.1999, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 08.12.1999, Blaðsíða 7
Halldór Halldórsson bæjarstjóri ísaflarðarbæjar skrifar Skipulagsmál í Engidal Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar hefur samþykkt deiliskipulag fyrir Engidal í Skutulsfirði. Skipulagið gerir ráð fyrir þvf að svæðið við sorpeyðingar- stöðina Funa verði endur- skipulagt, settar verði upp jarðvegsmanir til að loka af útsýni inn á brotajárnshauga o.fl. Þá er gert ráð fyrir hest- húsabyggð innan við Funa nokkurn veginn á árbökkun- um. Þarna er reiknað með að hrossaeigendur geti byggtupp aðstöðu, hesthús, æfinga- og keppnisvöll og hugmyndir hafa komið fram um reiðhöll sem gæti nýst sem fjölnotahús fyrir fleira en hestamennsku, t.d. fótbolta á vetr-um. Framundan er vinna við að ákveða hversu rnikið af hest- um og öðrum skepnum á að leyfa í Engidalnum því þar verður að setja ákveðin tak- mörk varðandi frístundabú- skap og slíkt skepnuhald. Mun niðurstaða þeirrar vinnu vonandi liggja fyrir í vetur. Skíðasvæðið, fram- kvæmdir, skíðaskáli Eftir að snjóflóð féll á lyftur á Seljalandsdal s.l. vetur var settur af stað vinnuhópur á vegum ísafjarðarbæjar sem korna skal með tillögur um framtíðarskíðasvæði. I lok ágústáþriðjafundi þessahóps var bókað að ekki væri ásætt- anlegur valkostur að byggja upp á Seljalandsdal. Þessa skoðun hópsins hefur bæjar- ráð tekið undir ásamt bæjar- stjórn. Þá hefurViðlagatrygg- ing Islands, sem tryggir skíða- lyftur bæjarins, svarað ítrek- uðu erindi bæjarins um hvort skíðalyftan verði tryggð áfram á sama stað, með þeim hætti að vísað er til 16. gr. laga um Viðlagatryggingu Islands. I þeirri grein er kveðið á um heimild Viðlagatryggingar til að lækka bætur eða synja al- veg bótakröfu. Á þessum for- sendunt öllum hefur ísafjarð- arbær farið fram á að tjón á lyftu á Seljalandsdal verði bætt sem altjón. Lyftan á Seljalandsdal er tryggð fyrir 33 milljónir og ber bærinn 25% sjálfsábyrgð. Endanleg tjónaupphæð verður eyrnamerkt frarn- kvæmdum á skíðasvæði bæj- arins og farið verður í fram- kvæmdir þegar vinnuhópur urn framtíðarskíðasvæði skil- ar tillögum sínum og bæjar- stjórn hefur blessað tillögurn- ar og ákveðið framkvæmdir og framkvæmdatíma. Hcilldór Halldórsson. Nú er glæsilegur skíðaskáli í Tungudal orðinn rúmlega fokheldur. Að því verki stend- ur Foreldrafélag skíðabarna, aðrir sjálfboðaliðar og ísa- fjarðarbær sem leggur fram 17.750.000 til verksins. Bær- inn greiðir þessa upphæð fyrir neðri hæð hússins sem er áhaldageymsla fyrir skíða- svæðið og mun hýsa troðara og önnur tæki. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í skál- ann og mikið í sjálfboðavinnu sem lýsir stórhug og krafti þeirra sem að þessu standa. Isafjörðurhefur verið sann- kallaður skíðabær, héðan hafa margir afreksmenn komið og koma enn. Núverandi og fyr- irhugaðar framkvæmdir rnunu áreiðanlega halda nafni Isa- fjarðarbæjar áfram á lofti sem skíðabæjar því aðstaða til skíðaiðkana ntun vonandi batna við þær framkvæmdir sem farið verður í, hverjar sem þær verða endanlega. Álagningarprósenta í útsvari, tekjustofnar sveitarfélaga Á því ári sem nú er að líða hefur álagningarprósenta í út- svari til ísafjarðarbæjar verið 11.94% sem er ekki full álagn- ing skv. lögum. Sveitarfélög- um er heimilt að leggja á 12,04% útsvar og nýta flest sveitarfélög sér þetta. I Reykjavík er útsvarið 11,99% sem er aðeins hærra en hjá Isafjarðarbæ í ár. í viðræðum sveitarfélag- anna við ríkið um leiðréttingu á tekjustofnum sveitarfélaga er sveitarfélögunum ítrekað bent á að þau nýti ekki að fullu heimilaða tekjustofna. Hefur fasteignaskattur verið notaður sem dæmi eins og greinarhöfundur hefur sagt frá áður. Enn frekar hefur verið bent á útsvarið og sveitarfé- lögurn bent á að nýta það áður en beðið sé um meiri tekjur. Á bæjarstjórnarfundi 18. nóvember s.l. var samþykkt Skíðasvœðið í Tungudal. að hækka álagningarprósentu í útsvari í 12.04%. Er þetta gert með viðræður við ríkis- valdið í huga á næstu mánuð- um um ýrnis hagsmunamál sveitarfélagsins. í þeim við- ræðum sem munu varða fé- lagslega íbúðakerfið, tekju- stofna, skuldajöfnunarfram- lag vegna sameiningar 1996 o.fl. er nauðsynlegt að geta bent á fullnýttan tekjustofn í útsvari. Tekjuaukning Isa- fjarðarbæjar vegna þessarar breytingar er áætluð fimm milljónir. Hækkun á greiðsl- um hjá hinum almenna gjald- anda miðað við eina og hálfa milljón í laun á ári er kr. 1.500 á ári. Séu launin þrjár millj- ónir á ári þýðir það hækkun á útsvari um 3.000 kr. á ári og svo framvegis. Hver hálf ntilljón þýðir hækkun á út- svari urn 500 kr. á ári. Ætlunin var að fjalla um stjórnsýslu Isafjarðarbæjar í þessari grein en það verður að bíða næstu greinar. Þá verður fjallað um fleiri mál sem unnið er að hjá bænunt og bæjarbúar þurfa að vita um. Fólkierbentáheimasíðu bæiarins www.isafiordur.is en þar eru fundargerðir færðar reglulega inn og þar er hægt að fylgjast með bæjarstjórnar- fundum í beinni útsendingu ef farið er inn á liðinn fundir á heimasíðunni, útsendingin er eins og í útvarpi nema sent er í gegnum Internetið. Bæjar- stjómarfundirerureglulegakl. 17:00 fyrsta og þriðja fimmtu- dag í hverjum mánuði nema nú í desember verða þeir ann- an og þriðja fimmtudag mán- aðarins. Innáheimasíðunaer nú byrjað að setja greinar frá bæjarstjóra og farið verður að kalla eftir greinum bæjarfull- trúa einnig. Þá verður sá möguleiki að senda greinar til Isafjarðarbæjar og fá þær birtar á heimasíðunni. Þetta er rétt að byrja hjá okkur sem tilraun og vonandi verður því vel tekið. Halldór Halldórsson, bœjarstjóri. íslandspóstur hf Aðalstræti 18 - 400 ísafirði Opnunartími á pósthúsinu Mánudaginn 20. desember verður opið frá kl. 09:00 - 18:00 Þriðjudaginn 21. desember verður opið frá kl. 09:00 - 18:00 Miðvikudaginn 22. desember verður opið frá kl. 09:00 - 18:00 Fimmtudaginn 23. desember verður opið frá kl. 09:00 - 18:00 Föstudaginn 24. desember verður opið frá kl. 09:00 - 12:00 Athugið! Engin helgaropnun í desember. Stöðvarstjóri. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 7

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.