Bæjarins besta - 08.12.1999, Blaðsíða 1
< PICTIÖN ARY
Spennandi teiknispilió
''mig: PICXIONTARV
\ AfwnmtifSt íi‘ití>r£\{níiri
TILBOÐ TILBOÐ
V&rð kr„ §M>5r
Tilboðsverð kr. 4.990,-
jCtJLAÐAW
SÍMI456 3123
Stofnað 14. növember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@snerpa.is • Veri kr. 200 m/vsk
Básafell hf. að leysast upp
Sjálfstæð fyrirtæki
taka við á hyerjum stað
Með sundurlimun Bása-
fells hf. í Isafjarðarbæ er í
raun verið að hverfa aftur til
þeirrar tilhögunar sem var hér
á svæðinu fyrir nokkrum ár-
um. Síðustu daga og vikur
hefur verið unnið að því að
sjálfstæð fyrirtæki á Isafirði,
Flateyri og Suðureyri taki við
rekstri þeim sem Básafell
hefur haft með höndum síð-
ustu ár.
A Flateyri hefur verið
stofnað nýtt fiskvinnslufyrir-
tæki undir hinu gamalkunna
nafni Kambur og hefur það
keypt eignir Básafells á Flat-
eyri og mun halda rekstrinum
áfram með sama hætti og ver-
ið hefur. Súgfirðingar taka
með svipuðum hætti starfsem-
ina á Suðureyri í sínar hendur.
ísfirðingar vinna að stofnun
eignarhaldsfélags til kaupa á
aflaheimildum af Básafelli.
Þar koma við sögu stærstu
hluthafar í Básafelli hér á
svæðinu, svo sem ísafjarðar-
bær, Verkalýðsfélagið Baldur
og Lífeyrissjóður Vestfirð-
inga, auk hluthafa á Flateyri
og Suðureyri, og er ætlunin
að greiða fyrir þær aflaheim-
ildir með hlutafjáreigninni í
Básafelli.
Kaupum Kambs á eignum
Básafells á Flateyri fylgir eng-
inn kvóti, en Flateyringar
hyggjast kanna réttarstöðu
sína varðandi úthlutun
byggðakvótans til Isafjarðar-
bæjar á sínum tíma. Kaupum
Súgfirðinga á eignum Bása-
fells á Suðureyri fylgir hins
vegar kvóti upp á 242 tonn.
Markmið heimamanna á
hverjum stað er að halda at-
vinnu fyrir fólkið og reyna af
fremsta megni að halda í
heimabyggð sem mestu af
aflaheimildum þeim sem
Básafell neyðist til að selja.
Eða eins og Hinrik Kristjáns-
son hjá Kambi ehf. á Flateyri
segir: „Kvóti er forsenda þess
að rnega sækja í þessa auðlind
hér við bæjardyrnar.“
Kolbrún Sverrisdóttir útnefnd kona ársins hjá Nýju lífi
„Viðurkenning
fyrír baráttnna
„Mér finnst þetta rnikill
heiður og viðurkenning,
ekki bara fyrir mig per-
sónulega, heldur fyrir þá
baráttu sem ég háði og þá
sem studdu mig í henni“,
sagði Kolbrún Sverrisdótt-
ir, verkakona á Isaftrði í
samtali við blaðið, en
tímaritið Nýtt líf útnefndi
hana konu ársins 1999.
Útnefninguna hlaut Kol-
brún vegna baráttu sinnar
fyrir réttindamálum sjó-
rnanna í kjölfar slyssins
þegar skelveiðiskipið Æsa
fórst árið 1996, en þá missti
Kolbrún bæði sambýlis-
mann sinn og föður. I haust
vann Kolbrún sigur fyrir
héraðsdómi í málaferlum
vegna slyssins og ákváðu
gagnaðilar að sætta sig við
þá niðurstöðu og áfrýja ekki
til Hæstaréttar.
Kolbrún er níunda konan
sem hlýtur þennan titil hjá
Nýju lífi.
Kolbrún Sverrisdóttir.
Sr. Gunnar Björnsson messaði í Flateyrarkirkju
Þrír heimamenn sem eiga nýjar bækur á jólamarkaði í ár, þeir Finnbogi Hermannsson
(Hulda), Jón Páll Halldórsson (Frá línuveiðum til togveiða) og Eyvindur P. Eiríksson
(Þar sem blómið vex og vatnið fellur), spjölluðu við gesti og árituðu bækur sínar í
Bókhlöðunni á Isafirði síðdegis á laugardaginn. Mjög margir litu inn og þágu kaffisopa
og rœddu við höfundana sem höfðu nóg að iðja. A myndinni sem tekin var við þetta
tœkifœri hvíla þeir lúnar hendur og virðast bœrilega sáttir á svip.
Með samþykki
biskups en í trássi
við sóknarnefhd
Þrátt fyrir að biskup hafi
vikið sr. Gunnari Björnssyni í
Holti úrembætti sóknarprests
í sóknurn Önundarfjarðar í
þrjá mánuði til bráðabirgða
frá 3. desember og sett hann í
stöðu sérþjónustuprests á
rneðan, hélt sr. Gunnar barna-
guðsþjónustu í Flateyrarkirkju
sl. sunnudag (5. desember).
Það sem ýmsum þykir undar-
legt, bæði kirkjunnar þjónum
hér vestra og öðrum, er að sr.
Gunnar gerði þetta með vitund
og samþykki biskups en al-
gerlega í trássi við sóknar-
nefnd og settan sóknarprest.
Þykir mönnum þar sjálft
krosstréð hafa brugðist.
Sóknarbarn á Flateyri sem
blaðið ræddi við taldi þetta
hið versta mál. Enda þótt fáir
hefðu komið í barnamessuna
til sr. Gunnars (börnin voru
átta) væri afar óheppilegt að
hann skuli „reyna að ala á
klofningi" innan safnaðarins.
Sr. Agnes Sigurðardóttir
prófastur hefur að gefnu tilefni
minnt sr. Gunnar á að hann sé
í leyfí frá störfum sóknarprests
og á rneðan eigi hann ekki að
sinna embættisverkum í
Holtsprestakalli. „Leyfi þýðir
leyfi“, sagði prófastur í sam-
tali við blaðið, „og í því felst
að meðan á því stendur er
séra Gunnar ekkert að messa
hér.“
TONUSTiN ER ROMiN i HAMRABORG!
HAMRABORG
Sími: 456 3166