Bæjarins besta - 12.01.2000, Blaðsíða 1
Stofnað 14. növember 1984 * Sími 4SB 4560 * Fax 459 4594 • Netfang: bb@bb.is • VerS kr. 200 m/vsk
Ekki lágu í gær fyrir niður-
stöður í samningaviðræðum
ísafjarðarbæjar, Miðfells hf.
(fyrirtækis í samsteypu Hrað-
frystihússins-Gunnvarar hf.),
Verkalýðsfélagsins Baldurs á
Isafirði, Lífeyrissjóðs Vest-
firðinga og fleiri aðila á Isa-
fírði varðandi samstarf þeirra
um kaup á togaranum Skutli
IS ásamt aflaheimildum af
Básafelli hf.
Samþykkt var á aukafundi
bæjarráðs Isafjarðarbæjar
með fulltrúum Lífeyrissjóðs
Vestfirðinga og Vf. Baldurs
um miðjan desember að þessir
aðilar („heimamenn") skyldu
halda áfram viðræðum um
kaup á aflaheimildum af
Básafelii hf. í framhaldi af
því samþykkti bæjarstjórn sl.
fimmtudag „að bæjarstjóri fari
í viðræðurf.h. ísafjarðarbæjar
við þá aðila er lagt hafa fram
hugmynd um aðkomu Isa-
fjarðarbæjarað stofnun félags
um rekstur Skutuls IS“. Þar er
einkum átt við Miðfell hf. en
forsvarsmenn fyrirtækisins
hafa áhyggjur af því að ekki
fáist nægilegt hráefni til
rækjuvinnslu þess ef Skutull
verður seldur burt af svæðinu.
Viðræður þessar hafa staðið
síðan en hafa ekki leitt til nið-
urstöðu. Samkvæmt heimild-
um blaðsins telja forráðamenn
Miðfells/HG sig ekki hafa
fengið nægilega skýr svör frá
bæjaryfirvöldum og öðrum
aðilum sem að málinu koma
um það hver þáttur þeirra í
kaupunum yrði.
Básafell hf. hefur Skutul á
kaupleigu og hefurráðstöfun-
arrétt yfir skipinu. Ekki liggur
fyrir hversu miklar aflaheim-
ildir myndu fylgja með í kaup-
unum, en „það ræðst af því
hvað það verður mikið í þess-
um potti“, eins og viðmælandi
blaðsins orðaði það.
Búist hefur verið við því á
hverjum degi frá því um helgi
að mál þetta komist á hreint.
Það þolir ekki bið enda hafa
aðilar utan Vestfjarða sýnt
áhuga á kaupum á skipi og
aflaheimildum.
Hansson sagnfræðingur,
nýráðinn safnvörður við Byggðasafn Vestflarða,
einn af þeim furðumörgu sem snúið hafa aftur
á heimaslóð að loknu framhaldsnámi.
Sjá miðopnu.
Stofnun félags um kaup á Skutli og aflaheimildum
Hla gengur að ná saman
Niðurstaða Héraðsdóms Vestflarða í máli Vatneyrar BA
Kvótalögin brjóta
gegn stjórnarskrá
Dómur Héraðsdóms Vest-
fjarða í kvótamáli Vatneyrar
BA hefur valdið fjaðrafoki í
samfélaginu. I dómnum, sem
Erlingur Sigtryggsson héraðs-
dómari á ísafirði kvað upp í
síðustu viku, var útgerð Vatn-
eyrar sýknuð af ákæru um
veiðarán aflaheimilda. Niður-
staða dómsins var sú, að
ákvæði 7. gr. laga nr. 38/1990
um stjórn fiskveiða brytu í
bága við jafnræðisákvæði
stjórnarskrárinnar.
„Með þessu lagaákvæði er
lögð fyrirfarandi tálmun við
því, að drjúgur hluti lands-
mannageti, að öðrum skilyrð-
um uppfylltum, notið sama
atvinnuréttar í sjávarútvegi
eða sambærilegrar hlutdeildar
í þeirri sameign, sem nytja-
stofnar á Islandsmiðum eru,
og þeir tiltölulega fáu einstakl-
ingareða lögaðilar, sem höfðu
yfir að ráða skipum við veiðar
í upphafi umræddra takmark-
ana á fiskveiðum", segir í for-
sendum dómsins.
Ymsir, þar á meðal forsæt-
isráðherra, hafa lýst þeirri
skoðun sinni, aðíslensktefna-
hagslíf muni leggjast í rúst ef
þessi dómur stendur. Aðrir,
þar á meðal forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, telja að svo
þurfi ekki að fara, enda séu
aðrar leiðir fyrir hendi, svo
sem uppboð á aflaheimildum.
Dómnum hel'ur verið áfrýj-
að til Hæstaréttar. Sjá við-
brögð við dómnum á bls. 2-3.
HAMRABORG
Simi: 456 3166
WorkSuckti
SUMIR HIUTIR
VERÐA EKKI
SKÝRÐIR MEÐ
ORÐUM'