Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.01.2000, Side 3

Bæjarins besta - 12.01.2000, Side 3
ísafjarðarbær Neytir for- kaupsréttar Bæjarstjórn Isafjarðar- bæjar ákvað á fundi sín- um 6. janúar að neyta for- kaupsréttar að mb. Fund- vís ÍS 881 ásamt um 200 tonnum af þorskkvóta. Seljandi bátsins er Vís ehf. á Isafirði. Tilgangurinn með því að ganga inn í kaupin er „að gefa útgerðaraðilum, sem heimilisfestu eiga í sveitarfélaginu, kost á að kaupa skipið og skal opinberlega leita tilboða í það.“ Samkvæmt þessu er báturinn nú til sölu sam- kvæmt framangreindum skilyrðum. Yestfírðir Bylgjan vill samninga Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Bylgjan á Vestfjörðum hefur ritað Utvegsmannafélagi Vestfjarða bréf og óskað eftir fundi „urn gerð kjarasamnings í stað laga um kjarasaminga sem renna út þann 15. febr- úar“. Fyrir því var áratuga hefð að vestfirskir skip- stjórnarmenn semdu sjálfir beint við útvegs- rnenn hér vestra um kaup og kjör. I síðustu kjara- samningum vísuðu vest- firskir útvegsmenn mál- inu hins vegar til lands- samtaka sinna. Bíldudalir íslandsflug hefur áætlunarflug milli Bíldudals og ísafjarðar. Flogið verður þrisvar sinnum í viku frá 18. janúar til 7. maí 2000. Frá Bíldudal: Þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga Frá ísafirði: Þriðjudaga, miðviku- daga og fímmtudaga ki. 11:00. Isafjðrður Bókanir og upplýsingar hjá umboði íslandsflugs á Bíldudal í síma 456 2151 eða á tölvupósti: biu@islandsflug.is ISLANDSFLUG gerir fleirum fært að fljúga Utsulun er huf in! <3^= ÚMmPm okkurra manna við dómi Héraðsdóms Vestfjarða i var upp í síðustu viku, og fara svörin hér á eftir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða „Grundyallaratriðið er, að það var verið að ræna lífsb örginni „Ég hef enga aðra skoðun á þessum málum en við höfum alltaf haft. Hún er sú að kvótakerfið, eins og það hefur verið byggt upp af öllum ís- lenskum stjórnmálamönnum sem komið hafa við sögu, hef- ur hvorki upphaf né endi. Þess vegna er það dæmt til að ganga úr sér eða rekast á við bæði lög og siðferði“, sagði Pétur Sigurðsson. „Grundvallaratriðið er, að það var verið að ræna lífs- björginni og sjálfum erfðarétt- inum frá fólki sem hafði lifað af fiskveiðum kynslóð fram af kynslóð. Látum vera þó að sett hefðu verið lög um um- gengni við auðlindina og hvaða aðferðir mætti nota til að ná þeim afla sem leyfilegur væri samkvæmt ráðlegging- urn vísindamanna. Enþarmeð er ekki sagt að veiðirétturinn eigi fyrir fullt og fast að vera eins og nú er. Menn eru að tala um að nú standi fyrir dyrum hrun í þjóð- félaginu vegna þess að er- lendir aðilar rnuni koma hér í stórum stíl til þess að veiða fiskinn frá okkur og klára á 2- 3 mánuðum það sem mætti veiða. En það er í rauninni ekkert annað en það sem er að gerast í dag. Hvað er langt þangað til útlendingar eignast þau fjármögnunar- og fjárfest- ingarfyrirtæki sem núna eru búin að kaupa veiðiréttinn? Það er opið fy rir erlenda banka að koma hér til starfa, það er opið fyrir erlenda banka að kaupa upp íslenska fjármála- kerfið eins og það leggur sig. En ég held, því miður, að þessi dómur muni ekki breyta neinu öðru en því, að hann hristir upp í mönnunt þannig að þeir fara að hugsa þessi mál á öðrum nótum en þeir hafa gert. Mín spá er þó sú að það standi ekki lengi. Allir sem koma til með að búa til þá löggjöf sem við eigurn eftir að búa við í framtíðinni, og verður kannski eitthvað pínu- lítið öðruvísi en hún er í dag, þeir eru áreiðanlega allir í hjarta sínu sammála um að þetta sé býsna gott kerfi og þess vegna verður engu breytt." -Telurðu dóm Héraðsdóms Vestfjarða réttan? „Auðvitað er dómurinn rétt- ur að svo miklu leyti sem hann fjallar urn það, að ekki sé hægt að taka lífsbjörgina frá fólki. Mér finnst dómarinn fyrst og fremst vera að segja það. Menn eru að tala um að það hafi þurft mikinn kjark til þess. Ég skil ekki alveg þessar hugmyndir manna um dómarann. Mér finnst að þeir sem hafa sagt slíkt séu í raun að gera lítið úr honum. Ef dómarinn hefur sannfæringu fyrir því að hann sé að gera rétt, þá er það alveg nægjanlegt. “ - Viltu spá um niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli? „Ég er á móti því að menn séu að gera athugasemdir við æðsta dómstól þjóðar- innar, segja honum fyrir verkum eða spá fyrir um niðurstöður hans.“ 17I7T1 12. JANÚAR Þennan dag árið 1840 fór frarn síðasta aftaka á Islandi. Þá voru Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson tekin af lífi í Vatnsdalshólum fyrir rnorðin á Natan Ketilssyni og Pétri Jónssyni. 13. JANÚAR Þennan dag árið 1949 var frumsýnd fyrsta íslenska talmyndin í litum og fullri lengd, Millifjalls og fjöru eftir Loft Guðmundsson. 14. JANÚAR Þennan dag árið 1992 mældist 18,8 stiga hiti á Dalatanga við Mjóafjörð. Það mun vera mesti hiti sem mælst hefur hérlendis í janúarmánuði. 15. JANÚAR Þennan dag árið 1942 rnæld- ist mesta vindhviða sem vit- að er urn í Reykjavík. Vind- hraðinn var 214 km/klst eða um 60 m/sek. 16. JANÚAR Þennan dag árið 1947 var opnað talsamband milli Is- lands og BandaríLjanna. Fyrsta símtalið áttu þeir Entil Jónsson samgönguráð- herra og Thor Thors sendi- herra. 17. JANÚAR Þennan dag árið 1850 af- hrópuðu skólapiltar í Lærða skólanum, sem nú heitir Menntaskólinn í Reykjavík, rektor skólans, Sveinbjörn Egilsson, í mótmælaskyni við skylduaðild að bindind- isfélagi. Atburður þessi er nefndur pereatið en nem- endur hrópuðu á latínu pereat rector (niður með rektor). 18. JANÚAR Þennan dag árið 1930 tók Hótel Borg til starfa í Reykjavík. Hótelið reisti Jóhannes Jósefsson glírnu- kappi en hann hafði efnast mjög á sýningarferðalögum erlendis. Munið! BBá Netinu MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 3

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.