Bæjarins besta - 12.01.2000, Qupperneq 5
Trillukarlar efna til fundar um sjávarútvegsmál í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði
ísaljörður
- óhugsandi að Vestfirðir væru í byggð ef ekki væru trillurnar,
segir Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar, félags smábátaeigenda
Almennur borgarafundur
um sjávarútvegsmál verður
haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á
Isafirði sunnudaginn 16. jan-
úar kl. 15 undir yfirskriftinni
Er ögurstund byggða á Vest-
fjörðum að renna upp?
Fundarboðandi er Elding,
félag smábátaeigenda á norð-
anverðum Vestfjörðum, en
formaður þess er Guðmundur
Halldórsson í Bolungarvík.
Fundarstjóri verður Magnús
Reynir Guðmundsson.
Að sögn Guðmundar Hall-
dórssonar var Arna Mathiesen
sjávarútvegsráðherra boðið að
koma á fundinn og ávarpa
fundarmenn. „Sjávarútvegs-
ráðherra gerði grein fyrir því
að hann gæti ekki komið á
þessum tíma vegna þess að
hann yrði þá bundinn erlendis
en kvaðst fús að koma ef hægt
yrði að fresta fundinum fram
í febrúar. Hins vegar benti
hann á forsætisráðherra og var
honum boðið að koma en ritari
hans svaraði því til að hann
hefði ekki tíma. Annað feng-
um við ekki frá honum“, sagði
Guðmundur.
Þingmönnum Vestfirðinga
var boðið að ávarpa fundinn
og hafa þeir allir tilkynnt
komu sína. Formaður og
Guðmundur Halldórsson.
framkvæmdastjóri Lands-
sambands smábátaeigenda,
þeir Arthúr Bogason og Örn
Pálsson, munu einnig sitja
Síðbúin þrettánda-
gleði á ísafirði
Þrettándagleði var víða
mi Vestfirði á laugardag,
tveimur dögum síðar en
vant er. Leiðindaveður var
á fimmtudag og föstudag
en í gærdag rofaði til og var
því efnt til gleðinnar síð-
degis. Á ísafírði fór þrett-
ándagleðin fram fyrir fram-
an Safnahúsið.
Samkvæmt þjóðtrúnni
heldur Kertasníkir síðastur
jólasveina til fjalla þrett-
ánda dag jóla og við þrett-
ándabrennur kætast álfar er
þeir kveða hátt og halda
álfagleði hina hinstu nótt
um heilög jól. Hefð er fyrir
því að Isfirðingar og Bol-
víkingar skiptist á að halda
þrettándabrennur og kom
það í hlut ísfírðinga í ár.
Margt manna var við
brennuna, jafnt almennir
borgarar sem jólasveinar,
álfar, kóngur og drottning
auk Grýlu og Leppalúða.
Meðfylgjandi myndir voru
teknar á þrettándagleðinni.
fundinn.
„Á þessum fundi munum
við ræða sjávarútvegsmálin
og jafnframt munum við
leggja þar fram tillögur, sem
við teljum að geti orðið til
sátta og jafnframt orðið
byggðunum, fískvinnslunni
og útgerðinni á svæðinu að
gagni og þar með öllu mannlífi
hér“, sagði Guðmundur í sam-
tali við blaðið. „Við viljum
minna á, að við sem gerum út
smábáta höfum tekið við stóru
hlutverki áVestfjörðum,alveg
frá Suðurfjörðunum og norður
úr. Kvótinn er farinn, togar-
arnir eru farnir og flestöll önn-
ur stærri skip, þannig að við
smábátaeigendur höfum axl-
að mikla ábyrgð í atvinnumál-
um hér. Eins og mál standa í
dag eróhugsandi aðVestfirðir
væru í byggð ef ekki væru
trillurnar."
ORKUBÚ VESTFJARÐA
Tilboð óskast
Orkubú Vestfjarða óskareftirtilboðum í bifreiðir
sem eru til sýnis á eftirfarandi stöðum.
Á ísafírði og í Bolungarvík:
SJ-237 - Toyota Hi-Lux, dísel, Double cab,
érg. 1991, ekinn 150.000 km.
KT-493 - Toyota Hi-Lux, dísel, Double cab,
árg. 1989, ekinn 135.000 km.
RT-754 - Mitsubishi L300, 4WD, bensín,
árg. 1990, ekinn 116.000 km.
YK-765 - Mitsubishi L300, 4WD, dísel, árg.
1992, ekinn 135.000 km.
YN-951 - Mitsubishi L300, 4WD, bensín,
árg. 1991, ekinn 110.000 km.
Á Patreksfírði:
PV-065 - Toyota Hi-Lux, dísel, Double cab,
árg. 1990, ekinn 160.000 km.
Á Hólmavík/ Reykhólum:
EA-567 - Toyota Hi-Lux, dísel, Double cab,
árg. 1990, ekinn 180.000 km.
MX-738-VWTransporterpallbíll, 4WD, dísel,
árg. 1997, ekinn 36.000 km.
RK-955 - Mitsubishi L300, 4WD, dísel, árg.
1990, ekinn 150.000 km (5 manna).
Bifreiðirnar verða seldar í því ástandi sem
þæreru í, efviðunandi tilboð berast. Áskilinn er
rétturtil að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna
öllum.
Tilboð berist til aðalskrifstofu á ísafirði fyrirkl.
14:00 þann 20.janúarnk., þarsem þau verða
opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess
óska.
Upplýsingar eru gefnar hjá svæðisstjórum á
viðkomandistöðum oghjá innkaupastjóra, Gylfa
Guðmundssyni, Stakkanesil, 400 ísafirði, sími
4503211.
Úthlutað úr
Minningar-
sjóði Gyðu
Þóra Karlsdóttir á Isafírði
og Sigrún Pálmadóttir í Bol-
ungarvík fengu 200 þúsund
króna styrki hvor úr Minn-
ingarsjóði Gyðu Maríasdóttur
en kunngert var um úthlutun-
ina á gamlársdag.
Þóra fékk styrk til náms í
nýbúafræðslu við Kennarahá-
skólann í Kaupmannahöfn og
Sigrún til söngnáms viðTón-
listarháskólann í Stuttgart í
Þýskalandi.
Fyrir úthlutunina á gaml-
ársdag höfðu tíu konur fengið
styrk úr sjóðnum en fyrst var
úthlutað úr honum 8. desem-
ber 1979. Þá var það Guðrún
Vigfúsdóttir vefnaðarkennari,
sem hlaut viðurkenningu fyrir
vel unnin störf.
ísafjörður
Helmingur
Júgóslav-
anna farinn
Helmingur þeirra júgóslav-
nesku flóttamanna, sem komu
til ísafjarðar árið 1996 hefur
flutt á suðvesturhorn landsins,
flestir til Reykjavíkur. Á
Blönduósi eru aðeins fjórir
eftiraf þeim 23 flóttamönnum
sem þangað komu sumarið
1998.
Ástandið er ögn skárra á
Hornafirði en þar búa enn
fjórtán Júgóslavar af þeim 17
manna hópi sem þangað kom
upphaflega.Allshafa70júgó-
slavneskir flóttamenn komið
til landsins og býr innan við
helmingur þeirra enn á þeim
stöðum þar sem þeir hófu nýtt
líf hérlendis. Atvinnuóöryggi
og fábreytni í atvinnulífi er
talin helsta ástæða brottflutn-
inganna.
ísafjörður
Námskeið
fyrir skíða-
þjálfara
Dagana 14.-16. janúar nk.
stendur Skíðafélag Isfirðinga
fyrir skíðaþjálfaranámskeiði
í alpagreinum.
Námskeiðið, sem er um 23
klukkustundir að lengd, er
einkum ætlað þjálfurum, en
er einnig hentugt þeim sem
hafa áhuga á mörgum undir-
stöðuatriðum alpagreina.
Námskeiðið er viðurkennt
af ÍSÍ og er leiðbeinandi Haf-
steinn Sigurðsson, en hann
nýtur mikillar virðingar hjá
íslenskum skíðamönnum sem
skíðaþjálfari. Á námskeiðinu
verða einnig skíðaþjálfarar
Skíðafélagsins í vetur. Allar
nánari upplýsingar veitir Haf-
steinn í síma 456 3675.
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 5