Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2000, Side 1

Bæjarins besta - 13.09.2000, Side 1
Eyrarskáli Samon undir einu þaki Flutningur er okkar fag Öll flutningsþjónusta á einum stað á ísafirði, í Eyrarskála við Sundahöfn. Vekjum athygli á nýjum símanúmerum. Sími: 450 5100 EIMSKIP Fax: 450 5109 íKþ^TfTCÍB Simi: 450 5110 Fax: 450 5119 Stofna014. nðvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 45B 45B4 • Netfang: bb@hb.is • Verð kr. 200 m/vsk Útvarp Apótek FMIOI Utvarp Apótek eða FM 101 hóf göngu sína á Isafirði sl. föstudag með ávarpi Gylfa Olafssonar útvarps- stjóra, en þá var myndin tek- in. Fyrst um sinn verður út- varpað svo til sleitulaust í einn mánuð, að sögn þeirra sem að útvarpinu standa. Síðan verður árangurinn metinn og tekin ákvörðun um framhaldið. Utvarp Apótek er til húsa í Gamla apótekinu. Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson seldur Nýr bátur væntan- legur 30. september Björgunarbátur sem keypt- ur hefur verið í Englandi er væntanlegur til Isafjarðar síð- asta dag þessa mánaðar. Hann kemur í stað björgunarbátsins Gunnars Friðrikssonar, sem ákveðið var að selja til Noregs. Nýi báturinn er af Arun-gerð og nokkru stærri en Gunnar Friðriksson. Arun-bátar eru þrautreyndir og hafa verið í notkun frá 1971. Báturinn sem keyptur hefur verið er úr plasti og smíðaður árið 1978. Þrátt fyrir góða reynslu af núverandi björgunarbáti var ákveðið að kaupa nýrri og stærri bát. Gunnar Friðriksson er tæplega 30 tonn, smíðaður úr áli í Þýskalandi árið 1969. Hann kom til ísafjarðar í lok maí 1997 og hefur sannað mikilvægi þess að hafa öflug- an björgunarbát á þessu svæði. Á þessum tíma hefur hann farið í um 90 útköll. Hins vegar hefur reynst tor- velt að fá varahluti í bátinn og þess vegna er hann erfiður í rekstri. Stjórn Björgunarbáta- sjóðs Slysavarnafélagsins Landsbjargítr á Vestfjörðum mæltist til þess við stjórn SVFI Landsbjargar í sumar, að heimilað yrði að kaupa annan bát og var orðið við því. Verðið er rúmar sex millj- ónir króna. Albert Óskarsson, skip- stjóri og starfsmaður Björgun- arbátasjóðsins á Vestfjörðum, siglir bátnum frá Poole til Immingham, þar sem hann fer í skip hjá Eimskipum 21. þessa mánaðar. Honum verð- ur síðan siglt frá Reykjavík til ísafjarðar, þangað sem hann er væntanlegur kl. 13 laugar- daginn 30. september. Arun-báturinn er fyrsti „hraðbjörgunarbáturinn" sem teiknaður var og smíðaður sér- staklega í Bretlandi fyrir Kon- unglegu bresku björgunar- bátastofnunina (RNLI). Jafn- framt er hann sá algengasti af bátum ætluðum fyrir öll veður sem nú eru í notkun á Bret- landseyjum. Ganghraði mun vera um 18 hnútar. ísaJjörður Ráðist á lögreglu Ráðist var á lögreglumann á Isafirði rétt fyrir klukkan 5 aðfaranótt sunnudags. Kallað vareftiraðstoð lögreglu vegna deilna tveggja manna ITungu- dal og fór lögreglan þegar á vettvang. Eftir að hafa reynt að stilla til friðar nokkra stund sló ann- ar mannanna lögreglumann í andlitið með þeim afleiðing- um að sauma þurfti nokkur spor. Maðurinn fékk að sofa úr sér í fangageymslum lög- reglunnar. Um svipað leyti og lögregl- an var kölluð í Tungudal réð- ust piltur og stúlka á stúlku um tvítugt við Hafnarstræti og spörkuðu í höfuð og maga hennar. Gert var að sárum hennar sem reyndust ekki al- varleg. Vestflrðir Slösuðust í bflveltu Konur á þrítugs- og fimm- tugsaldri slösuðust er bifreið valt út af veginum í Vattarfirði á Barðastrandasýslu um há- degisbil á sunnudag. Femt var í bílnum og voru allir fluttir með þyrlu Land- helgisgæslunnar til aðhlynn- ingaráLandsspítalanum. Karl og kona sem einnig voru í bif- reiðinni fengu að fara heim samdægurs. Á laugardag var síðan önn- ur bflvelta í Heydal í Mjóa- firði. Ökumaður reyndist lítið slasaður. Uesturfrakt ísafirði Sirni: 456 3701 Alhliða flutningar flanlonav* FbpAíp udcpicsgciw b csruis ReykjaviK - Isafjorður ísafjörður - ReykjaviK Rtykjavik apal iFtuiiiriNiuiwGAie

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.