Bæjarins besta - 13.09.2000, Síða 5
Heilbrigðisstofnunin Isafjarðarbæ
16 nianns í
kynnisferð
- vcriö að nota hluta af milljóninni frá ráðherra
gert. Það er mjög óvenju-
legt, en jafnframt ánægju-
legt, að koma að skóla þar
sem fyrir lá svona mikið af
rannsóknargögnum. Það
auðveldar alla uppbyggingu.
Við Jónína Ólöf Emils-
dóttir, aðstoðarskólastjóri,
fórum í að breyta því sem
betur mátti fara að okkar
mati. Jónína hafði rnikla
staðarþekkingu og reynslu í
að vinna með því fólki sem
starfaði við skólann. Hennar
framlag var ómetanlegt."
Batnandi árangur
Þau Kristinn og Jónína
lögðu mikla áherslu á
skilvirkni við stjórn skólans.
„Við reyndum að tryggja
sem best að öll mál sem upp
komu í skólastarfínu og er-
indi sem bárust skólanum
fengju skjóta og yfírvegaða
afgreiðslu. Þá var áhersla
lögð á aga og umgengni og
viðhald skólahússins. Einnig
hefur verið skipulega unnið
að því að bæta húsbúnað,
kennsluaðsöðu og kennslu-
tæki.
Fljótlega var farið að
endurskipuleggja kennslu-
starfið. I fyrstu var lestrar-
kennslan tekin sérstaklega
fyrir. Síðan höfum við ein-
beitt okkur að raungreinum,
aðallega stærðfræði og
náttúrufræði.
Gífurlega mikil vinna
hefur verið lögð í þessa upp-
byggingu af hálfu kennara,
enda tel ég að við höfum
verið að uppskera eftir því á
allra síðustu árum. Við sjá-
um mikla breytingu á náms-
árangri 10. bekkjar. Ef við
berum okkur saman við aðra
skóla í samræmdum prófum,
þá sjáum við að meðaleink-
unn GÍ var 1,3 undir lands-
meðaltali árið 1995, árið
eftir var hún 1,0 undir, árið
1997 var hún 0,9 undir með-
altali, síðan 0,5 og árið 1999
var meðaleinkunn nemenda
skólans komin lítillega yfir
landsmeðaltal.“
Þannig er greinilegt að
skólinn hefur verið að ná
góðum árangri á síðustu
árum. „Meginástæðan er sú
að hér hafa foreldrar stutt
dyggilega við skólann.
Einnig hafa kennarar verið
starfi sínu vaxnir og hafa
lagt mikinn metnað í að
bæta skólastarfið.“
Skrautleg
byggingarsaga
Gott skólahúsnæði og góð
skólalóð eru einhverjar mik-
ilvægustu forsendur blóm-
legs skólastarfs, að mati
Kristins. „Það hefur verið
unnið töluvert í kringum þau
mál. Vinnan hefur reyndar
farið fram í skorpum og því
miður hefur byggingarsaga
Grunnskólans á ísafirði
verið æði skrautleg.“
Eins og menn eflaust
muna urðu húsnæðismál
Grunnskólans að heitu
kosningamáli í síðustu bæj-
arstjórnarkosningum. „Öll
skipulagsvinna hefur því
miður að mestu einkennst af
ósamstöðu. Þó eru menn
farnir að taka sig á og eru nú
hættir að rífast. Samt gerist
afskaplega lítið. Eg hef
reyndar haft spurnir af því
að einhver nefndarskipun sé
væntanleg hjá bæjaryfir-
völdum.
Fyrir þremur árum stóð til
að byggja húsnæði fyrir
Grunnskólann á Torfnesi en
hætt var við þær áætlanir. I
staðinn var ákveðið að
kaupa tvær hæðir á Austur-
vegi 2, í kaupfélagshúsinu
gamla, og voru þær innrétt-
aðar til kennslu. Þar hefur
tekist vel til þó að húsnæðið
sé einungis hugsað til bráða-
birgða."
Uppeldið kemur
að heiman
Kunnugir segja að vart sé
hægt að líkja saman hegðun
nemenda nú og fyrir fimm
árum. Sögur eru til af nem-
endum sem kveiktu í kló-
settpappírsrúllum, hentu
stólum í krítartöflur, svívirtu
kennara og höguðu sér eins
og flón. Nú er sagt að vinnu-
friður sé í skólanum og jan-
úar árið 2000 hafi verið
fyrsti sprengjufríi janúar-
mánuðurinn sem elstu menn
muna. „Ég veit náttúrlega
lítið um það hvernig ástand-
ið var áður en ég kom. Ég
hef að vísu heyrt þessar sög-
ur en leyfi mér að halda að
þær séu örlítið kryddaðar,
svo ekki sé meira sagt.
Hins vegar hefur náðst
mjög góður árangur á þessu
sviði og hann er að sjálf-
sögðu að mestu leyti foreldr-
um og starfsfólki skólans að
þakka. Við getum ekki agað
nemendur nema upp að
vissu marki í skólanum.
Uppeldið verður að koma að
heiman."
Tekið á málum
jafnóðum
Áfengis-, tóbaks- og
vímuefnanotkun unglinga
hefur jafnan verið vinsælt
fréttaefni. „Við höfum tekið
mjög hart á þeim málum. Þá
er sama hvort um er að ræða
notkun á löglegum eða ólög-
legum vímuefnum. Reyk-
ingar hafa því miður aukist á
landsvísu undanfarin ár en
við höfum ákveðnar aðferðir
til að bregðast við þeim
vanda. Stranglega er bannað
að reykja á skólalóð og öfl-
ugt forvarnastarf er unnið
innan veggja skólans.
Vart þarf að minnast á
áfengis- og vímuefnabannið
sem gildir í skólanum. Sem
betur fer hafa æ færri nem-
endur reynt að komast undir
áhrifum á skemmtanir skól-
ans en þó þurfum við alltaf
að hafa varan á. Við erum
sérstaklega varkár á haustin
en þá hafa margir nemendur
kynnst áfengi eða öðrum
vímuefnum yfir sumarið. Þá
koma stundum upp mál sem
varða neyslu á þessum efn-
um en á þeim er tekið strax í
samvinnu við félagsmála-
yfirvöld og lögreglu."
Auglýsingar
og áskrift
sími 456 4560
Sextán starfsmenn Heil-
brigðisstofnunarinnar Isa-
fjarðarbæ eru á morgun vænt-
anlegir til íslands að lokinni
kynnisferðtil Noregs, þarsem
lengst var dvalist áTúnsbergi,
vinabæ Isafjarðarbæjar. Til að
standa straum af ferðinni var
notaður hluti af þeirri milljón
króna, sem heilbrigðisráð-
herra færði stofnuninni á sín-
um tíma í viðurkenningar-
skyni fyrir einstaklega góðan
rekstur.
Það sem safnað hefur verið
í sarpinn í ferðinni kemur
væntanlega að góðum notum
þegar heim kemur. „Menn eru
uppfullir af hugmyndum til
að fara með heim“, sagði Guð-
jón Brjánsson, framkvæmda-
stjóri stofnunarinnar og einn
ferðalanganna, í símtali við
blaðið.
Hópurinn sem fór utan má
heita þverskurður af starfslið-
inu á Heilbrigðisstofnuninni
Isafjarðarbæ, nema hvað af
þessum sextán eru tveir karlar
en aðeins fjórtán konur. Það
er lægra hlutfall af konum en
starfar í því kvennaríki.
Lagt var af stað frá Keflavík
á fímmtudagsmorgun í síð-
ustu viku og flogið til Kaup-
mannahafnar. Þaðan var ekið
yfir Eyrarsundsbrúna til Sví-
þjóðar og áfram til Túnsbergs
í Noregi. Móttökur bæjaryfir-
valda voru höfðinglegar og
var margt skoðað og víða far-
ið. Fyrst og fremst voru þó
heimsóttar ýmsar og ólíkar
stofnanir fyrir sjúka og aldr-
aða í boði bæjarfélagsins.
Hlýtt var á fræðslu og fyrir-
lestra um heilbrigðisþjónust-
una ytra og hugmyndir sem
uppi eru. „Sumt hljómaði
nokkuð kunnuglega fyrir okk-
ur því að það mótast mjög af
því að ekki sé allt of mikið af
peningum til ráðstöfunar“,
sagði Guðjón Brjánsson.
Síðasti deginum ytra er var-
ið í Kaupmannahöfn, þar sem
farið er í Jónshús og um Is-
lendi ngaslóðir í borginni. Ætl-
unin er að leggja af stað heim
frá Kastrup á morgun.
Fjarkennslubúnaður í Menntaskólanum á ísafirði
Stórgjöf frá Þórði Júlíussyni
- búnaðurinn tekinn í notkun 1998 en ennþá ógreiddur
Þórður Júlíusson á ísa-
fírði hefurgefið eina milljón
króna upp í greiðslu á fjar-
kennslubúnaði þeim í
Menntaskólanum á Isafirði,
sem keyptur var og tekinn í
notkun fyrir tæpum tveimur
árum.
Aðspurður um ástæðu
gjafarinnar sagði Þórður:
„Mér fínnst að við verðum
að styrkja þessa leið til að
afla menntunar á lands-
byggðinni, því að hún er
framtíðin. Hér erum við
langt frá háskólum og fjar-
kennsla getur orðið lyfti-
stöng fyrir byggðarlög þar
sem svo hagar til.“
Jafnframt skorar Þórður á
þá sem eiga nóga peninga að
bæta við þetta framlag: „Ef
margir leggja saman, þá getur
þetta orðið myndarlegt“.
Hann kvaðst vita að ýmsum
hefði áskotnast mikið fé. „Ég
get alveg sagt þeim að það er
ekkert varið í að liggja á pen-
ingum.“
Fjarkennslubúnaðurinn í
Menntaskólanum á ísafirði
var tekinn í notkun í nóvember
1998. Hann kostaði um þrjár
milljónir krónar sem enn eru
ógreiddar. Á sínum tíma var
gerður „skammtímasamning-
Þórður Júlíusson.
ur“ um að Fjórðungssamband
Vestfirðinga hefði milligöngu
um útvegun búnaðarins vegna
fjarkennslu sem þá var að fara
í gang í Framhaldsskóla Vest-
fjarða (nú Menntaskólinn á
ísafirði). Síðan mun ætlunin
hafa verið að skólinn sæi um
að búnaðurinn yrði keyptur
með einhverjum hætti en það
hefur ekki gengið eftir. Reynd-
ar mun ekki hafa legið fyrir
hver ætti að kaupa búnaðinn
eða hvernig það ætti að gerast.
I vor fékk Fjórðungssam-
bandVestfirðinga eina milljón
króna frá Fræðslumiðstöð
Vestfjarða, sem ganga skyldi
til greiðslu á umræddum bún-
aði að hluta og til hliðstæðs
búnaðar annars staðar á Vest-
fjörðum að hluta, en þar hafa
Reykhólar forgang. Að sögn
Hauks Más Sigurðarsonar,
stjórnarformanns Fjórð-
ungssambands Vestfirð-
inga, er ekki búið að ákveða
hvernig þessu fé verður
skipt og þess vegna er enn
ekkert búið að borga.
Haukur Már kveðst von-
ast til þess, að hin höfðing-
lega gjöf Þórðar Júlíussonar
verði til þess að ýta við
sveitarfélögum, ríki og ekki
síst fyrirtækjum áVestfjörð-
um að leggja fram fé, þannig
að aðstöðu til fjarkennslu á
Vestfjörðum verði komið í
gott horf.
ísaQarðarbær
Sjö bæjar-
fulltrúar í
stað níu?
Bæjarfulltrúarnir Þorsteinn
Jóhannesson og Sigurður R.
Olafsson leggja til að bæjar-
fulltrúum Isafjarðarbæjar
fækki úr níu í sjö. Ný bæjar-
málasamþykkt Isafjarðarbæj-
ar var til fyrri umræðu á bæj-
arstjórnarfundi í síðustu viku
og lagði Þorsteinn þá fram
þessa tillögu, sem Sigurður
hafði einnig undirritað.
Frá stofnun núverandi bæj-
arfélags við sameiningu sex
sveitarfélaga árið 1996 hafa
bæjarfulltrúarnir verið níu. í
samtali við blaðið kvaðst Þor-
steinn telja að bæjarstjórn yrði
ekki síður skilvirk þótt bæjar-
fulltrúum yrði fækkað.
I drögum að nýrri bæjar-
málasamþy kkt er gert ráð fyrir
óbreyttum fjölda bæjarfull-
trúa. Bæjarmálasamþykktin
hefur verið í endurvinnslu í
samræmi við ákvæði í sveitar-
stjómarlögum en einnig vegna
fyrirhugaðrar stofnunar sér-
stakrar atvinnumálanefndar
Isafjarðarbæjar. Nýmæli í
þeim drögum sem lögð hafa
verið fram snúa þess vegna
ekki að atriðum eins og fjölda
bæjarfulltrúa.
Þorsteinn er einn af fulltrú-
um meirihlutans í bæjarstjórn
en Sigurður einn af fulltrúum
minnihlutans. Tillaga þeirra
er hins vegar einkaframtak en
ekki flutt í umboði meirihluta
eða minnihluta.
ísafjörður
Vínarklass-
ík í Hömrum
Nýtt og fjölbreytt starfsár
Tónlistarfélags Isafjarðar
hefst með kammertónleikum
í Hömrum, tónlistarhúsi Isa-
fjarðar, fimmtudagskvöldið
14. september kl. 20:30.
Á tónleikunum mun Cuvill-
iés strengjakvartettinn frá
Múnchen og Sigurður Ingvi
Snorrason klarinettuleikari
m.a. leika Klarinettukvintett
Mozarts.
Tónleikarnir eru fyrstu
áskriftartónleikarTónlistarfé-
lags Isafjarðar á starfsárinu
2000-2001 og gilda áskriftar-
kort því á tónleikana. Hægt er
að skrá sig fyrir þeim við
innganginn, en einnig er hægt
að kaupa staka miða á kr.
1.200. Nemendur Tónlistar-
skóla Isafjarðar, 20 ára og
yngri fá ókeypis aðgang.
Margir fleiri áhugaverðir
tónleikar eru á dagskrá Tón-
listarfélagsins í vetur og munu
ýmsir listamenn heimsækja
Isafjörð. Má þar m.a. nefna
Gunnar Kvaran sellóleikara,
Sönghópinn Rúdolf og Blás-
arakvintett Reykj avíkur ásamt
Philip Jenkins píanóleikara.
Minningartónleikar um hjón-
in Sigríði Jónsdóttur og Ragn-
ar H. Ragnar verða 7. október
svo um fátt eitt sé getið.
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 5