Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2000, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 13.09.2000, Blaðsíða 9
Lögregluembættin á Vestflörðum fá liðsauka Fíkniefnaleitarhund- ur í Bolungarvík Sérþjálfaður fíkniefnaleit- arhundur er tekinn til starfa hjá lögreglunni í Bolungarvík. Hann heitir Nökkvi og hefur verið lengi búsettur í Bolung- arvík. Eigandi hans er Jón Bjarni Geirsson lögregluvarð- stjóri. Nökkvi er þrautþjálf- aður og reyndur björgunar- hundur. Hann var síðan í Reykjavík í sumar til að bæta við námi og þjálfun í fíkni- efnaleit og lauk prófi með ágætum eða efsta stigi (A- stigi). Nökkvi og Jón Bjarni þreyttu saman frumraunir sínar á þessu sviði á vegum embættis Ríkislögreglustjóra í Þórsmörk og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar og komu þar að nokkrum fíkni- efnamálum. Nökkvi kom við sögu í Bolungarvík um fyrri helgi, þegar þar var gerð hús- leit vegna gruns um fíkniefna- misferli og tæki og tól til neyslu fundust. Einnig má geta þess, að þeir félagarnir komu Isafj arðarlög- reglu til aðstoðar um síðustu helgi, þegar þar kom upp fíkniefnamál. Jón Bjarni segir að ætlunin sé að nota Nökkva við fíkniefnaleit að minnsta kosti ánorðursvæðiVestfjarða Jón Bjarni og Nökkvi. Athygli veknr að litur hundsins er í fullu samrœmi við íslenska lögreglubúninginn. og jafnvel víðar ef þörf krefur. sérþjálfaðan hund til aðstoðar Það er því afar fljótlegt fyrir í fíkniefnamálum þegar á þarf Isafjarðarlögregluna að fá að halda. Félagar í Félagi lögfrœðinga á Vestfjörðum ásamt mökum og gesti aðalfundar félagsins, Erni Clausen, liœstaréttarlögmanni. Líf og Ijör hjá vest- firskum lögmönnum Eins og greint er frá á baksíðu var aðalfundur Félags lögfræðinga á Vest- fjörðum haldinn á Hótel ísa- firði á föstudag. Auk venju- legra aðalfundarstarfa fóru fram umræður um meðferð opinberra mála og voru lög- reglumenn sem vinna að rannsóknum sakamála sér- staklega hvattir til að sitja fundinn. Gestur fundarins var Örn Clausen, hæsta- réttalögmaður. Að fundi loknum var fundarmönnum boðið í fordrykk í Tjöruhús- inu í Neðstakaupstað og í framhaldi í málsverð á Hótel ísafirði. Ljósmyndari blaðs- ins leit inn í Tjöruhúsið og tók þar meðfylgjandi myndir. Örn Clausen tók spilaði nokkur lög ápíanóiðfyrir viðstadda. 8811 Full búð af i nýjum vörum 'LEGGUR OG SKEL KlD'5 Wear fatavershm barnanna Ljóninu, Skeiói, shni 456 4070 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 9

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.