Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.09.2000, Side 7

Bæjarins besta - 27.09.2000, Side 7
Bœjarstjórinn á Túnsbergi, Hans Kristian Hogsnes, með gjöfina frá íslensku gestun-um - málaða fjöl eftir lista- konuna Sólveigu Eggerz Pét-ursdóttur. vænni ölkollu. réttur félli kannski ekki alveg að smekk allra var samt gam- an að bragða eitthvað fram- andi. Það er í frásögur færandi að þarna uppi beið okkar mað- ur, Ari Valdimarsson, ættaður frá ísafirði, en hann hafði ein- mitt lesið um heimsókn okkar í blaðinu þá um morguninn. Þar kom fram sú áætlun okkar að snæða „römmegröt" á Set- erkafeen og til að missa ekki af sveitungum sínum sat hann fyrir okkur þarna. Ari hefur verið búsettur í Tönsberg í hartnær 50 ár, lærði þar vél- stjórn og vann lengst af í skipasmíðastöð. Ein systir hans, Fríða Valdimarsdóttir, býr hér á ísafirði. Ari var með okkur allan þennan dag og hann og hans kona fóru út að borða með okkur um kvöldið. Þessum degi var eytt við að skoða bæinn og sögustaði hans undir leiðsögn Ursulu Hauge sem var afar fróð, ekki síst um miðaldasöguna, og miðlaði hún okkur af fróðleik sínum urn konunga og hval- fangara og óx vísdómur okkar til muna þennan dag. Afbragðs dansmaður frá ísafirði Eins og áður er sagt fóru Ari og frú með okkur út að borða urn kvöldið og eftir mat- inn var stiginn dans á diskó- teki hússins. Var heldur betur liðsauki í Ara, sem reyndist vera afbragðs dansmaður, og ekki veitti af þar sem við vor- um 14 konur í hóp en ekki nema tveir karlmenn. Á sunnudaginn var okkur boðið í siglingu til Osló á lysti- snekkjunni Vanadís, sem er í eigu Ármanns Heiðars Ár- mannssonar, æskuvinar Guð- jóns Brjánssonar. Það er ekki ónýtt að þekkja menn sem eiga svona rausnarlega vini. Veður var eins og best verður á kosið og við nutum lífsins út í ystu æsar. Þarna er um- hverfið ákaflegafagurt, skógi- vaxnar hlíðar með fallegum sumarhúsum, fallegar grónar eyjar og svo fjöldi seglbáta um allan fjörðinn ásamt ferj- um og margskonar öðrum bát- um. Við komum síðdegis til Osló og gengum þar um borg- ina og að konungshöllinni. Kvöldverður var snæddur á ágætu kínversku veitingahúsi og fór hópurinn svo heim til Tönsberg með lestinni seint um kvöldið. Mánudagurinn fór að mest- um hluta í að skoða Vestfold- sjúkrahúsið. Þetta er aðal- sjúkrahúsið í fylkinu og það langstærsta. Fyrst var fyrir- lestur um markmið og upp- byggingu sjúkrahússins. Hér er um að ræða 20 ára fram- kvæmdaáætlun sem hófst árið 1989 og verður lokið 2009 og verður sjúkrahúsið fullbyggt 64.900 fermetrar að stærð.Til samanburðar er sjúkrahúsið og heilsugæslan á Isafirði 6.300 fermetrar. Sjúkrahúsið er hátækni- sjúkrahús og vel búið tækjum. Þar eru 338 sjúkrarúm, skurð- stofur eru 15 og starfsmenn eru 2.249 talsins. Þarna eru auðvitað allskonar sérdeildir, rannsóknarstofur, bráðamót- taka og höfuðstöðvar sjúkra- flutninga fyrir allt fylkið. Engar filmur á röntgendeild Sem fyrr er sagt er þarna allt mjög tæknilegt, t.d. eru ekki lengur notaðar filmur á röntgendeildinni heldur er stafræna tæknin alls ráðandi. Röntgenmyndir eru skoðaðar á þar til gerðum skjám og er þá hægt að stækka upp ein- staka myndhluta, sem gerir alla greiningu nákvæmari. Bráðamóttökuherbergin eru mörg og þau eru öll ná- kvæmlega eins innréttuð svo að þeir sem þar vinna þurfa ekki að læra nema á eitt kerfi og er sama h var þeir eru stadd- ir. Alls staðar er sama fyrir- komulag sem gerir allt ein- faldara og skilvirkara. Sjúkraflutningarnir fyrir allt fylkið eru skipulagðir á einum stað hér. Það er náttúrlega allt tölvuvætt og eru 2 starfsmenn á vakt allan sólarhringinn. Þegar hringt er í sérstakt neyð- arnúmer sést á skjá hvaðan hringt er og hvaða leið er styst að fara fyrir sjúkrabílinn. Við- búnaður er mismunandi eftir því sem að er hverju sinni og er sérstakt kerfi sem farið er eftir í því sambandi. Síðdegis var farið á einka- stofu, „Colon Klinikkerí', og var það afar fróðlegt. Þarna kemur fólk í úthreinsun fyrir speglanir og einnig vegna við- varandi ristilvandamála. Þessi úthreinsun fer fram með kranavatni eingöngu í sér- stöku tæki og eru óþægindi sjúklinganna hverfandi lítil. Þessi aðferð er líka mun ör- uggari fyrir speglanir, því stundum mistakast þær vegna þess að úthreinsun er ekki nógu góð. ScanRope og kaðlarnir Þriðjudagurinn 12. septem- ber rann upp bjartur og fagur og við pökkuðum dótinu í bíl- ana. Nú var komið að því að halda á ný til Kaupmanna- hafnar. Fyrst var þó smávegis bónus á skoðunarferðir því okkur var boðið að skoða ScanRope-verksmiðjuna þar sem framleiddir eru togvírar þeir og kaðlar sem Sandfell hefur umboð fyrir á Islandi. Fyrst var náttúrlega fyrirlestur. kaffi og vínarbrauð, sem við höfum komist að raun um að eru ómissandi hluti af norsk- urn morgunverði. Síðan var verksmiðjan skoðuð og við sáum allt ferlið, hvernig litlar plastkúlur verða að sverustu köðlum sem við höfum séð - allt að 50 cm í þvermál. Vír- arnir voru heldur engin smá- smíði og vélarnar sem spinna þá saman rnikil ferlíki. Ferðin til Kaupmannahafn- ar gekk vel og þangað var komið um kl. 21 í úrhellis- rigningu. Ferðahópurinn lét það þó ekki á sig fá en fór út að ganga og fann ljómandi ölstofu þar sem ferðaþreyt- unni var skolað burt með Á bar Jónasar Hallgrímssonar Á miðvikudaginn voru skoðaðir merkir staðir í Kaup- mannahöfn. Farið að kon- ungshöllinni, í Frederiks Kirke, „Marmorkirken", Ný- höfn og víðar. Flestir í hópnum fengu sér öl og smörrebröd í Hviids Vinstue en þar sat Jón- as Hallgrímsson löngum fyrr á tímum. Um kvöldið var vitaskuld farið í Tivolí en margir í hóp- num voru að korna í fyrsta sinn til Kaupmannahafnar. Þar var farið á veitingahús sem bauð upp á hlaðborð og gátu allir fengið eitthvað við sitt hæft enda margt í boði, bæði fiskur og kjöt, ostar og ótal- margt fleira. Þarna voru hljómlistarmenn sem léku við borðin til skiptis og var skemmtileg uppákoma við okkar borð. Það vildi svo til að ein úr hópnum, Kristín Gísladóttir sjúkraliði, átti af- mæli. í lok borðhaldsins kom þjónustufólkið aðvífandi með glæsilegan ísrétt með logandi stjörnuljósum og hljómlistar- mennirnir spiluðu fyrir hana afmælissönginn. Eftir matinn var gengið um garðinn og þeir kjarkmeiri fóru í rússibana og önnur háskaleg tæki og varð engum meint af. Á miðnætti var flug- eldasýning og upp úr því var svo haldið heim á hótel. Fimmtudagurinn rann upp sem aðrir dagar og nú var komið að brottför heilbrigð- ishópsins íslenska. Heimferð- in gekk vel og var gott að koma á heimaslóðirnar aftur eftir velheppnaða fræðslu- og skemmtiferð til vinabæjar okkar, Tönsberg í Noregi. Samantekt: Ingibjörg Sigtryggsdóttir og Birgir Jónsson. Fimmtud 28. sept. veröur sölufulltrúi frá Sehastian á hárgreiöslustofunni Lítiö HARGREiÐSLUS TOFA SIMI: !S6 4-142 MIÐVIKVDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 7

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.