Bæjarins besta - 27.09.2000, Side 2
Fjórðungsþing
Vönduð dag-
skrá helguð
samgöngum
Milli 50 og 60 manns sóttu
45. Fjórðungsþing Vestfirð-
inga, sem haldið var í Súðavík
um síðustu helgi. Þar af voru
gestir í meirihluta. Segja má
að fremur einmanalegt hefði
verið á þinginu ef boðsgestir-
nir hefðu ekki verið heldur
eingöngu vestfirskir sveitar-
stjórnarmenn.
Dagskrá Fjórðungsþings
var að þessu sinni helguð sam-
göngumálum og bar vitni
miklum metnaði. Framsögu-
erindi voru fjölbreytt og yftr-
leitt mjög áhugaverð og vel
undirbúin, ekki síst inngangs-
erindi samgönguráðherra,
Sturlu Böðvarssonar, og er-
indi Björns Davíðssonar hjá
Snerpu á Isafirði um framtíð
fjarskipta á Vestfjörðum.
Aðstaða til þinghalds af
þessu tagi er með ágætum í
Súðavík.
ísaljörður
Sólveig
Eggerz sýnir á
sjúkrahúsinu
Sýning á verkum Sólveigar
Eggerz Pétursdóttur verður
opnuð á Fjórðungssjúkrahús-
inu á ísafirði á laugardag. Þar
verða um 30 verk listakonunn-
ar, bæði málverk og málaður
rekaviður. Sólveig er komin
talsvert á áttræðisaldur en læt-
ur engan bilbug á sér finna í
listinni. Asamt Sæmundi
Valdimarssyni er hún frum-
kvöðull í notkun rekaviðar til
listsköpunar. Hún hefur haldið
fjölmargar sýningar á verkum
sínum, allt frá því að hún sýndi
fyrst í Bogasal Þjóðminja-
safnsins árið 1960.
Verkin verða á göngum
innan við anddyri sjúkrahúss-
ins og stendur sýningin fram í
miðjan október.
Nýtt íbúðarhverfí „inni í fírði“
Framkvæm
geta hafist í
Hægt verður að hefja fram-
kvæmdir á nýju byggingar-
svæði inni í firði á Isafirði í
vor. Þeir sem áhuga hafa á því
að reisa sér einbýlishús eða
raðhús á þessum stað geta sótt
um lóðir hjá ísafjarðarbæ.
Ekki hafa verið neinar íbúðar-
húsabyggingar á nýju svæði
á ísafirði í mörg ár eða frá því
að hús voru byggð í Selja-
landshverfi.
Hér er um að ræða svæðið
ina Ljónið. Elísabet Gunr
dóttir arkitekt hefur
skipulagsuppdrætti af 1
nýja hverfi. Einungis er
að fá staðfestingu embí
Skipulagsstjóra en ekk
kunnugt um neina mein
á því.
„Núna getum við sag
við höfum nóg af byggingar-
lóðum", segir Halldór Hall-
dórsson bæjarstjóri. „Við höf-
Uppdráttur af hinu nýja íbúðarhverfi innan við Ljónið.
um fengið nokkuð af fyrir- safna saman umsóknum enda bærinn fer í miklar fram-
spurnum en nú viljum við er það nauðsynlegt áður en kvæmdir á svæðinu."
Afmælishátíð á laugardaginn
Hátíð í tilefni 30 ára af-
mælis Menntaskólans á Isa-
firði verður í íþróttahúsinu á
Torfnesi á laugardag, 30. sept-
ember, og hefst kl. 16. Hátíð-
ina setur formaður skóla-
nefndar, Ólafur Helgi Kjart-
ansson, en síðan flytur Björn
Bjarnason menntamálaráð-
herra ávarp. Einar Jónatans-
son í Bolungarvík, sem var í
fyrsta nemendahópi skólans,
flytur kveðju frá Hollvættum
skólans.
Ávarp núverandi nemenda
flytur Pálína Jóhannsdóttir og
Björn Teitsson skólameistari
flytur stutt ágrip af sögu skól-
ans.VigdísJakobsdóttir(nem-
andi 1986-90) stjórnar leik-
þætti nemenda og MÍ-kvart-
ettinn (1984-86) syngur. Mar-
grét Gunnarsdóttir úr fyrsta
nemendahópnum leikur ein-
leik á píanó og Jón Geir og
Tumi Þór Jóhannssy nir (1992-
96) leika á trommur. Alhjúpað
verður merki skólans, sem
Högni Sigurþórsson hefur
hannað.
Að dagskránni lokinni
verða léttar veitingar í boði,
m.a. framreiddar af nemend-
um á matartæknibraut. Allir
eru velkomniráafmælishátíð-
ina.
Afmæli Menntaskólans á
ísafirði verða gerð sérstök skil
í Bæjarins besta í næstu viku.
Fólk veit
lítiðumFV
Um 88% þeirra sem svör-
uðu netspurningu BB í síð-
ustu viku segjast vita Iítið
eða ekkert um Fjórðungs-
samband Vestfirðinga og
starf þess (sjábls. 10). Þetta
kemur e.t.v. ekki mjög á
óvart enda hefur hið mikla
starf þess um áratugi að
miklu leyti verið unnið á
bak við tjöldin.
ÁsgeirÞór Jónsson, fram-
kvæmdastjóri FV, segir að
væntanlega verði reynt að
bregðast við þessu. Hins
vegar bíði hinnar nýkjömu
stjórnar að ákveða það.
Hann bendir reyndar á, að
kannaniraf þessu tagi stand-
ist naumast vísindakröfur.
Það er rétt enda er ekki lagt
upp með slíkt. Hins vegar
gefa niðurstöður úr þessum
könnunum vissulega ein-
hverjar vísbendingar.
Bókasafnið á ísafírði
Breyttur tuni
Vetraropnunartími bóka-
safnsins hefur tekur gildi.
Tíminn hefur verið færður
framogverðurkl. 14-20 alla
virka daga en kl. 15-17 á
laugardögum. Með lengri
opnunartíma er t.d. verið
að koma til móts við aukna
símenntun almennings og
fjarnám á háskólastigi.
Bókasafnið býður líka
upp á afþreyingu og nú er til
allgott safn hljóðbóka til út-
Iáns fyrir almenning. Sögu-
stundir hefjast í október og
verða kl. 15 á miðvikudög-
um.
Annasöm helgi
Atvinnuvegasýningin, hin þriðja á ísafirði sem haldin hefur verið til að vekja at-
hygli ástöðu iðnaðarogatvinnu á Vestfjörðum, aðþessu sinni undirkjörorðinu „Sól
nýrra daga“, tókst með miklum ágætum. Líkt og fyrri sýningar bar hún órækt vitni
um að vestur á fjörðum er ekki bara margt að ske heldur einnig ýmislegt
merkilegt. Sýning af þessu tagi er hvatning til okkar um að láta ekki deigan
síga heldur halda ótrauð áfram í þeirri varnarbaráttu sem landsbyggðin
stendur í. Sýningin var fjölsótt og má að skaðlausu túlka það sem áhuga almennings
og samstöðu um það sem hér er að gerast.
Hið sama var ekki uppi á teningnum hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, sem
þingaði í Súðavík um helgina. Þingið var illa sótt. Það hlýtur að teljast alvarlegt mál
þegar bæjarfulltrúar, sem tekið hafa að sér störf í þágu sveitarfélaga og íbúa þeirra,
mega ekki vera að því að taka þátt í störfum Fjórðungssambandsins. Þannig sáu
fjórir bæjarfulltrúar K-listans, minnihlutans í bæjarstjórn ísafjarðarbæjar, sér ekki
fært að sækja þingið sökum annara starfa og kvittuðu fyrir með snubbóttri yfirlýsingu
þar sem þeir fólu formanni bæjarráðs að fara með atkvæði þeirra á þinginu, „með ósk
um að málefnaflutningur þingsins verði Vestfirðingum til framdráttar um ókomna
framtíð“.
Samgöngur voru meðal þeirra mála sem ráð var fyrir gert að yrðu í fyrirrúmi á
þinginu. Ekki er ólíklegt að þingstaður hafi einhverju ráðið um áskorun þingsins til
samgönguráðherra um öryggi á þjóðveginn inilli ísafjarðar og Súðavíkur. í ályktun
þingsins um þetta segir m.a.: „í slíkri athugun verði leitast við að nálgast
sem best kostnað við nauðsynleg öryggismannvirki svo sem vegskála,
gerð vegskápa, varnir til að hindra grjóthrun, lýsingu á veginum og aðrar
lagfæringar, sem þarf til að tryggja öryggi og samgöngur á leiðinni. Þá verði einnig
gerð athugun á möguleikum þess að bora jarðgöng á þessari leið og kostnaður
við þessar aðgerðir borinn saman. (Leturbr.BB).
Samþykkt af þessu tagi er dæmigerð fyrir stjórnmálamenn. Eftir orðalengingar,
sem innst er ætlast til að ekki séu teknar alvarlega, er loks komist að kjarna málsins.
Þurfum við alltaf að vera að finna upp hjólið? Vegskálar, vegskápar, girðingar!
Nægir ekki reynslan af Bolungarvíkurveginum? Og hví biðja menn bara um saman-
burð á stofnkostnaði? Hvað með viðhald og rekstur?
Hvers vegna einbeitum við okkur ekki að besta kostinum í stað þess að benda út
og suður á lausnir, sem við sjálf treystum ekki lengur og vitum að eru ekki varan-
legar? s.h.
Frá útgefendum:
Umboðs-
aðilar BB
Eftirtaldir einstaklingar sjá um
sölu og dreifingu á BB á þétt-
býlisstöðum utan ísafjarðar:
Bolungarvík: Nikólfna Þor-
valdsdóttir, Hjallastræti 38,
sími 456 7441. Súðavík: Sindri
V. Gunnarsson, Holtagötu 11,
sími 456 4982. Suöureyri:
Deborah Anne Ólafsson, Aðal-
götu 20, sími 891 7738. Flat-
eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt-
ir, Brimnesvegi 12a, sími 456
7752. Þingeyri: Valdís Bára
Kristjánsdóttir, Hlíðargötu 43,
sími 456 8263.
Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang:
bb@bb.is • Blaðamenn:Hlynur Þór Magnússon, sími 456 7322, netfang: blm@bb.is og Hólfdón Bjarki Hólfdönsson, sími 863 7655, netfang: halfdan@bb.is • Ljósmyndari: Halldór
Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Stafrœn útgáfa: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið m. vsk. • Veittur
er afslöttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið.
2
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000