Bæjarins besta - 27.09.2000, Side 6
Noregsferð starfsmanna á Heilbrigðisstofnuninni ísafjarðarbæ
„14 damer og to mannfoIku
í heimsókn á Túnsbergi
Sextán starfsmenn Heilbrigðisstofn-
s
unarinnar Isafjarðarbæ - fjórtán kon-
ur og tveir karlar - lögðu þann 7.
september sl. upp í fræðslu- og kynn-
s
isferð til vinabæjar Isafjarðar, Töns-
berg í Noregi, eins og greint var frá
hér í blaðinu.. Ferðasaga fjórtán-
menninganna fer hér á eftir.
s som han - feg tror jeg har nok fil á rig- - Vi lager en liten marKermg
oo kroner- ge opp en fuiit utstytt forret- i forretnítigene i dag, sier Stur-
s fuiltkjer- ning síik den var i 50-árene, sier iaMysen.
seet og an-
hverdag og
cal de blant
kehuset, og
se.
lESCHti
to mannfotk
mderdcnne
enpábeseki
%forástude-
uiefc’-ogðm- **
ivirksomhet.
Þessi mynd af hópnum - „14 damer og to mannfolk“ - birtist með frétt í dagblaðinu Tons-
bergs Blad. Fréttin hefst með þessum orðum: Fjorten damer som alle heter noe som slutt-
er pá dottir sammen med to mannfolk sem heter noe som slutter pá son er pá besok i Tons-
berg. Da skjonner inan at det er islendinger som har vendt tilbake til sine forfœdres hjern-
Flogið var með Atlanta til
Kaupmannahafnar og þaðan
ekið um nýju Eyrarsunds-
brúnayfirtil Svíþjóðarog svo
sem Ieið lá upp til Tönsberg.
Þangað var komið síðla
kvölds og búið um sig í 5
„hyttum“ sem við höfðum til
umráða þann tíma sem við
dvöldumst þar. Tengiliður
okkar í Tönsberg var Erla
Jónsdóttir en hún starfar sem
félagsráðgjafi og sérkennari í
sveitarfélaginu. Hennarþáttur
var mikill og góður og lagði
hún sig fram um að allt væri
sem best skipulagt fyrir okkur
og verður að segja að það tæk-
ist vel. Bæði stóðust vel allar
tímaáætlanir og svo var okkur
hvarvetna vel tekið og þeir
sem voru okkur til leiðsagnar
áhugasamir um að við fengj-
um að vita sem flest.
Með gjafir
að heiman
Til að sýna lit á þakklæti
okkar færðum við fram gjafir
frá heimalandi okkar. Stofn-
ununum sem við heimsóttum
færðum við leirmuni sem bún-
ir eru til af listakonum á Flat-
eyri, Erlu færðum við hand-
smíðað hálsmen með íslensk-
um fjörusteinum eftir Dýr-
finnu og bæjarstjórinn veitti
viðtöku f.h. Tönsbergbæjar
málaðri fjöl eftir listakonuna
Sólveigu Eggerz Pétursdóttur.
Föstudaginn 8. september
var dagurinn tekinn snemma
og klukkan 9 vorum við komin
að ráðhúsinu. Þar var hlýlega
tekið á móti okkur af bæjar-
stjóranum, Hans Kristian
Hogsnes, og henni Önnu
Mettu, en hún var okkur til
halds og trausts meiri hluta
dagsins. Eftir móttökuna var
farið á Midtlökken, sem er
íbúða- og þjónustumiðstöð
fyrir aldraða. Þar hlýddum við
á fyrirlestra um norska heil-
brigðiskerfið, áætlanir fyrir
hjúkrun og umönnun í sveit-
arfélaginu, öldrunarþjónustu,
búsetu- og húsnæðisþjónustu.
Ekki sjónvarp...
Eftir fyrirlestrana gengum
við svo um húsið og skoðuð-
um aðstöðuna. Ibúðirnar eru
nokkuð rúmgóðar og bjartar,
stofa, svefnherbergi, eldhús
og bað og auk þess góðar sval-
ir. Hægt er að fá afnot af auka-
herbergjum fyrir gesti en þau
eru sameiginleg fyrir allar
íbúðimar. Ibúðirnareru leigð-
ar út og er leigan 35 þúsund
íslenskar krónur og eru öll
húsnæðisgjöld innifalin þeirri
tölu. Sameiginlegardagstofur
eru á hverri hæð fyrir íbúðirnar
og eru þær án sjónvarps til að
ýta undirað fólk sitji að spjalli
og hafi meiri samskipti hvert
við annað. Tería er í húsinu
og hægt að fara þangað til að
borða og ekki þarf að panta
fy rirfram .Valerumýmsa rétti,
vín er á boðstólum og hægt
að fá matinn sendan í íbúðir-
nar og einnig fyrir gesti sem
að garði ber.
Vinnustofa er á Mitlökken,
sem bæði þjónar íbúunum þar
og einnig þeim sem búa út í
bæ og koma margir þangað
daglega. Þar er margvísleg
handavinna, smíðastofa og
einnig eldhús þar sem fólk er
þjálfað í að sinna eldhúsverk-
um og vera sjálfbjarga. Þegar
við komum var verið að baka
þessar líka dýrindis bollur og
lagði ilminn um alla ganga.
Það sem verið er að gera þama
er ákveðið af þátttakendum
sjálfum og ekki er neitt keypt
inn af efni eða áhöldum nema
að til standi að fara að nota
það, svo það safnast ekki fyrir
allskyns dót sem enginn vill
vinna úr. Þarna er líka dálítil
verslun sem selur handverk
það sem framleitt er. Vinnu-
stofan hefur á að skipa 4,6
stöðugildum.
Sundlaug staðarins er mikið
notuð og koma um 600 manns
á viku í sund og æfingar í
henni. Einnig er sjúkraþjálfun,
iðjuþjálfun og talþjálfun.
íbúar staðarins nota aðstöð-
una í þjálfunarsal og sundlaug
frjálst. Hársnyrtistofa, fót-
snyrtistofa og læknastofur eru
á Mitdlökken og nýttar af
íbúum þar en þær eru þó ekki
eingöngu fyrir þá, heldur
einnig fyrir almenna íbúa í
hverfinu. Þegar þessari yfir-
ferð um húsið var lokið var
komið hádegi og við snædd-
um ágætan hádegisverð,
smurbrauð, vínarbrauð og
kaffi, í boði bæjarstjórnar-
innar.
Víngerð meðal
haustverka
Að þessu afstöðnu var farið
undir leiðsögn Önnu Mettu á
íbúða- og umönnunarheimilið
Eik. Fyrst var þar skoðuð deild
þar sem fjórar íbúðir voru í
einingu. Ibúðirnar voru stofa,
svefnherbergi og bað og síðan
voru íbúar í þessum vistar-
verum með sameiginlegt eld-
hús og dagstofu. Þarna dvaldi
fólk sem var nokkuð sjálf-
bjarga en fékk þó talsverða
hjálp við athafnir daglegs lífs.
Allt er gert til að hafa þetta
sem heimilislegast og íbúar
hjálpa við matreiðslu eftir
getu. A haustin er búin til sulta
og saft, auk víngerðar sem
þarna telst jafn sjálfsagður
hlutur og taka upp kartöflur.
Þvottur er þveginn fyrir íbúana
en sumir geta straujað og
gengið frá sínum þvotti.
Mikið er þarna lagt upp úr
tómstundastarfi. Söngur við
gítarundirleik, spilað á spil,
upplestur og fleira. Þægileg
útiaðstaða er fyrir hendi og
íbúamir taka ofurlítinn þátt í
garðyrkjustörfum eftir getu og
a.m.k. fylgjast með því sem
er að gerast hverju sinni. Ætt-
ingjar íbúa Eikar eru mikið
með í ráðum og tvisvar á ári
eru fundir með þeim og eiga
ættingjarnir hver sinn fulltrúa
meðal starfsmanna sem þeir
geta snúið sér til með það
sem þeini liggur á hjarta.
Á Eik eru líka deildir fyrir
lítt sjálfbjarga einstaklinga,
heilabilaða, langveika og end-
urhæfmgarsjúklinga. Endur-
hæfingarsjúklingarnir koma
frá sjúkrahúsum eftir t.d. bein-
brot og eru á Eik í endurhæf-
ingu í 2-3 vikur áður en þeir
fara heim. Iðjuþjálfi kemur
þarna tvisvar í viku og var
auðheyrt á starfsfólki að það
þótti fulllítið. Skýrt var tekið
fram, að enginn væri sendur
heim fyrr en hann hefði getu
til. Þessar deildir hafa allar
hver sína borðstofu og lítið
eldhús en maturinn kemur að
mestu leyti tilbúinn frá aðal-
eldhúsinu. Ibúarogsjúklingar
eru til aðstoðar við fram-
reiðslu matarins eftir því sem
þeir geta og flestir borða í
borðstofunni en þeir veikustu
fá matinn inn í sitt herbergi.
Þama hafa allir rúmgott sér-
herbergi og geta búið það per-
sónulegum munum. Deildir-
nar hafa hver sinn einkennislit
sem er ríkjandi þar, t.d. á gólf-
land...
um, og er fatnaður starfs-
manna í lit deildarinnar.
Við hliðina á Eik er leik-
skóli og koma börnin þaðan
einu sinni í viku og skemmta
fólkinu með söng og ýmsu
skemmtilegu. Þetta hefur ver-
ið mjög vinsælt bæði hjá börn-
unurn og íbúum Eikar.
Sambýli og
félagsþjónusta
Næst á dagskrá var að
kynnast hvernig búið er að
þroskaheftum í þessu samfé-
lagi. Farið var á Bragerlia-
sambýlið þar sem okkar fræð-
ari varíslendingur.Njáll Helgi
Jónsson, forstöðumaður sam-
býlis og þroskaþjálfi. Hann
tjáði okkur að stóru stofnanir-
nar hefðu verið lagðar niður á
árunum 1990-91 og þá hefði
fólk flutt til sinnar heima-
byggðar. Hins vegar hefði
ekki gefist vel að færa búsetu
þroskaheftra dreift út í bæ.
Það hefði valdið mikilli fé-
lagslegri einangrun þeirra og
starfsfólk hefði einnig ein-
angrast og gefist frekar upp í
starfi. Nú væri þetta byggt
þannig upp að þroskaheftir
byggju margir í sama hverfi í
séríbúðum. Þarna sem hann
var að vinna voru 12 þroska-
heftir í 12 íbúðum og fengu
þá þjónustu sem þeir þurftu á
að halda frá hópi starfsmanna
sem þar var til staðar allan
sólarhringinn og hafði eina
íbúð til afnota. Þroskaheftir
kaupa þessar íbúðir eða hafa
þær á leigu og eru fjárhagslega
sjálfstæðir. í þessu hverfi var
ekki um að ræða að það væri
eingöngu byggt þroskaheftum
heldur er þetta hefðbundið
íbúðahverfi. Þroskaheftir eru
með 3-4 vinnustaði þar sem
þeir framleiða ýmislegt og í
bænum er síðan verslun sem
selur framleiðsluna.
Lokaheimsókn dagsins var
í félagsþjónustu kirkjunnar.
Þar fer fram merkilegt starf í
þágu fíkniefnaneytenda sem
að langmestum hluta er unnið
ísjálíhoðavinnu. Þamaeropið
til 21 á kvöldin og er boðið
upp á heitan mat og kaffi sem
kostar 100 íslenskar krónur.
Það var að óskum þeirra sem
þarna koma sem að gjald er
tekið fyrir matinn en þeim
finnst virðing sín meiri ef þeir
borga fyrir sig. Heimilislausir
geta fengið gistingu og hefur
athvarfið 8 svefnpláss sem
oftast eru fullnýtt og þarf oft
að vísa frá. Þarna er einnig
aðstaða til að þvo og þurrka
föt og er það talsvert notað.
Öll neysla vímuefna er
bönnuð í húsinu og þegar
komið er inn eru efni og áhöld
afhent og geymd í læstum
skáp þar til viðkomandi yfir-
gefur svæðið en þá fær hann
sitt „stöff ‘ afhent aftur. Þetta
er ekki meðferðarstofnun
heldur skjól.Við spurðum eftir
því hvernig samstarfi við lög-
reglu væri háttað og fengum
að vita að báðir aðilar virtu
starfsemi hins. Lögreglan
virðir friðhelgi athvarfsins og
athvarfið starfsemi lögreglu,
þ.e. skýturekki skjólshúsi yfir
brotamenn á flótta undan
laganna vörðum.
Á fimmtudagskvöldum er
messa í tengslum við kvöld-
matinn og er eins konar
þungamiðja í vikustarfinu.
Það eru milli 50 og 60 komur
á dag í athvarfið en sumir
koma oftar en einu sinni. Þessi
kirkjudeild hefur einnig opna
kapellu, Bryggjukapelluna, á
einum mesta fjörstað í Töns-
berg og getur fólk farið þangað
inn og átt kyrrðarstund. Yfir
4000 gestir hafa komið þang-
að í sumar. Á efri hæð kapell-
unnar er rekið gallerí.
Hreindýrasteik
og rommegrot
Þetta var nú orðinn ansi
góður skammtur af stofnunum
og starfsemi þeirra og var dag-
skránni lokið þennan daginn.
Ekki var hópurinn þó alveg
útbrunninn og var farið út að
borða á ágætu veitingahúsi,
Bryggen, þar sem flestir fengu
sérhreindýrasteik og þótti hún
bragðast vel.
Á laugardagsmorgun var
fyrst af öllu farið og keypt
eintak af dagblaði bæjarins.
Þar var mynd af þessu mynd-
arlega heilbrigðisstarfsfólki
frá ísafjarðarbæ og dálítill
greinarstúfur um heimsókn
okkar. Þessu næst var haldið
á Slottsfjellet þar sem snædd-
ur var „römmegröt“ á Seter-
kafeen og þó þessi þjóðlegi
6
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000