Bæjarins besta - 27.09.2000, Side 12
ISAFJARÐARBÆR
BREYTING Á AÐALSKIPULAGI
ÍSAFJARÐARBÆJAR 1989-2009
Bæjarstjórn Isafjarðarbæjar auglýsir
hér með tillögu að breytingu á aðal-
skipulagi ísafjarðarbæjar 1989-2009.
Tillagan var auglýst og lá frammi til
ky nningar á bæj arskrifstofu Isafj arðar-
bæjar í Stjórnsýsluhúsinu frá 14. júní
til 11. ágúst sl.
Athugasemdafresturrann út25. ágúst
og barst engin athugasemd við tillög-
una. Breytingatillagan hefur verið
send Skipulagsstofnun sem gerir til-
lögu til umhverfisráðherra um lokaaf-
greiðslu hennar.
Þeir sem óska frekari upplýsinga um
breytingatillöguna geta snúið sér til
tæknideildarísafjarðarbæjar.
Stefán Brynjólfsson,
byggingarfulltrúi.
| Bæjarins besta
- vestfirski fréttamiðiUinn
Fundarboö
AðalfundurLitla Leikklúbbsins 2000 verður
haldinn föstudaginn 29. septemberkl. 20:30
í Edinborgarhúsinu.
Dagskrá: Reikningar félagsins 1999.
Önnur fundarstörf samkvæmt lögum fé-
lagsins. Stjórnin.
A1
HARGREIÐSLUSTOFA
SÍMI: 456 4442
Atvinna
Okkur vantar hársnyrtinema. Þarf að vera
stundvís, glaðvær, snyrtileg(ur) og áhuga-
söm(samur) og geta byrjað fljótlega.
Upplýsingar hjá Siggu Þrastar
Fjórðimgsþing Vestfirðinga var haldið í íþróttahúsinu í Súðavík um síðustu lielgi.
Afar léleg mæting á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var í Súðavík
Áhugaleysi eða hvað?
Eitt verður fundið sérstak-
lega að annars ágætu Fjórð-
ungsþingi Vestfirðinga, sem
haldið var í Súðavík um síð-
ustu helgi. Það er áhugaleysi
og slæleg mæting vestfirskra
sveitarstjórnarmanna. Seturétt
á þinginu áttu allir þeir sem
eiga sæti í sveitarstjórnum á
Vestfjörðum eða samtals 68
manns. Af þeim sóttu 26
manns þingið. Þeir sem ekki
mættu áttu þess kost að kveðja
til varamenn sem eru jafn-
margir og aðalmenn. Niður-
ísaflörður
Opnir stærð-
fræðidagar
Nú er alþjóðlegt ár
stærðfræðinnar og Dagur
stærðfræðinnar í íslensk-
um skólum er í dag. 1
Grunnskólanum á ísafirði
er hann „tekinn með
trompi“ og dagurinn á
morgun er þar líka helg-
aður stærðfræðinni.
Nemendur fá margvís-
leg og óvenjuleg verkefni
til viðfangs. Markmiðið er
að vekja þá og aðra til
umhugsunar um þá stað-
reynd, að stærðfræði er
fleira en beinn reikningur.
Af þessu tilefni er skólinn
öllum opinn þessa daga
og fólk er hvatt til að koma
og líta á það sem fram fer.
Myndlistarsyning
á sjúkrahúsinu
Laugardaginn 30. september nk. mun
Sólveig Eggerts Pétursdóttirí samvinnu við
Heilbrigðisstofnunina, opna yfirlitssýningu
á verkum sínum á göngum 1. hæðar
sjúkrahúss og heilsugæslu á ísafirði.
Um er að ræða vatnslitamyndir, krítar-
myndir og rekaviðarmyndir sem Sólveig
hefur unnið á undanförnum 2-3 árum.
Sýningin stendur til loka október.
Allt áhugafólk er velkomið að opnun-
inni kl. 15:00 á laugardaginn.
staðan er því sú, að einungis
mættu á þingið 26 af 126 aðal-
og varamönnum í vestfirskum
sveitarstjórnum eða rétt um
einn fimmti hluti. Spurningar
hljóta að vakna hvort sveitar-
stjórnir séu störfum sínum
vaxnar þegar málum er svona
komið.
„Mér þykir alveg með ólík-
indum hversu lítið sveitar-
stjórnarmenn nýta sér þennan
sameiginlega vettvang sinn og
hvað þeir mæta illa“, sagði
einn af þeim sem þingið sátu.
„ Að nokkru leyti er þetta skilj-
anlegt hvað varðar litla sveita-
hreppa langt í burtu en allt
öðru máli gegnir um kaup-
staðina á norðanverðum Vest-
fjörðum, hvað þá þegar þingið
er haldið við bæjardyrnar hjá
þeim.“
Sveitarfélög á Vestfjörðum
eru 12 og kom enginn fulltrúi
á þingið frá tjórum þeirra. Þar
er um að ræða fámenna sveita-
hreppa í Strandasýslu. Meðal
skýringa má nefna, að þessa
helgi voru miklar annir hjá
bændum í smalamennsku og
réttum. Sú afsökun dugar síð-
ur í f safj arðarbæ, þar sem eng-
inn fjögurra aðalfulltrúa
minnihlutans mætti og enginn
af fjórtán varamönnum.
Minnihlutinn veitti aftur á
móti einum af meirihlutafull-
trúunum umboð sitt á þinginu.
Enginn úr þriggja manna
minnihluta í Bolungarvík
mætti heldur og enginn af ell-
efu varamönnum og engum
var veitt umboð.
Landsbankinii var ineð getraun ú Atvinnuvegasýningunni ú Isajirði unt helgina og
múttu gestirgiska ú innihald sparibauks ú bús bankans. Alls tóku 517 inanns þúitt ígetr-
auninni og komst Guðrún Sigríður Matthíasdóttir nœst réttri upphœð. I bauknum
voru kr. 13.816 en tilgúta Guðrúnar var kr. 13.888. I verðlaun fékk hún kjörbók með
jafnhúrri innistœðu og í bauknum var. A myndinni tekur hún við bókinni úr hendi
Brynjólfs Þórs Brynjólfssonar, svœðisstjóra Landsbankans ú Vestfjörðum.
Samningsbundið iönnám í matreiðslu
Hefur hú áhnna á matreiðslu?
• •••••••••
• •••••
Ert þú dugleg(ur), stundvís og reglusöm(samur)?
Samningsbundið iðnnám í matreiðslu er fjögurra ára
nám, verklegt og bóklegt þar sem verklegi hlutinn er
tekinn á vinnustað og bóklegi hlutinn er þrjár annir í
skóla (Matvælaskólinn í Kópavogi). Ef þú hefur
áhuga, hafðu þá samband við Karl
eða Snorra á Hótel ísafirði eða
qqI* í síma 456 3360. Gamlar umsóknir
óskast endurnýjaðar.
12 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000