Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.09.2000, Side 10

Bæjarins besta - 27.09.2000, Side 10
ingarnir eru góður vinnu- kraftur og stöðugur og ekk- ert út á þá að setja og mun- um við líklega byggja á þeim nokkur ár til viðbótar.“ - Hvers vegna vilja Is- lendingar ekki vinna í fiski? „Þeir trúa því að launin séu svo lág í greininni. Það má til sanns vegar færa því að í dag er ýmislegt annað sem freistar á vinnumark- aðnum og margar aðrar at- vinnugreinar geta boðið hærri laun nú um stundir. Samt held ég að launin í fiskvinnslu séu sæmileg miðað við aðrar greinar sem ekki krefjast faglærðs vinnuafls. Það þykir heldur ekki fínt að vinna í fiski. Margt ófaglært fólk hefur flutt suður þar sem fólk hef- ur fengið ágætis laun und- anfarin ár með mikilli vinnu. En ég er sannfærður um að það stendur ekki lengi úr þessu.“ Afleiðingar kvótakerfisins - Ertu sáttur við kvóta- kerfið? „Ég hef aldrei verið sáttur við þessa aðferð við stjórn fiskveiða, almennt séð. Það er margt jákvætt við kerfið, en allt of mikið neikvætt. Neikvæðast er að kerfið hefur unnið gegn byggðar- lögunum á Vestfjörðum og víðar í landinu. Harðast hef- ur það komið niður á íbúum sjávarþorpanna, sem hafa verið að missa möguleikana á því að veiða og vinna sjáv- arafla. Það þýðir einfaldlega það að þorpin verða ekki lengur til, nema þau sem hafa aukalíf eins og köttur- inn. Kvótakerfið hefur ýtt undir fólksfækkun á Vest- fjörðum á undanförnum tveimur áratugum. Það hef- ur haft áhrif á framtíðaráætl- anir íbúanna og fyrirtækj- anna. Það vilja fáir fjárfesta á Vestfjörðum vegna þess að þar eru sjávarbyggðir og menn hafa ekki lengur ör- uggan möguleika á að stunda sjósókn. Kerfið er þó ekki eini áhrifa- valdurinn, þarhafa aðrirþættir einnig mikil áhrif og má þar telja gífurlegan ríkisrekstur sem sífellt eykst og þá ein- göngu á suðvesturhorninu. Þegar kerfið var sett á stóð vestfirskur sjávarútvegur illa fjárhagslega, eftir margra ára íhlutun ríksvaldsins í gegnum sjóðakerfin sem þá voru og óheppilega gengisstefnu. Þetta dró út úr greininni gíf- urlega fjármuni frá þessu svæði og suður, þannig að Vestfirðingar gátu ekki fjárfest inn í kerfið til jafns við aðra.“ Ásakanir illa upplýstra manna „Ég vil taka fram, einu sinni enn, að ásakanir illra upplýstra manna, sem stöðugt hafa að- gang að fjölmiðlum, um að vilja hafi vantað til að taka þátt í kerfinu, eru ekki réttar. Tækifærið var ekki fyrir hendi. Nú er verið að vinna að endurskoðun þessa stjórnkerf- isins og menn bíða eftir að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu. Samfylkingin vill setjafrek- ari auðlindaskatt á sjávarauð- lindina. Slíkt kerfi vinnur ör- ugglega enn frekar á móti sjávarbyggðunum áVestfjörð- um. Það er alveg ljóst í mínum huga. Ég vil sjá heildstæðari tillögur frá Samfylkingunni um auðlindaskatta til að gera hugmyndir þeirra marktækari. Af hverju leggja þeir ekki til að setja auðlindaskatt á allar aðrar auðlindir í landinu áður en þeir fara að setja skatt á einstakar auðlindir eins og sjávarauðlindina? Þá á ég við auðlindaskatt á heita vatnið, raforkuvirkjanirog annað sem hægt er að rneta sem auðlindir þessa iands.“ Erfiðleikar Vestfjaröa - Hvernig er þá staða at- vinnulífsins í heild? „Staða atvinnulífsins er ekki sterk á þessu svæði. Þó að okkur hafi tekist að halda uppi fullri atvinnu í nokkur ár án tapreksturs og komin sé meiri festa í atvinnulífið lít ég þannig á, að það þurfi meira öryggi og fjölbreytni í atvinnulífið og fy rir mann- lífið. Sjómenn á staðnum hafa góða tekjumöguleika og atvinnutækifæri, bæði á minni og stærri bátum. Verst er þó, því miður, staða sveitarfélagsins sem hamlar atvinnulífmu og til- trú á tilveruna hér. Traust á sveitarfélagið og atvinnulíf- ið er stór þáttur í því að fólk fýsi að flytjast hingað. Hin almenna laka staða orsakar það að við fáum ekki alltaf besta fólkið til okkar á þetta svæði. Vestfirðir eru í mikl- um erfiðleikum hvað þetta varðar. Það vantar hæfari forystumenn og stjórnendur til þess að korna hingað og virkja þá möguleika, sem vissulega eru fyrir hendi.“ Vantar forystu og framsýni „ísafjarðarbær ætti að vera í huga okkar höfuð- staður Vestfjarða og þar sé ég framtíðarmöguleika Vestfirðinga einna besta. Þar er sterkur grunnur alls þess sem þarf, svo sem mennt- unarmöguleikar, fólksfjöldi og aðstæður til öflugs at- vinnu- og menningarlífs og þar er margur vaxtarbroddur sem vert er að fylgjast með. Þegar ég horfi t.d. til sveit- arstjórnarmanna í þessum höfuðstað, og reyndar for- y stumanna á öðrum sviðum, finnst mér að þar skorti for- ystu, framsýni og dug. Það vantar sterkari forystumenn í stjórnmálum og atvinnu- málum á Vestfjörðum. Þetta forystuleysi höfuðstaðarins háir okkur hér í smærri byggðarlögunum. Við höf- um oft beðið að óþörfu eftir hugmyndum og tillögum Is- firðinga í mörgum stórum málum sem varða fjórðung- inn í heild. En eftir á að hyggja hefði verið betra að fara okkar eigin leiðir strax“, sagði Sigurður Viggósson. -GHj. Hálfdán Ingólfsson á ísafirði skrifar „Samkeppniu olíufélaganna Þann 15. september 2000 sendi ég eftirfarandi tölvupóst til Skeljungs hf„ sem, eins og kunnugt er, þykist reka bens- ínstöðvar undir merki Shell um allt land: Til þeirra sem málið varðar. A Isafirði er „munaðarlaus" bensínstöð, þ.e. engin merki olíufélaga sjást á eða við stöð- ina. Það var því léttir að sjá á heimasíðu ykkarað Skeljung- ur gengst við henni. En, undur og stórmerki, það gerir Esso líka á heimasíðu sinni! Ég er því engu nær um faðerni stöðvarinnar þegar upp er staðið. Astæðan fyrir þessari fyrir- spurn er yfirstandandi áróð- ursherferð Skeljungs vegna hins nýjaFormúlu 1 eldsneyt- is. Ég ætlaði mér að setja þannig bensín á bílinn minn áðan og aðspurðir sögðu strákarnir á stöðinni að vissu- lega væri þetta Shell-stöð og auðvitað væru þeir með For- múlu 1 bensín. Þar sem ég er áhugamaður umFormúlu 1 kappakstur fal- aðist ég eftir hinum auglýsta tölvudisk að bensínkaupunum loknum, en þá runnu tvær grímur á starfsmennina sem könnuðust ekki við að hafa fengið slfkt til dreifmgar. Þeg- ar ég gekk betur á þá varðandi bensíntegundina urðu þeir að viðurkenna að þeir hreinlega vissu ekki hvaða bensín þeir væru að selja mér! Nú þætti mér vænt urn ef einhver hjá Skeljungi gæti upplýst mig nánar um stöðu mála. Sérstaklega er ég forvit- inn urn eftirfarandi: 1) Er bensínstöðin á Isafirði Hálfdán Ingólfsson. Shell-stöð eins og segir á heimasíðu ykkar? 2) Ef svo er, hvers vegna er ekki boðið upp á Formúlu 1 bensín og annað það sem yfir- standandi auglýsingaherferð Skeljungs gurnar af? 3) Nákvæmlega hver er uppruni þess eldsneytis sem selt er á stöðinni á Isafirði? Með fyrirfram þökk fyrir greinagóð svör. Hálfdán Ingólfsson, Mó- holti 9, ísafirði. Viku seinna, þann 22. sept- ember 2000, höfðu þessir háu herrar ekki hirt um að svara fyrirspurn minni. Við nánari eftirgrennslan, þ.e. í samtölum við starfs- menn stöðvarinnar, kom í ljós eitthvað í þá veru, að rekstrar- aðilar Shell, Esso og Olís- stöðva reki stöðina sameigin- lega. Bensínið sem Isfirðingar kaupa er frá Esso en hinir að- ilarnir tveir hirða hvor sinn þriðjung söluhagnaðar af elds- neyti. Ennfremurvirðastþess- ir þrír aðilar hafa komið sér sarnan um grisjun bensín- stöðva íhinum dreifðu byggð- um, svo sem á Austfjörðum, þar sem sami leikurinn virðist vera í gangi. Starfmennimir sögðust hafa grennslast fyrir um t.d. For- múlu 1 tölvuleik Shell sem margir viðskiptavinir höfðu spurt um, og fengið þau svör að hér væri ekki selt Formúlu 1 bensín og þeir fengju því enga leiki til dreifmgar. Margauglýst kostaboð hinna ýmsu olíufélaga virðast því ekki ná til viðskiptavina óskilgetnu bensínstöðvanna. Þær virðast á undraverðan hátt skipta um faðerni eftir því hvaða kostaboð viskiptavinur spyr um hverju sinni. Þetta vekur upp spurningar: Hvernig samræmist þetta háttalag lögum um samkepp- ni? Hefur Samkeppnisstofnun skoðað málið.eða er hún bara sýndarstofnun sem sett var upp til að slá ryki í augu al- mennings? Ahugamenn um Formúlu 1 sem langar í tölvuleikinn geta þó huggað sig við, að í Súða- vík er skilgetin Shell-bensín- stöð. Þar má fá leikinn gegn því að kaupa nokkra lítra af bensíni. - Hálfdán Ingólfsson. Alþjóðavæðing og innflytjendur á VestQörðum Netspurniíigin Spurt var: Vestfirðingar eru stoltir, ekki síst Bílddælingar, af Völu Flosadóttur. Hún vann glæsilegt afrek á mánudaginn og náði bronsverðlaunum í stangarstökki á Olympíuleikunum. Sannkallað afrek. Svíar vilja eigna sér hluta heiðursins. En við Vestfirðingar eigum hann ekki síður en aðrir Islendingar. A Bfldudal steig Vala sín fyrstu spor á íþróttabrautinni. Þannig verður þorpið Bíldudalur hluti heimssögunnar einn dag, þótt heimurinn viti það ekki. En hið sama á við um Vestfirði. Þeir eru hluti heimssögunnar, að vísu með öðrurn hætti. Innfæddir íbúar flytja brott en tala urn sig sem Vestfirðinga og hafa aldrei fyrr fundið til jafn rnikils stolts af uppruna sínum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að afar fáir brottfluttra koma aftur vestur. Allflestir eru farnir fyrir fullt og allt og verða aðeins gestir í fyrrum heimabyggð sinni. En annað er að gerast. Fólk utan úr hinum stóra heimi vill koma og kemur til Vestfjarða og annarra hluta landsbyggðarinnar. Það leitar betra lífs og kjara en því bjóðast í heimalandi sínu. Margt þessa fólks sækir um íslenskan ríkisborgararétt og fær hann án þess að láta af hendi sinn fy rra ríkisborgararétt. Að þessu leyti gildir ekki jafnrétti. Islendingar sem leita eftir ríkisborgararétti í öðrum ríkjum verða að gefa hinn íslenska eftir. Hinir nýju Islendingar hafa því fleiri tækifæri en Islendingar fæddir og uppaldir á Islandi. Reyndar var það ekki ætlunin að fjalla um þetta einstaka atriði, sem gefur nýjurn íslendingum forskot, heldur hitt, hve ört íslenskt samfélag breytist þessi árin. Upp spretta nýir angar menningar með framandi yfirbragð. Það sást vel á þjóðahátíðinni í Bolungarvík síðasta vor. Fulltrúar nærri fimm tuga þjóða byggja Vestfirði. Samt vilja íslendingar í auknum rnæli leita annað. Fólk leitar betri kjara, meiri lífsgæða og væntanlega lífshamingju í leiðinni. Einmitt þessi þróun ætti að verða stjórnmálamönnum nokkurt umhugsunarefni þegar þeir fjalla um byggðastefnu. Við íslendingar höfum með aðild íslenska ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, opnað rneira en 600 millj- ónum manna greiðan aðgang að íslandi. Þegar Schengen- samningurinn um afnám vegabréfaskyldu innan væntanlegs svæðis sem samningurinn tekur til, fyrst og fremst Efnahagsbandalags Evrópu, tekur gildi, er hverjum sem á ríkisborgararétt í landi sem því tilheyrir heimilt að korna til íslands. Það þar ekki vegabréf til. Með inngöngu fyrrum austan- tjaldsríkja, sem mörg búa við lakara efnahgagsástand en ísland, verður íbúum þeirra opnuð greið leið til íslands. Margir munu taka þeim tækifærum sem bjóðast á landsbyggðinni fegins hendi, þótt þau freisti ekki íslendinga. Fjölgun útlendinga hefur meiri áhrif á landsbyggðinni en í höfuðborginni og kallar á ný tækifæri og nýja þjónustu við nýja borgara, sem huga þarf að. ðtakkur skrifar Hvað veistu um Fjórðungs- samband Vestfirðinga og starf þess? AIls svöruðu 391. Mikið sögðu 47 eða 12,02% Lítið sögðu 72 eða 18,41% Ekkert sögðu 272 eða 69,57% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í Ijós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Stakkur hefur ritað vikulega pistla iBœjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umrœður. Þœr þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. 10 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.