Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 3

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 3
Rauði borðinn h Alnæmissamtökin á Islandi Samtök áhugafólks um alnæmisvandann. Hverfisgötu 69, Reykjavík Pósthólf 5238, 125 Reykjavík. Sími 552-8586, bréfsími 552-0582 Kennitala 541288-1129 e-mail Aids@ Centrum.is Heimasíða á netinu: http://www.centrum.is/aids/ Ábyrgðarmaður:Björgvin Gíslason Utlit og umbrot: Alex. Prentun og frágangur: ísafoldarprentsmiðja. Rauði borðinn Að bera rauða borðann er ætlað að sýna samúð og stuðning við fólk sem er smitað eða sjúkt af alnæmi. Rauði borðinn er yfirlýsing um stuðning, krafa um umræðu, ósk um framfarir í rannsóknum og von um að lækning finnist við alnæmi. Rauði borðinn er leið til að gera alnæmi sýnilegt í þjóðfélaginu. Upphafsmenn Rauða borðans er lista- mannahópurinn í samtökunum Visual Aids í Bandaríkjunum. Þetta eru samtök myndlistarmanna, listfræðinga og for- stöðumanna listasafna. Þau vilja vekja athygli á því að alnæmi kemur okkur öllum við. Formannspistill Kæri lesandi Nú í töluverðan tíma hefur lítið borið á umræðu um alnæmi á íslandi og er það miður. í raun má segja að umræður og fræðsla hafi verið ófullnægjandi. Forvarnarstarf hefur líka verið í mýflugumynd og er þekking ungs fólks á alnæmi jafnvel minni nú en áður. Alnæmissamtökin bera þarna nokkra ábyrgð, ábyrgð sem við gjarnan viljum axla, en skortir til þess fé. Alnæmissamtökin á íslandi eru „Samtök áhugafólks um alnæmisvandann" og í lögum Alnæmissamtakanna segir m.a. um tilgang þeirra: „Að auka þekkingu og skilning á alnæmi.“ Þetta er vandasamt verk og kostnaðarsamt. Alnæmissamtökin hafa af vanefnum reynt að sinna þessu verki, m.a. með fræðslu í skólum og á vinnustöðum, útgáfu fréttabréfs og nú síðast með heimasíðu á Iriternetinu. En betur má ef duga skal, því þótt mikið hafi áunnist þá er björninn langt frá því að vera unninn. í dag er raunin sú að fólk lætur ein's og það sé ekkert að óttast lengur, alnæmi varla til nema í útlöndum og þá bara hjá hommum. Raunveruleikinn er allur annar. Alþjóða heilbrigðisstofnunin áætlar að á degi hverjum smitist 6.500 einstaklingar af hiv-veirunni og að af þessum 6.500 séu 500 komaböm. Með þessu áframhaldi verður fjöldi smitaðra kominn vel yfír fjörtíu milljónir um aldamót og þangað til eru aðeins rúm þrjú ár. Sem betur fer mega íslendingar vel við una, nýsmit em færri en víðast hvar annars staðar og heildar- fjöldi þeirra sem greinst hafa með sjúkdóminn minni. En þetta eru bara tölur, tölur sem hjálpa lítið þegar smit hefur átt sér stað. Hvað ætlar þú að gera ef þú greinist með alnæmi? * Eggert Sigurðsson, formaður.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.