Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 9

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 9
Rauði borðinn kannski ekki vanir að taka daginn snemma voru flestir á fótum og mættir að morgunverðarhlaðborðinu. Þó að mjög spennandi hlutir væru á dagskrá ákváðum við herbergisfélagi minn að nota tækifærið og þessa óvæntu sumar- blíðu og leggja í fjallgöngu, þrátt fyrir takmarkað þol. Eftir hefðbundna lyfja- töku lögðum við í hann vopnaðir mynda vélunum og gengum rösklega í gegn- um þorpið. Við höfðum þegar spurst fyrir um áhugaverðustu staðina og hófum skoðunarferðina á að fara upp gilið að Systrafossi. Við fikruðum okkur í rólegheitunum eins nálægt foss- inum og komist varð og tókum myndir í gríð og erg. Við litum sérstaklega á ýmsar blómategundir, enda hafði einn Eistinn sýnt okkur óvenjuleg blóm sem hann hafði tínt þama í brekkunni kvöld- ið áður. Svo tókum við stefnuna þvert á hlíðina og fundum fyrr en varði göng- ustíginn upp í móti. Takmarkað þrek og aukaverkanir af lyfjunum vom farin að segja allverulega til sín svo við fórum okkur hægt og tókum okkur góða hvíld á milli. Samt vomm við að niðurlotum komnir þegar komið var upp á brún og tókum góðan tíma til að virða fyrir okkur útsýnið og svipast um. Á meðan skeiðaði fram úr okkur fólk af hinum ýmsu norrænu og baltnesku þjóðum sem sátu þingið auk fjölmargra ættaðra annar staðar af hnettinum sem sest hafa að í viðkomandi löndum og köstuðu á okkur kveðju á Norðurlandamálum eða ensku. Við komum auga á fallegt stöðuvatn þarna uppi á brúninni og ákváðum að þar væru endamörk göngunnar í þessa áttina. Við vissum ekki hvað það heitir en fannst ekki ólíklegt að það bæri nafnið Systravatn, þar sem önnur ör- nefni í nágrenni Klausturs virtust öll bera merki þess að nunnur bjuggu þar forðum. Þegar á vatnsbakkann var komið lögðumst við örþreyttir niður á bakkann og ég stakk höfðinu í kaf og svolgraði í mig vatnið. Við horfðum vanþóknunaraugum á ráðstefnubræður og -systur okkar sem voru hlaupandi upp um allar hæðir og hóla og kringum vatnið og til baka. Sumt fólk kunni sér greinilega ekki hóf! Landslag ber að taka inn í litlum pörtum. Eftir hæfilegan tíma og tilheyrandi myndatökur til að sanna að við hefðum komist á tindinn lötruðum við niður brattann eftir stígnum Við vorum ákveðnir, enda tvíefldir eftir fyrra afrek, að ganga alla leið að Systrastapa og jafnvel klífa hann. Við vorum ekki viss- ir um leiðina og ímynduðum okkur að það lægi ef til vill um einkaland, en svo staðráðnir vorum við í að láta ekkert stöðva okkur að við ákváðum að þykj- ast vera frá Eystrasaltslöndunum og svara einhverju bulli ef einhver reyndi að hefta för okkar. Ekki kom til þess því að eftir að við höfðum vafrað inn í lokaða girðingu römbuðum við á réttan slóða merktan í bak og fyrir sem vísaði beint á stapann. Við gerðum stutt stopp á leiðinni til að taka myndir af merki- legum klettamyndunum og veltum vöngum yfir hvers kyns trúariðkanir hafi falist í meintum svartagaldri systr- anna sem brenndar áttu að hafa verið á stapanum. Svo var dokað við þegar Stapinn sást vel og teknar myndir en frekari klifi frestað, enda við uppgefnir og komnir í tímaþröng. Það er aldrei að vita nema við leggjum upp í leiðangur í framtíðinni bara í því augnamiði. Við náðum rétt í hádegismatinn og svo tók önnur rútuferð við, nú í Jökuls- árlón. Það var yndislegt að keyra þarna um í blíðskaparveðri. Undirritaður hafði aðeins einu sinni áður fengið að reyna brýrnar frægu og þá hafði ekki verið tjallasýn vegna rigningar, þoku og dimm- viðris. Leiðin lá að sjálfsögðu yfir hinar margumtöluðu brýr sem nú eru brotnar og út á sæ komnar. Ekki óraði neinn fyrir því þama að svo myndi fara. Siglingin um Jökulsárlón var frábær og leiðsögumaðurinn sagði mjög skemmtilega frá. Allir voru í besta skapi og smökkuðu spenntir á mörg hundruð ára ísklökum sem hann útbýtti. Á eftir gat fólk fengið sér hressingu í sjopp- unni. Færeyingur einn, sem var í hópn- um. bauð mér upp á hákarlsbita, sem hann hafði keypt ásamt öðru íslensku góðmeti. Við töluðum um hvort íslensk- ur matur nálgaðist hinn færeyska að ólykt og óbragði en Færeyingurinn vildi halda því fram að allt væri þetta sérstakt sælgæti. Þegar á Klaustur var komið var haldið áfram með hópastarfið frá morgninum áður en hátíðarkvöldverðurinn var bor- inn fram. Allir mættu klæddir í sitt fínasta púss en einstaka stöldruðu stutt við vegna slæmra aukaverkana af lyfj- unum. Þeirra var sárt saknað og þessi staðreynd svo og að fólk úðaði stans- laust í sig einhverjum pillum hvert sem litið var minnti mann óþyrmilega á að þessi fríði hópur var ekki bara saman kominn til að njóta þess sem Skafta- fellssýslur hafa upp á að bjóða. Eftir kvöldverðinn voru skemmtiatriði og svo lék fjörug hljómsveit fyrir dansi. Niðri í félgsheimilinu dunaði annað ball og þó enginn úr okkar hópi liti þar við komu nokkrir þaðan á ballið til okkar. Hvað sem maður hefur haldið fyrirfram virt- ust íbúar Klausturs og nágrennis ekkert kippa sér upp við að rúmlega eitt hundr- að hiv-smitaðir væru þeirra á meðal. framh. á bls.5

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.