Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 13

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 13
Rauði borðinn boðskapurinn til fíkniefnaneytenda er í stuttu máli: „Það er til skaða fyrir þig og samfélagið að þú neytir fíkniefna og best væri að þú hættir því, en ef þú getur eða vilt það ekki hugsaðu samt um heilsu þína. Við viljum hjálpa þér eins og hægt er.“ Danir eru ein þeirra þjóða sem valið hafa þessa leið og meðal vettvangsferða sem ég tók þátt í var heimsókn á stofn- un þar sem í boði er margskonar þjónusta og meðferð fyrir hiv-jákvæða fíkniefnaneytendur. Stofnunin er rekin af Kaupmannahafnarborg og nágranna- sveitafélögum, en á þessum svæðum er talið að búi nokkur hundruð hiv-já- kvæðir fíkniefnaneytendur. Húsið er staðsett í grónu hverfi nokkuð mið- svæðis í Kaupmannahöfn. A fyrstu hæð hússins er göngudeild þar sem í boði er læknisfræðilegt eftirlit vegna hiv-smits, þar sem sprautunotendur geta skilað inn notuðum sprautum og fengið nýjar í staðinn, þar sem einstaklingar á meta- donmeðferð koma reglulega og fá lyfið og þar sem boðið er upp á viðtöl og ráðgjöf. A annarri hæð er gistiheimili, þar sem heimilislausir fíkniefnaneyt- endur geta dvalið tímabundið í allt að þrjá mánuði. A þriðju hæð era íbúðir og vinnustofur fyrir fíkniefnaneytendur í endurhæfíngu eftir rnikla neyslu, flest þeirra era á metadonmeðferð. Þama fá þau þjálfun í að takast á við og komast inn í rútínu hins daglega Kfs. A fjórðu hæð er svo sjúkra- heimili fyrir fíkniefnaneytendur með al- næmi á svo háu stigi að þeir era ekki færir um að sjá um sig sjálfir. Stofnunin hafði aðeins verið rekin í nokkra mánuði með þessu sniði og því ekki komin mikil reynsla á starfsemina. Forstöðumaður stofnunarinnar taldi hins vegar að þetta væri framtíðin, ef heilbrigðisyfirvöld ætluðu sér að ná til fíkniefnaneytenda yrði þjónustan að taka mið af ólíkum þörfum og óskum. Taldi hann að hörð meðferð- arstefna þar sem fíkniefnaneytendur fengju aðeins aðstoð ef þeir hættu í neyslu hefði mjög takmarkað gildi. Vangaveltur Sú leið að minnka skaðann af fíkni- efnaneyslu í tengslum við hiv-smit með því að deila út hreinum sprautum og nálum og/eða bjóða upp á metadon- meðferð er mjög umdeild og olli mikl- um umræðum og vangaveltum í þeim löndum sem hún var farin. Meðal granna okkar sem valið hafa þessa leið, með mismunandi útfærslum þó, eru Norðmenn, Danir, Bretar og að ein- hverju leyti Svíar. Hér á landi hefur þessi möguleiki lítið sem ekkert verið ræddur, enda erum við mjög meðferð- armiðuð þjóð. Takmarkaðar upplýsing- ar liggja fyrir hér á landi um hversu margir sprauta sig og hversu algengt er að menn deili sprautum og þar með hversu mikil hætta er á útbreiðslu hiv- smits og annarra smitsjúkdóma meðal fíkniefnaneytenda. Þessi stefna eða hugmyndafræði var mikið til umræðu á ráðstefnunni og reynt að meta hvernig hefði tekist til. Þær vangaveltur sem upp hafa komið í þessu sambandi er hvort verið sé að senda fíkniefnaneytendum tvöföld skila- boð: „það er skaðlegt að nota fíkniefni, en samt allt í lagi ef þú deilir ekki spraut- um og smitast ekki af hiv eða smitar ekki aðra.“ Hvort heilbrigðisyfirvöld stuðli að aukinni neyslu með því að deila út hreinum sprautum og kenna hvernig á að sótthreinsa sprautur og nálar. Hvort það sé siðferðileg rétt að heilbrigðis- yfirvöld standi fyrir því að útvega frkni- efnaneytendum metadon og hvort hægt sé að ná samstarfi við fólk í mikilli neyslu. Þær Evrópuþjóðir sem unnið hafa markvisst eftir þessari hugmyndafræði telja reynsluna góða. Komist hafi á samvinna milli fíkniefnaneytenda og heilbrigðisyfirvalda, öllum til hagsbóta. Fíkniefnaneytendur hafi tekið virkan þátt x forvarnarstarfi til að hindra út- breiðslu hiv-smits með því að miðla upplýsingum inn í sinn hóp. Utbreiðsla hiv-smits meðal fíkniefnaneytenda hafi haldist í skefjum, hins vegar sé það áhyggju- og umhugsunarefni að lifrar- bólga er útbreidd meðal þeirra, en smit- leiðir lifrarbólgu og hiv-smits eru taldar þær sömu. Sem fyrr verði þó að leggja ríka áherslu á að fyrirbyggja fíkniefna- neyslu og að bjóða fíkniefnaneytendum upp á viðeigandi meðferðarúrræði, því að á hverju ári deyr fjöldi manns af fíkniefnaneyslu um allan heim. Mannréttindi og siðfræði Mannréttindi, siðfræði og hiv-smit voru rauði þráðurinn í umræðum á ráðstefnunni. Réttindi hiv-jákvæðra til mannsæmandi lífs, til upplýsinga, til aðgangs að heilbrigðis- og félagslegri þjónustu, til vinnu og til að ferðast eru þverbrotin víða í heiminum og brot á mannréttindum eru jafnvel innbyggð í lögum margra landa. Umræður um sið- fræði í tengslum við hiv-smit hefjast hins vegar oft á þeim punkti að togstreita sé á milli mannréttinda hiv-jákvæðs einstak- lings annars vegar og hagsmuna sam- félagsins hins vegar, þ.e. milli þarfar- innar á frelsi einstaklingsins og þarfar- innar við að hefta útbreiðslu hiv-smits. En er það svo í raun? Eða eins og Noerine Kaleeba frá Uganda benti á í ræðu sinni, þá verður að vera jafnvægi í samskiptum hiv-jákvæðra og samfél- agsins, þ.e. fjölskyldu, vina og þjóð- félagsins - samskipti sem byggjast á þeim skilningi að allir aðilar hafi réttindi og skyldur, gagnvart sjálfum sér og öðrarn. Eitt viðkvæmasta málefnið í tengslum við hiv-smit var til urnræðu, spumingin um ábyrgð og skyldur við að hefta út- breiðslu hiv-smits. I mörgum löndum setja lögin, stjórnvöld og almennings- álitið sérstakar skyldur á herðar hiv- jákvæðra til að vemda aðra fyrir smiti. Margir eru sammála þessu og finnst að sá sem veit um smit sitt hafi sérstakar skyldur við hinn aðilann þegar urn er að ræða kynmök eða sameiginlega sprautu- notkun. Aðrir telja hins vegar að ábyrgðin sé sameiginleg og að aðeins gagnkvæm ábyrgð geti hindrað ásakanir og kornið í veg fyrir smitun. Gagnkvæm ábyrgð felur í sér að hver og einn sé meðvitaður um skyldur sínar og ábyrgð og ef „gagnkvæm ábyrgð“ á að vera meira en orðin tóm bæði hér á landi sem og annarsstaðar þurfa að eiga sér stað gagngerar viðhorfsbreytingar og laga- breytingar. I mörgum löndum eru lagaákvæði um að gera þurfi ráðstafanir ef einstaklingur með smitsjúkdóm verði uppvís af óábyrgri hegðun og setji aðra í smit- hættu. Misjafnt er eftir löndum á hvem hátt þeim ákvæðum er fylgt varðandi hiv-smit, en af Norðurlöndum ganga Svíar einna harðast fram í vista á stofn- unum hiv-jákvæða einstaklinga sem þeir telja að hafi sýnt óábyrga hegðun. Þessu var mótmælt á eftirminnilegan hátt á ráðstefnu af baráttuhópi sem kallar sig Act up Paris. Eg fór í vett- vangsferð á göngudeild smitsjúkdóma á sjúkrahúsi í Malmö í Svíþjóð og þar rakti læknir einn stefnuna í þessum 11

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.