Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 4

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 4
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Íslandi Átak „Alnæmi og andlegur stuðningur.“ Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni. Um áframhaldandi starf eftir námsstefnuna „Alnæmi og andlegur stuðningur.“ • • ll þekkjum við þegar átak er sett í gang og öll vit manns fyllast af upplýsingum um gott málefni. Oft spyr maður sig eftir á hvað orðið hafi úr átakinu. Maður heyrir lítið sem ekkert um málefnið eftir að því lýkur. Öll vandamál því tengt hljóta að vera leyst. Eða getur svo verið? Lítum í eigin barm og veltum fyrir okkur námsstefnu um alnæmi og andleg- an stuðning sem haldin var síðastliðið haust. Það kom erlendur gestur til okkar og ýmsu var til kostað. Flestum þótti námsstefnan takast vel og maður hafði um margt að hugsa þegar heim kom að námsstefnudegi loknum. ENHVAÐ SVOl Áhugasamir einstaklingar hittust í nokkur skipti til að ræða málefnið sem var til umfjöllunar á námsstefnunni. Þessir einstaklingar voru úr Alnæmis- samtökunum, Samtökunum '78 og kirkj- unni. Við hittumst á Biskupsstofu og ræddum mjög opið um hluti sem tengd- ust alnæmi, samkynhneigð og kirkjunni. Bara það að ræða málin gaf mér mjög mikið og ég fékk enn frekari innsýn í þessi málefni. Allir voru sammála um að óæskilegt sé að blanda saman samkyn- hneigð og alnæmi og þess vegna höfum við reynt að aðgreina starf á þessum tveim sviðum sem í sumum tilvikum snertast þó. Eg ætla ekki að reyna að gera grein fyrir öllu sem borið hefur á góma en upp úr stendur hvað væntingar til kirkjunnar eru í raun miklar. Þessar væntingar hafa skapað vonbrigði af því að þeim hefur ekki verið svarað. í þessum hóp er kirkju- fólk sem langar til að koma til móts við samkynhneigða, tala við það en ekki bara um það. Tvö málefni Fljótlega var ljóst að hópurinn vildi vinna áfram með tvö málefni. Annars vegar að vinna að auknum möguleikum fyrir alnæmissjúka að fá andlega aðstoð og heimsóknarþjónustu og hins vegar að kynna innan kirkjunnar hvað samkyn- hneigð væri. Lítill hópur var myndaður til að sinna þesssu starfi. I hópnum eru auk undirritaðrar Sigurður Traustason, Elísabet Þorgeirsdóttir og sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir. Andlegur stuðningur fyrir veikt fólk getur verið af ýmsum toga. Þegar málin voru krufin var alls ekki bara verið að tala um trúarlegan stuðning heldur al- mennt um að sinna andlegri velferð hins sjúka. I samstarfi við Petrínu Ásgeirs- dóttur félagsráðgjafa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Alæmissamtökin hittum við fulltrúa frá Ungmennahreyfingu Rauða krossins og ræddum möguleika þeirra á að sinna alnæmissjúkum. Niðurstaðan var sú að Ungmenna- hreyfingin vill gjaman koma inn í þetta starf og einnig fólk frá kirkjunni. Mér fannst ég skynja á vissan hátt í umræðum okkar í þessu starfi að mörgum finnst ekki passa eða hafa ekki áhuga á að fá fólk frá kirkjunni í heimsókn til sín nema ef við- komandi vill tala um trúarleg málefni. Þegar kirkjufólkið ræddi um heimsókn- arþjónustuna gaf það kost á sér bæði í trúarlegar umræður og að fara t.d. í bíó með þeim sem hefðu áhuga á því. Eg nefni þetta hér okkur til umhugsunar og hvatningar til að kynnast betur. Ætlun okkar er að útbúa lista fyrir fólk sem er tilbúið til stuðnings. Listinn mun svo liggja frammi á skrifstofu Alnæmissamtakanna og á Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar hjá undirritaðri í s. 562-1500. Þeir sem vilja fá heim- sókn geta þá hringt á annan hvorn staðinn. Kynningarfundur Einn kynningarfundur hefur verið haldinn um samkynhneigð og fleiri verða vonandi haldnir í náinni framtíð. Kynningarfundurinn var í Hallgríms- kirkju 22. febrúar og mættu um 40 manns á hann. Fundurinn var fyrst og fremst kynntur meðal starfsfólks kirkj- Félagsráðgjafi HIV-smitaðra og aðstandenda Petrína Ásgeirsdóttir. félagsráðgjafi, er til viðtals á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Á þriðjudögum kl. 13-15 er hún með viðtalstíma hjá Alnæmissamtökunum á íslandi. Hún tekur þátt í fræðslu á námsstefnum um Alnæmi. Einnig hefur hún verið með námsskeið urn alnæmi fyrir aðstandendur.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.