Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 5

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 5
Rauði borðinn hvað svo? ? ? unnar enda var það markhópur okkar. Fólk kom víða að og áttu sumir von á að kynnt yrði afstaða kirkjunnar til sam- kynhneigðra en svo var ekki enda eng- inn sem ætlaði sér það. Dagskráin hófst með því að tveir samkynhneigðir einstaklingar fjölluðu um samkynhneigð og trú. Það gerðu þau Elísabet Þorgeirsdóttir og Guð- brandur Baldursson. Þessi orð Elísa- betar eru mér mininnisstæð: „Úr því að Guð skapaði mig samkynhneigða þá hlýtur hann að elska mig eins og ég er.“ Siðfræði Björn Björnsson prófessor í sið- fræði fjallaði um afstöðu Biblíunnar og guðfræðinnar til samkynhneigðra. Hann vildi ekki taka einstaka vers út úr text- anum og túlka þau, heldur sjá Biblíuna í heild og þann kærleiksboðskap sem hún miðlar. Hann lagði áherslu á þann kær- leika sem Kristur sýnir öllum mönnum og að þar er enginn undanskilinn. Skoð- anaskipti urðu um mismunandi afstöðu til túlkunar Biblíunnar því kristið fólk er alls ekki sammála hér. Að loknu kaffihléi kynnti Björg Thor- arensen, fulltrúi í Dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, frumvarp til laga um stað- festa sambúð. Það kom mér á óvart hvað litlar umræður spunnust um frum- varpið og ég velti því fyrir mér hvort það hefði komið fólki svo á óvart að málið væri komið svona langt að það væri bara orðlaust. Björg dró fram hvað fælist í frumvarpinu og að það yki rétt- indi samkynhneigðra sem væru í sam- búð. Mér finnst ábyrg afstaða vera tekin til bama samkynhneigðra og frábært að vera fremri öðrum Norðurlöndum á þessu sviði. Það kann að valda vonbrigðum sumra að hvorki er gert ráð fyrir að samkyn- hneigðir geti fengið kirkjulega vígslu né að ættleiða böm, alla vega að svo stöddu. Síðastur á dagskrá var sr. Jakob Ág. Hjálmarsson sem fjallaði um útför sam- kynheigðs manns og undirbúning útfarar. I sambandi við útför koma vandamál oft upp á yfirborðið og því er mikilvægt að prestar geri sér grein fyrir hvað getur verið í gangi í fjölskyldu sem ekki hefur horfst í augu t.d. við samkynhneigð hins látna. Lokaorð Þetta finnst mér vera í megin dráttum það sem ég hef verið að fást við sem á sér rætur í námsstefnunni síðastliðið haust. Ég vona að við höldum áfram að vinna saman og finna fleiri fleti á sam- starfi Alæmissamtakanna, Samtakanna "78 og kirkjunnar. Vonandi erum við bara rétt að byrja. VÍSA Áhugafólk um alnæmisvandann aukinn skilning þarf að fá átak til sigurs eflir andann árangri verðum nú að ná. Stuðningsmaður. Aðstandenda- hópar eru starfandi Þar hittast ættingjar og vinir HIV smitaðra og alnæmissjúkra. Upplýsingar á skrifstofunni rnánu- daga til föstudaga klukkan 12-17. Styrkir til einstaklinga Félagið veitir einstaklingum sem eru HlV-jákvæðir eða með al- næmi fjárstyrki. Styrkir eru ekki veittir til þeirra hluta sém opin- berir aðilar, t.d. félagsmálastofn- anir eiga að annast. Þeir sem vildu sækja um styrk til félagsins ættu að senda því línu í pósthólfið eða hafa samband við starfsmann eða stjórnarmann til að fá upplýsingar um þær reglur sem gilda um styrkveitingar. Námsstefna Alnæmissamtökin á íslandi og Rauði kross íslands hafa staðið árlega fyrir námsstefnu um alnæ- mi sem haldin hefur verið á haustin að Hótel Lind og hefur hún verið öllum opin. Árið 1995 var hún haldin 17. Nóvember með þáttöku þjóð- kirkjunnar og var yfirskrift henn- ar „Alnæmi og andlegur stuðn- ingur - hvert á að leita?“ Námsstefnustjóri var Ragnheiður Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi þjóð- kirkjunnar. Fræðsla Á árinu 1994 stóðu Alnæmis- samtökin fyrir alnæmisfræðslu fyrir unglinga með því að gefa út 16 síðna blað í dagblaðsformi og var það sent öllum unglingum á landinu sem fæddireru 1977, 1978 og 1979. Þá um haustið stóðu ÍTR og Alnæmissamtökin að alnæmis- fræðslu í 12 félagsmiðstöðvum á Stór-Reykjavíkursvæðinu undir kjörorðunum „Fjölskyldan gegn alnæmi - umræða án fordóma.“ Einnig hafa einstaklingar úr Jákvæða hópnum farið með fræðslufundi í félagsmiðstöðvar og framhaldsskóla víða um land.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.