Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 8

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 8
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Íslandi Ráðstefna fyrir hiy-jákvæða á Norðurlöndunum L A U s T U R Helgarheimsókn Ráðstefnan var haldin af hiv-jákvæðum á íslandi í annað sinn, fyrra skiptið var í Reykjavík 1991. í ár fór ráðstefnan fram á Hótel Eddu, Kirkjubæjarklaustri, dagana 6.-8. september. KL AU STURLIFNAÐUR. Föstudaginn 6. september var lagt upp frá Rauðarárstígnum í Reykjavík og haldið í rútum á Kirkjubæjarklaustur. Það var sérstök tilfinning að vera að fara á sína fyrstu Nordall-ráðstefnu; spenna í maganum að hitta í fyrsta skipti og vera hluti af stórum hópi hiv-jákvæðra. Annars vegar var helgin eitt stórt spum- ingarmerki í huga mér. Hvernig fólk myndi verða þarna? Hvemig myndi fólk af hinum ólíku þjóðum, frá öllum Norðurlöndunum og frá Eystrasaltsríkj- unum, lynda saman yfir helgi? Hins vegar var þetta eins og að fara í hvert annað ferðalag, vonir um að verðið yrði gott og maður fengi svolítinn sumar- auka. Þessar hugleiðingar ásamt öðrum væntingum fylgdu manni áleiðis. Þegar fyrst var stigið upp í rútuna svip- aðist maður um. Sum íslensku andlitin voru kunnugleg; suma þekkti maður að vísu ekki strax ef sjúkdómurinn hafði markað þá of rækilega. Það var gaman að hitta hjúkrunarfræðing af deildinni sinni og vita þá að ef einhver veiktist væri einhver aðili á staðnum sem hægt væri að leita til. Þegar á Kirkjubæjarklaustur var kom- ið var herbergjum úthlutað. Flestir höfðu ákveðið hverjum þeir vildu deila herbergi með og sama átti við um mig. Við komum okkur þar fyrir, ég og her- bergisfélaginn, hinir ánægðustu með aðstöðuna, og ræddum fram og aftur um fólk sem við höfðum tekið eftir í rút- unni og fordómar okkar gagnvart hinum ýmsu bræðraþjóðum okkar á Norður- löndunum voru viðraðir. En auðvitað voru þessar fyrirframgefnu hugmyndir mesta vitleysa eins og við áttum eftir að sannreyna eftir því sem leið á helgina. Við ákváðum að taka helgina með trompi og skunduðum niður að sund- laug með skýlu og handklæði uppvafin í stranga eins og við værum að fara í skólasund. Við vorum harðákveðnir að þessi helgi yrði upphafið að betra lífi sem myndi einkennast af útivist og mikilli hreyfingu ásamt öðrum dyggð- um. Við urðum því fyrir miklum von- brigðum með að sundlaugin reyndist lokuð. Ferðamannatímanum var lokið og skólinn ekki byrjaður svo að á þess- um tíma var engra viðskiptavina von. Við litum hvor á annan og svo upp á brúnina á gamla hrauninu sem setur svo mikinn svip á Klaustur. Þarna gæfust næg tækifæri til hreyfingar og útiveru. En í bili ákváðum við að best væri að leggja sig og safna kröftum áður en dagskráin byrjaði um kvöldið. Það var hátíðleg stund þegar síðustu rúturnar runnu í hlaðið með Norðmenn- ina sem voru nýlentir á landinu og allir söfnuðust saman við fánastöngina. Nordall-fáninn var dreginn að húni og ráðstefnan sett. Stuttu síðar var sest að sameiginlegum kvöldverði og reynt að dreifa fólkinu svo að sem flestir kynnt- ust. Sessunautur minn var fjölskyldu- faðir frá Danmörku og skammt frá sat konan hans. Þau eru bæði smituð svo og tvö ung böm þeirra og öll eitthvað orðin veik. Það var að vonum þungt yfir þeim og þau vonlítil um framtíðina. Við ræddum nokkuð mismunandi áherslur lækna á Islandi og hinum Norðurlöndunum um að hve miklu leyti þeir álíta að nýju lyfin séu upphafið að varanlegri lausn á okkar heilsuleysi, en þar em íslensku læknamir miklu jákvæð- ari, enda fleiri menntaðir í Bandaríkj- unum þar sem mikil von er bundin við þessi lyf og áhrif þeirra. Ekki komumst við að neinni niðurstöðu, en ég sagði sem er að ég héldi stíft með íslensku læknunum og aðhylltist viðhorf þeirra. Það hefði gefið mörgum góða von og þó að þessi lyf væru ekki endanleg lausn þá væru þau jú upphafið af því sem koma skal. Danirnir voru áfram efins. Það var áberandi fyrra kvöldið að fólk var örþreytt eftir flugferðina til lands- ins. Eftir matinn drógu flestir sig í hlé, enda stóð margt og mikið til daginn eftir. Laugardagurinn 7. september rann upp bjartur og heiður og þó ýmsir væm

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.